Leita í fréttum mbl.is

Ekkert umboð til umsóknar

Það er alveg ástæðulaust fyrir stjórnarandstöðuna að láta ríkisstjórnarflokkana stilla sér upp við vegg og liðka fyrir aðildarumsókn Íslands að ESB. Framkvæmdavaldið verður að standa heilshugar að ráðgerð um inngöngu í ESB, eigi eitthvað úr henni að verða. Annað er ótrúverðugt og álappalegt á alla kanta, auk þess sem mikilvægari málefni bíða úrlausnar stjórnmálamanna. Ekkert hengirúm er að finna fyrir Íslendinga í Brussell.

Þeir stjórnarandstöðuþingmenn, sem gjarnan vildu sækja um aðild að ESB geta ekki leyft sér þann lúxus að skera stjórnarflokkana niður úr þeirri ESB-snöru, sem þeir hafa brugðið um kverkar sér, vegna þess að þingið mun aldrei verða samningsaðilinn, heldur sundurþykkt framkvæmdavald. Það mun aldrei skila góðum árangri.


mbl.is Lítið um rök fyrir umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband