25.2.2009 | 22:06
Jóhanna bjargar fólki og fyrirtækjum
Hallærisríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er nú að leggja lokahönd á mikilvægasta verkefnið, sem hugsast gat til að efla atvinnulífið og bjarga heimilum landsins frá eignamissi og hremmingum. Í þessari ríkisstjórn eru miklir galdrameistarar og seiðkerlingar, sem hrært hafa í pottum sínum og framreiða nú pottréttinn "Rekum Davíð". Einhvern veginn er rétturinn frekar ólystugur, sérstaklega eftir Kastljósþáttinn, sem sýndur var í gærkvöldi. Davíð hefur ekki sagt sitt síðasta orð og er því rétt að spyrja að leikslokum. Almenningi er greinilega brugðið og er að átta sig á því að hér er illa vegið að heiðarlegum og vönduðum manni.
Ríkisstjórnin er að setja skelfilegt fordæmi um pólitískar ofsóknir og lætur eins og Sjálfstæðisflokkurinn komist aldrei aftur til valda. Hvernig væri að hafa hlutverkaskipti og ímynda sér að forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins væri að reyna að svæla Seðlabankastjóra úr Samfylkingunni úr embætti. Hvernig skyldu fjölmiðlar landsins láta þá? Vill einhver giska?
Seðlabankafrumvarp afgreitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:44 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur
Af mbl.is
Erlent
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
- Vinaþjóðir Úkraínu kyndi undir sálfræðihernað Rússa
- Yfirvöld láta ekkert uppi: Sænsk herskip kölluð út
- Danir og Svíar útiloka ekki skemmdarverk
- Þúsundir þrömmuðu um götur Aþenu
- Ergelsi hjá Google
- Tvíburasystur týndust í Tyrklandi
Athugasemdir
Það kom aldrei annað til greina en að Davíð færi, til þess að uppbygging gæti hafist. 90% vilji þjóðarinnar.
til hamingju.
hilmar jónsson, 25.2.2009 kl. 22:13
Mjöööög góður punktur Gústaf. Það væri gjörsamlega allt vitlaust ef Geir (já eða Davíð í gamla daga) hefði böðlað í gegnum þingið einhverjum einblöðungi bara til að koma einhverjum samfylkingarmanni úr seðlabankanum. Ég hugsa hreinlega að Óli Grís hefði stöðvað það. En núna er þessu stillt upp sem þarfaverki af því þetta er með öfugum formerkjum. Gjörsamlega óskiljanlegt.
En það verður gaman að fá Davíð í alvöru slag við þessa lopapeysur í minnihlutastjórninni. Nú er stjórnin búin að hafa 30 daga (af 80) til að koma einhverjum lögum í gegnum þingið. EKKI EIN LÖG KOMIN Í GEGN. Bara einhverjir punt blaðamannafundir í Þjóðmenningarhúsinu um einhverjar fyrirætlanir sem komast ekki til framkvæmda. Einu heillegu frumvörpin eru frumvörp sem voru tilbúin í tíð síðustu ríkisstjórnar.Helgi Már Bjarnason, 25.2.2009 kl. 22:21
Gústaf Níelsson...yoga er mjög afslappandi!
Tryggvi Tumi Traustason (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 02:16
Hver var það aftur sem lagði niður Þjóðhagsstofnun af því spá hennar var ekki í samræmi við fullyrðingar þáverandi forsætisráðherra? Jú, alveg rétt, það var Davíð Oddsson. Ætli hann myndi bara ekki leggja Seðlabankann niður.
Svo er líka fínt að minnast þess að núverandi lög um seðlabankann eru sérsniðin af Davíð, fyrir Davíð og hann var sjálfur flutningsmaður frumvarps um þau lög. (þingskj. 1054).
Hann er hinn mætasti maður, en af hverju hann vill ekki hætta eftir það sem búið er að ganga á er ráðgáta.
Kveðja að vestan.
Gústaf Gústafsson, 26.2.2009 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.