21.5.2009 | 01:22
Yfirstéttin fundar
Yfirstétt kvenna (hin femíníska nómenklatúra) efndi til uppskeruhátíðar (les: hvítvínspartý) í Iðnó í kvöld. Tilefnið var fögnuður yfir þvi að konur sætu á alþingi sem aldrei fyrr, og að kona leiddi ríkisstjórnina. Mun það greiða úr vanda Íslands að sem flestar konur sitji á þingi? Örugglega ekki og fagnaðarlætin því lítt skiljanleg. Mun einhver fréttamaður spyrja hver greiddi reikninginn? Örugglega ekki. En ég sem fávís sjónvarpsáhorfandi (sjónvarpið lét sig ekki vanta) leit ótrúlega fámennan hóp yfirstéttarkvenna lepja vínföngin í "góðum félagsskap". Var kannski boðið á Bessastaði eftir Iðnó? Voru allar nýju alþingiskonurnar á staðnum?
Mun einhver fjölmiðlamaðurinn þora að kryfja þessa furðusamkomu til mergjar og grafast fyrir um kostnaðinn og hver greiðir? Trúlega ekki, en nú eru erfiðir tímar og atvinnuþref, eins og skáldið sagði.
Velgengni kvenna fagnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur
Athugasemdir
Hárrétt "Yfirstéttin fundar", gæti ekki verið meira sammála.
Ásdís Helga Jóhannesdóttir, 21.5.2009 kl. 01:27
Ég sé eftir þessari milljón eða svo sem ég efast ekki um að félagsmálaráðuneytið hafi pikkað upp fyrir þetta fínufrúakokteilboð. Ætli það þurfi ekki að leggja niður eins og eitt stöðugildi barnageðlæknis á móti, til að vinna upp kostnaðinn?
Skattborgari (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 01:37
Góður punktur.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 21.5.2009 kl. 01:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.