Leita í fréttum mbl.is

Hver ræður?

Þegar viðskiptabankarnir féllu komust þeir í forsjá ríkisins. Þeim voru skipuð bankaráð, sem eru svo góð með sig að þau gefa stjórnmálamönnum bara langt nef og nú hefur Landsbankaráðið skipað formann sinn til bankastjórastarfanna fram á haustið, þvert gegn vilja ráðherra bankamálanna, forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Ráðherrarnir eru að vera hálfhlægilegir stadistar í þessu þjóðlífi hér, sem enginn hlustar á.

Þetta skyldi þó ekki verða grafskrift þessarar ríkisstjórnar: Hún stjórnaði öllum nema bönkunum, en þeim stjórnuðu gamlir verkalýðsforingjar og stjórnmálaleiðtogar. Hallæris- og vandræðagangur ríkistjórnarinnar er orðið hálfniðurlægjandi fyrir allt þetta fína fagfólk, sem þar vermir stóla. Vill einhver giska á hvers vegna ríkisstjórnin vill ekki bíða fram á haustið með að auglýsa lausar bankastjórastöður? Engin verðlaun í boði fyrir rétt svar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband