10.3.2009 | 22:46
Frönsk fuglahræða af norskum uppruna
hefur nú verið ráðin ráðgjafi íslenskra stjórnvalda vegna rannsóknar á meintum efnahagsbrotum í hruni fjármálakerfisins. Þetta er greinilega rösk kerling, sem lætur ekkert pjatt aftra framgöngu sinni. Hún lætur strax vita af því að það sé eins og hver annar brandari að örfáar hræður skuli vera sinna bréfaskriftum við stofnanir hist og her í rannsóknarskyni, hér dugi ekkert annað en harðar aðgerðir með kröftugri nærveru (svona í anda Gestapo?) ef einhver árangur á að nást. Loksins fara hlutirnir að rúlla, maður segir nú ekki meir. Dómsmálaráðherrann var bara eins og skömmustuleg skólastúlka eftir yfirhalningu "Soffíu frænku" og hristir sjálfsagt fram úr erminni fé handa vöskum rannsóknarmönnum. Réttast væri auðvitað að nýji ráðgjafinn um rannsóknarstörf og handónýtt íslenskt réttarfar, smali saman reyndum erlendum rannsakendum í anda nýja siðar.
Vill svo einhver, í anda upplýsingar og gagnsæis, greina frá því hvað rannsóknardómarinn kostar skattgreiðendur í landinu.
Gagnrýnir fámenna rannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur
Athugasemdir
Það mun kosta sitt að ráða þessa dömu og sérsveitina hennar, skotið í myrkri, sennilega ríflega 4 milljónir evra á ári. Kannski ná þau einhverju fé upp í kostnað, en alveg óvíst.
Ég er samt ánægður með þetta og vona að hún fái að klára dæmið.
Toni (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 23:11
Það er ánægjulegt að Eva ætli sér að hjálpa okkur Íslendingum en ég bendi þér á að vanda orðavalið betur en ég tel það niðrandi í garð kvenna.
Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 23:19
Hvað ætli kosti að hafa hana ekki?
Gestur Guðjónsson, 10.3.2009 kl. 23:20
Ég veit ekki til þess að hún kosti neitt. Ég stóð að því við annan mann að flytja hana hingað til landsins og það hefur aldrei verið minnst á peninga í því sambandi.
Egill (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 23:35
Það er auðvitað ágætt Egill ef Eva ætlar að vinna endurgjaldslaust fyrir fólkið í landinu svo upplýsa megi svínaríið hjá auðmönnum Íslands. Ég fagna því. Ég hef samt grun um að eitthvað kosti vinna hennar og vil gjarnan fá það upplýst. Er það óeðlilegt? Og Hilmar, orðavalið mitt átti bara við um hana, en ekki íslenskar konur almennt. Ég vona að þér sé það ljóst. Mín vegna má blessuð konan ganga um eins og óumbúið rúm.
Gústaf Níelsson, 10.3.2009 kl. 23:48
Allt í lagi.
Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 23:55
Gústaf...!
"Mín vegna má blessuð konan ganga um eins og óumbúið rúm."
Af hverju skiptir einhverju máli hvernig hún lítur út ?
Ef hún nær einhverjum árangri þá er það frábært !
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 00:05
Hef ég gefið í skyn að samband sé á milli útlits og árangurs? Nei Birgir sæll. En það breytir ekki þeirri skoðun minni að mér finnst kerlingin svolítið í subbulegri kantinum (svona miðað við það sem ég sá af henni á fundinum í HR), og svo eigum við eftir að sjá þetta með árangurinn.
Gústaf Níelsson, 11.3.2009 kl. 00:26
Auðvitað er aðkoma þessa kerlingarfjanda að rannsókninni áfall Gústaf minn góður. En nú er bara mest um vert að vera bjartsýnn og vona að einhverju af gögnum hafi náðst að bjarga á þessum 5 mánuðum. Við verðum að gæta þess að fara ekki á taugum og ekki vera að vekja athygli á því hvað okkur líður illa.
Ég játa að mér hefur ekki orðið svefnsamt undangengnar nætur!
Árni Gunnarsson, 11.3.2009 kl. 11:17
Mér þykir leitt að heyra af svefnvanda þínum Árni minn, vegna ástandsins. Blessunarlega sef ég vel. Við skulum ekki æðrast þótt pappírstætarar gangi ótt og títt. Þeir náðust þrátt fyrir það Elf og Enron strákarnir. Og varla telst það til áfalla, þótt útlend kerling sé sótt til rannsóknarstarfa, en óþarft er að kalla hana fjanda í þokkabót. Er það ekki?
Gústaf Níelsson, 11.3.2009 kl. 22:22
Ég lít á Evu sem fjárfestingu ekki kostnað. Hún á eftir að færa okkur tapaðar tekjur á móti. Plús réttlætingu. Sem við metum ekki til fjár. Annar plús...orðspor þjóðarinnar. Það er ómetanlegt til fjár.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 23:27
Ætli hún sé þá á prósentum Einar? Það er ekki ónýtt ef Evu tekst að endurheimta orðspor heillar þjóðar.
Gústaf Níelsson, 12.3.2009 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.