Leita í fréttum mbl.is

Stjórnarskrárbrot forsætisráðherra?

Í 20. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands stendur m.a.: "Engan má skipa embættismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt".

Forsætisráðherra hefur nú sett norskan mann til að gegna embætti seðlabankastjóra tímabundið. Ástæða er til að ætla að sömu reglur og skilyrði skuli gilda um setningu í embætti að þessu tagi og skipun. Má því ætla að þessi ráðstöfun á embætti seðlabankastjóra fari í bága við stjórnarskrá lýðveldisins og rétt sé að láta reyna á hana fyrir dómstólum. Mun ég taka ákvörðun um það síðar í dag hvort ég, sem borgari í þessu landi, muni kæra þessa stjórnvaldsákvörðun og láta reyna á hana fyrir dómstólum. 

Það er ekki yfir gagnrýni hafið að setja erlendan mann yfir íslenska seðlabankann, þar sem hann hefur aðgang að trúnaðarupplýsingum, sem varða mikilvæga þjóðarhagsmuni í bráð og lengd, og lýsir nokkrum dómgreindarbresti af hálfu forsætisráðherra að grípa til slíkra úrræða, þar sem fjöldi velmenntaðra íslenskra manna getur auðveldlega tekið að sér starfið til bráðabirgða.


mbl.is Nýr seðlabankastjóri settur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Einsýnt.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.2.2009 kl. 10:54

2 identicon

Hann er ekki skipaður, heldur settur!

Bobbi (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 11:07

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Verður ekki að gera ráð fyrir því að sömu hæfiskröfur skuli gilda, óháð því hvort að menn er settir eða skipaðir til embætta? Allt annað eru bara pólitískir loftfimleikar.

Gústaf Níelsson, 27.2.2009 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband