Leita í fréttum mbl.is

Ingibjörg Sólrún axlar ábyrgð?

Flokksmönnum Samfylkingarinnar hefur tekist að sannfæra formann sinn Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur um að slíta samstarfinu við Sjálfstæðisflokk, þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar hennar um hið gagnstæða. Allt er þetta gert fyrir mögulegan pólitískan skyndiávinning, sem samfylkingarfólkið metur líklegan í stöðunni og muni innheimtast í næstu kosningum. En matið er trúlega rangt. Ábyrgð Sf á Hruninu er ekkert minni en Sjálfstæðisflokks og fjarri því að öll kurl séu komin til grafar í því efni. Spyrjum að leikslokum og þá kann sitthvað sérkennilegt að koma upp úr pottunum hvað ábyrgðina varðar, því víða liggja leiðir.

Úr því sem komið er á Sjálfstæðisflokkurinn að eftirláta Sf landsstjórnina, draga sig í hlé og ekki ljá máls á því að sitja fram á vor eða haust eftir því sem Sf þóknast að bjóða. Vinstristjórn getur tekið við á morgun í skjóli framsóknar og sitið út kjörtímabilið, ef hún þorir. Að því loknu mun Sjálfstæðisflokkurinn væntanlega þurfa að koma til skjalanna og laga smíðagallana á Nýja Íslandi Sf og Vg. Vonandi að þeir verði ekki mjög alvarlegir


mbl.is Ingibjörg vill kosningar í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ábyrgð Sf á Hruninu er ekkert minni en Sjálfstæðisflokks og fjarri því að öll kurl séu komin til grafar í því efni.

Mér  finnst í samhengi mála Hrunið felast í leynilegu samsæri Evrókrata.

Júlíus Björnsson, 22.1.2009 kl. 23:50

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Samsæriskenningar eru alltaf svolítið langsóttar Júlíus. Hinu er þó ekki að leyna að Sf hefur komið fram við samstarfsflokkinn með pólitískum óþokkaskap, sem á ekkert skylt við ábyrgð. Þessi háttsemi mun leiða til hnignunar Sf og klofnings, fyrr en þú heldur.

Gústaf Níelsson, 23.1.2009 kl. 00:05

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Líkur sækir líkan heim. Það gerir það að verkum að mjög erfitt er að sanna samsæri.  Sum gerast bara fyrir tilviljanir. Eins um samkeppni í Fákeppni. Þá hljóta menn að vera eitthvað tæpir ef þeir þurfa að talast við til að ná fram skiptingu á markaðnum. Bókhaldið er eins hjá þeim öllum. Hjörðin skynjar fyrirmyndirnar. Sum skilaboð eru huglæg.

Það er ekkert leyndarmál hver er framtíðarsýn alþjóðakrata. Eða alþjóðasósíalista. Tilgangurinn helgar meðalið. Það þarf ekki að ræða neitt. En það eru ekki allir eins innvígðir eða upplýstir. Í því felst leyndin.

Júlíus Björnsson, 23.1.2009 kl. 00:24

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ingibjörg Sólrún er ekki að axla neina ábyrgð. Hún var jafn hrokafull og Geir og afneitaði allri ábyrgð rétt eins og hann og rétt eins og allt lið ríkisstjórnarinnar á Alþingi. Þegar grasrótin í Smfylkingunni kom loks auga á að íslenska samfélagið logaði stafnanna á milli í báli haturs og fyrirlitningar- þegar hún áttaði sig á að það væri kannski ekki afar skynsamleg ákvörðun að byggja upp samfélagið við auknar líkur á borgarastyrjöld, þá gaf grasrótin henni og fulltrúum sínum í ríkisstjórninni þau skilaboð sem ekki varð brugðist við með hroka.

En ennþá er nokkur hópur sjálfstæðismanna þeirrar skoðunar að þetta sé óþarfa kjarkleysi. Þessi hópur telur enn að valdið eigi að sýna heimskum lýð í tvo heimana.

Árni Gunnarsson, 23.1.2009 kl. 00:31

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gera Reykjavík samkeppnisfæra við New York, það var það sem kveikti á perunni hjá mér.

Júlíus Björnsson, 23.1.2009 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband