Leita í fréttum mbl.is

Íslenska minnimáttarkenndin

Þegar útrásin stóð sem hæst og allt flaut hér í erlendu lánsfé og erlendum samstarfsaðilum útrásarfyrirtækjanna, var almælt að ekki gengi að tala íslensku í íslenskum fyrirtækjum, vegna margra erlendra manna sem ýmist störfuðu við útrásina eða voru í margvíslegum daglegum samskiptum við hana. Svo langt gekk þessi vitleysa, að menn fóru að tala ensku á fundum þótt allir fundarmenn væru íslenskir. Var þetta ráðslag furðu lítið gagnrýnt, því vart mátti andmæla útrásarvíkingunum vegna afburða snilli þeirra. Íslendingar voru heimsmenn og öll veröldin var vettvangur þeirra. Undir slíkum kringumstæðum þýðir lítið að mæla á tungu, sem enginn skilur, og erfitt er að læra fyrir útlenda menn.

Nú er svo komið að íslenska er að nýju orðin daglegt mál í hversdagsönnum bankastarfsins, en upp er tekin norska í Seðlabanka Íslands, eða er enska orðin vinnumálið? 

Er þessi landlæga minnimáttarkennd gagnvart útlendingum komin á það stig hér á landi að ekki er lengur hægt að manna stofnanir samfélagsins með Íslendingum, svo vel sé, heldur þurfi að leita til útlendinga, sem hafa í reynd engum skyldum að gegna við land og þjóð.

Eða þykir þetta kannski fínt og til þess fallið að styrkja álit annarra þjóða á okkur og traust? Nei ég held að þessu sé einmitt öfugt farið. Nú fara útlendingar að bollaleggja hvort það sé nokkur raunverulegur grundvöllur fyrir sjálfstætt Ísland til langframa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband