Leita í fréttum mbl.is

Snillingar í bandaríska utanríkisráðuneytinu

"Við höfum miklar áhyggjur af því, að stofnar langreyða og hrefnu séu ekki nógu stórir til að þola slíkar veiðar", segir í yfirlýsingu bandaríska utanríkisráðuneytisins vegna áforma Íslendinga að veiða nokkra hvali næsta sumar. Ákvörðun Íslendinga er byggð á vísindarannsóknum, sem benda eindregið til þess að veiðarnar séu vistvænar og fullkomlega sjálfbærar, en áhyggjur Bandaríkjamanna byggjast á tilfinningasemi, og þeirri barnalegu trú að matvælin verði til í hillum stórmarkaða. Þannig er það nú ekki og bandarískar stjórnsýslustofnanir hafa mjög vonda reynslu af því að draga rangar ályktanir um málefni annarra þjóða, hvort sem um er að ræða vopnaeign þeirra eða auðlindir í hafinu.

En þeim þykir alveg sjálfsagt að níðast á vopnlausri smáþjóð, líkt og vinum þeirra Bretum. Og eftir því sem mér hefur skilist stjórnar samfylkingarfólk í báðum ríkjunum nú um stundir.


mbl.is Bandaríkin fordæma hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband