Leita í fréttum mbl.is

Hver ber ábyrgð á ríkisstjórninni?

Sigmundur Davíð, hinn ungi og óreyndi formaður Framsóknarflokksins, er að átta sig á því, að hann og hans flokkur ber ábyrgð á þeirri ríkisstjórn sem nú situr. Honum er orðið órótt vegna þess að ekkert af því sem lagt var upp með hefur gengið fram, nema brottreksturinn á Davíð Oddssyni seðlabankastjóra. Atvinnulífið, hið raunverulega gangverk samfélagsins, er í molum, og fólk hefur misst vinnuna í stórum stíl. Atvinnuleysistryggingasjóðurinn er að tæmast, vegna þess að stjórnmálamennirnir fórnuðu honum á jafnréttisaltari fæðingarorlofsins, svo hægt væri að borga hátekjumönnum peninga á vegum skattgreiðenda, fyrir það eitt að vera heima hjá sér og horfa á nýfædd börn sín. Menn trúðu ekki að atvinnuleysið myndi banka á dyrnar í uppsveiflunni.

Unga fólkið er í stórum stíl að missa íbúðarhúsnæði sitt vegna verðtryggingar og hárra vaxta, en ríkisstjórnin er ekki að gera neitt. Neyðarástand, vonbrigði, hryggð og upplausn ríkja, en engin talar kjark í þjóðina og er engu líkara en að öllum sé slétt sama. Engin örvandi hönd eða hughreystandi rödd hvetur til dáða. Ríkisstjórnina skipa úrræðalausir aumingjar og upphlaupslýður, sem ætlar sér að innheimta pólitískan skyndigróða í næstu kosningum. Hversu lágt ætlar Framsóknarflokkurinn að leggjast? Ætlar ungur formaður flokksins að láta það á sig sannast að hann hafi á fyrstu dögum stjórnmálaferils síns brennt af í dauðafæri, og það trekk í trekk. Er alveg víst að kosningar fari fram í vor?


mbl.is Vill rjúfa þing 12. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband