7.2.2009 | 16:00
Kynjabylting hvað?
Merkilegt hvað sumir útlendir blaðamenn eru oft glámskyggnir á íslensk málefni. Roger Boyes á The Times er einn þeirra. Hann hlustar auðvitað á rausið í íslenskum vinstrimönnum um að nú sé tími kvenna kominn í stjórnun þjóðfélagsins og öld testósterónsins sé fyrir bí. Kannski er testósterónið í Elínu Landsbankastjóra meira en í Landsbankastjórnanum Ásmundi Stefánssyni, en henni var skipt út fyrir hann.
Svo mikil áhersla er nú lögð á að skipa konur til ráðherrastarfa, að valið er að setja óhæfar kerlingar á stólana í sumum tilvikum, þó ekki öllum. Til dæmis var valið að skipa konu í dómsmálaráðuneytið, vegna þess að allir karlarnir sem komu þó til greina, út frá sjónarmiðum "fagmennskunnar" töldust með öllu óhæfir út frá femíniskum sjónarmiðum, og þau réðu, en þeir segja ekki neitt. Kúgaðir greyin?
Ríkisstjórninni er auðvitað miklu meiri sómi af hvíslaranum og leikkonunni Kolbrúnu Halldórsdóttur í embætti umhverfisráðherra, en lögfræðingnum og fyrrum forsætisráðherranum til fjórtán ára Davíð Oddssyni í Seðlabankanum, svo ekki sé nú minnst á reynsluboltann og lesbísku flugfreyjuna Jóhönnu Sigurðardóttur. Öll veraldarinnar Samtök 78 standa nú á öndinni af hrifningu, eins og hæfni forsætisráðherra ráðist af valinu á sambýlingi og rekkjunaut.
Ef kynjabyltingin snýst um það að velja óhæft fólk til ábyrgðarstarfa, þá vil ég helst fá að standa utan við þá ágætu byltingu.
Öld testósterónsins lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur
Athugasemdir
Æ....góði sko....
Jónína (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 16:28
Vafðist þér tunga um tönn Jónína mín?
Gústaf Níelsson, 7.2.2009 kl. 16:51
Þú telur semsagt að allir þeir karlmenn sem stjórnað hafi landi og þjóð voru valdir því þeir voru svo hæfir? Kannski voru þeir "valdir" því þeir voru karlmenn eða kannski ekki einu sinni valdir, heldur var reiknað með því að þeir gerðu það og gætu. Á sama tíma fengu konur ekki einu sinni að sýna hvort þær væru hæfar eða ekki því að hlutverk þeirra var annað. Svo þegar þær loksins ná á toppinn þá mega þær liggja undir svona ásökunum og hrokafullum yfirlýsingum. Hingað til hef ég ekki heyrt sama vælið í karlrembunum þegar karlmenn manna allar yfirstöður. Það spyr enginn hvort þeir séu öugglega hæfir þar sem þeir séu nú karlmenn.
Kannski er meira við hæfi að spyrja hvort að þeir karlmenn sem stjórnað hafi hingað til án nokkurskonar efa hafi verið hæfir þar sem þeir voru ráðnir einungis vegna þess að þeir voru karlmenn og því var reiknað með því að þeir gætu stjórnað.
Hvítir karlmenn hafa ávallt haldið rígfast í stjórnartauminn og harðneitað að gefa eftir. Með hroka hafa þeir gert lítið úr stöðu kvenna og baráttu þeirra til að fá sömu viðurkenningu og þeir í valdastöðum. Sumir hlutir breytast lítið.
linda (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 18:58
Nei Linda mín, ég er ekki að tala um það að allir karlmenn fyrr og síðar séu eða hafi verið hæfir. Einhverjir myndu jafnvel segja að núverandi ráðherrar fjármála og heilbrigðismála væri óhæfir. En það er engum blöðum um það að fletta að umhverfisráðherrann er með öllu óhæfur og það verður að flokkast sem pólitískur glannaskapur að velja ofgafulla upphlaupskerlingu til slíkra starfa.
Gústaf Níelsson, 8.2.2009 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.