Leita í fréttum mbl.is

Hvalveiðar eða Ólafur Ragnar

Upplýsinga- og kynningarfulltrúi Icelandair í Mið-Evrópu, Arthúr Björgvin Bollason, upplýsir okkur Mörlandana og þýsku þjóðina sömuleiðis, í erindi, sem hann flutti í kauphöllinni í Frankfurt nýverið (hvað var hann annars að gera í kauphöllinni?), að Ólafur Ragnar hefði talað tóma vitleysu um daginn í Þýskalandi og að harður tónn væri í fréttaflutningi þýskra fjölmiðla vegna áforma um takmarkaðar hvalveiðar við Ísland.

Það er að vísu óþarft að segja frá því að Ólafur Ragnar sé orðinn að aðhlátursefni um víða veröld, svo frúnni sé nú ekki bætt við, en það eru ýkjur, að halda því fram að þýska þjóðin sé að fara á límingunum vegna hvalveiða Íslendinga. Að sönnu taka stöku fjölmiðlamenn andköf, þegar hvalveiðar ber á góma, og er heilkennið landamæralaust að mestu. En trúlega eru andstæðingar hvalveiða að hrekjast út í horn, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, vegna þess að í ljós er að koma, að veiðarnar eru stofnunum skaðlausar.

En hefur upplýsinga- og kynningarfulltrúa Icelandair í Mið-Evrópu nokkuð yfirsést að halda á lofti sanngjörnum og réttmætum sjónarmiðum Íslendinga í hvalveiðimálum? Hefur kannski meiri tíma verið eytt í að lappa upp á ímynd Bessastaðaflónsins?


mbl.is Sniðganga íslenskar vörur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband