Leita í fréttum mbl.is

Ljúgðu Liddy, ljúgðu

Hinn ágæti forstjóri tryggingarisans AIG, Edward Liddy, reynir að telja okkur trú um það að "kaldur raunveruleiki samkeppninnar" hafi knúið fyrirtækið til að greiða æðstu yfirmönnum 165 milljónir dala í kaupaukagreiðslur. Það er nærri þeirri upphæð sem skattgreiðendur í Bandaríkjunum létu af hendi svo kompaníið færi ekki á hausinn. Ef svona menn koma ekki óorði á kapítalismann, þá veit ég ekki hverjir. Var hann hræddur um að missa mikilvæga starfsmenn, eða þá að þeir hótuðu málsókn ef ekki yrði staðið við kaupaukagreiðslur? Hvaða útreið ætli sá fyrsti fengi, sem hæfi málsókn til að fá kaupaukann greiddan? Á alltaf að gera ráð fyrir því að allt fólk sé siðspillt? Vonandi finna bandarísk stjórnvöld leið til hindra þessa vitleysu. Þetta sjálftökulið allra landa verður að stöðva.

Ég hef áhyggjur af bankanum mínum Byr. Hann gat greitt eigendum sínum dálaglegar arðgreiðslur á síðasta ári, nú þarf hann hærri upphæð í ríkisstyrk svo hann stöðvist ekki. Og við erum ekki að tala um neitt smotterí. Geta þessir ágætu menn ekki skilað arðinum aftur inn í fyrirtækið sitt???

 


mbl.is Forstjóri AIG ver kaupaukagreiðslurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Við erum reyndar að tala um lægri upphæð nú sem hann þarf eða um 11 milljarða en þeir greiddu arð í fyrra sem nam yfir 13 milljörðum.

Frekar dapurlegt að bankinn skildi ekki sjá lengra fram í tímann og passa sig betur á að eiga nóg í sjóðum.

Carl Jóhann Granz, 18.3.2009 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband