17.3.2009 | 18:15
Útlendingasmjaður smálandans
Það er ekki á Íslendinga logið hvað þeir eru upp með sér og roggnir, ef erlendir menn vilja setjast að í landi þeirra, svo maður tali nú ekki um að hafa hönd í bagga með stjórnun helstu fjármálastofnana og elta á röndum fjárglæframenn, sem við kunnum jú ekkert að fást við. Nú hyggjast ýmis fyrirtæki og stofnanir hleypa af stokkunum sérstakri smjaðursherferð og þakkargjörð, vegna þess að innflytjendur hafa auðgað svo mannlíf og menningu landsins og byggt upp fjölbreytt og öflugt samfélag. Markmiðið er víst að vekja okkur til umhugsunar um það jákvæða sem fjölmenning hefur í för með sér fyrir íslenskt samfélag, eins og segir í fréttinni.
Er einhver sem vill benda mér á allt þetta jákvæða, því einhvern veginn kemur þetta neikvæða fremur upp í huga minn. Til dæmis hrottalegar barsmíðar, sem mörlandinn á ekki beint að venjast, og ógeðslegri nauðganir á blásaklausum konum á almannafæri. Raunar er hægt að telja upp langan glæpalista sem er miklu þróaðri en við eigum almennt að venjast, en auðvitað lærum við af fjölmenningunni.
Enginn skal þó skilja mig svo að ég hafi eitthvað á móti því að útlendingar setjist að á Íslandi, en ég áskil mér rétt til þess að andmæla því að hingað til lands sé flutt í stórum stíl bláfátækt og menntunarlaust fólk.
Útlendingum þakkað fyrir að auðga samfélagið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:24 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur
Athugasemdir
Ef þessir fávitar kynntu sér þróun fjölmenningar á öðrum norðurlöndum myndu þeir hugsa sig um tvisvar.
Miðað við þá þróun sem er í Svíþjóð , þá er það útreiknað að Svíðjóð verður múslimskt land 2024.
Hitt er annað mál, að síðasti fávitinn er ekki fæddur ennþá.
Guð blessi Ísland, en ekki fávitanna.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 19:31
Ég hef áhyggjur af ykkur tveimur og því hatri sem þið lifið í.
Hilmar Gunnlaugsson, 18.3.2009 kl. 00:17
Ég verð nú að viðurkenna að ég hélt að flestir íslendingar væru það vel að sér um nálæg lönd, (n.Evropa) og þeirra helstu vandamál.
Hilmar Gunnlaugsson, ég ráðlegg þér að kynna þér helstu útgjaldaliði nágrannaþjóðanna. Til að létta þér leitina þá skaltu fletta í innflutning á hælisleitendum og skylduliði þeirra.
Ef þér finnst ekki vera nógu mikil vandamál á Íslandi í dag, svo að það sé tímabært að leggja meir á þjóðina? Þá ertu sennilega innheimskari en ég hélt. (innheimskur er sá sem aldrei fer útfyrir sína heimabyggð)
Johanna þórkatla (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 10:04
Ágæti Hilmar, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af mínu lífi, ég hata ekki nokkurn mann, þótt mér sé í nöp við suma. En ég er ekki einfeldningur, sem telur sér það til ágætis að smjaðra fyrir útlendingum og er að drepast úr minnimáttarkennd gagnvart þeim. Heimskan er ekkert betri þótt hún sé útlend, er það? Mín vegna mega Íslendinga halda upp á "Stóra smjaðursdaginn". Ég tek bara ekki þátt.
Gústaf Níelsson, 18.3.2009 kl. 11:13
Hrottalegar barsmíðar eru ekki einkennisverk annarra en hrotta, sama af hvaða þjóðerni þeir eru og nauðganir verða ekkert minna ógeðslegar ef þær eru gerðar af Íslendingum. Mér finnst þetta furðulegur málflutningur.
Það sem er jákvætt í tengslum við innflytjendur er meiri skilningur á mismunandi kjörum fólks annars staðar, markskonar verkþekking (þarf að nefna matargerð?), tungumál gefa kost á meiri samskiptum þar sem þekking flyst betur á milli og fjölbreyttara útlit mannlífs gerir eyjarskeggjum vonandi ljóst að þeir lifa ekki í einangrun og til er fleira en ein skoðun. Sem sagt: eykur víðsýni.
Með kveðju,
Elín Ösp
Elín Ösp Gísladóttir (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 10:53
Heldurðu Elín Ösp að ekki sé hægt að skilja fátækt öðru vísi en að flytja hana inn frá útlöndum? Heldurðu kannski líka að ekki sé hægt að baka pizzu nema að flytja inn Ítala? Rök þín þurfa að vera betri.
Gústaf Níelsson, 23.3.2009 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.