9.6.2009 | 21:33
Öfgahægriflokkar?
Evrópskir vinstrimenn eru óhressir nú um stundir vegna lélegs gengis í nýafstöðnum kosningum til Evrópuþingsins. Þótt kvöldskólalögfræðingurinn og vinstri græni komminn Eva Joly, sem Íslendingar hafa kynnst í gervi kjaftforu fuglahræðunnar og ástundar nornaveiðar á vegum ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms J. Reykáss, hafi náð kjöri til þessa merka þings, var það samt svo að fólk, sem leggur meiri áherslur á þjóðleg gildi og klassískt gildismat landa sinna, fékk meira brautargengi en hávaðasamir upphlaupsmenn á vinstrivængnum.
En þegar þetta gerist er jafnan talað um að öfgahægriflokkar hafi styrkt stöðu sína. Á kostnað hverra? Öfgavinstriflokka kannski? Orðanotkun blaðamanna af þessu tagi er ónothæf; að kalla alla, sem ekki eru flaðrandi uppum kommúnista og alls konar vinstrihreyfingar, öfgahægrimenn, fasista, rasista eða eitthvað þaðan af verra.
![]() |
Egg í umdeildan leiðtoga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.6.2009 kl. 01:18 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
-
jonvalurjensson
-
axelaxelsson
-
baldher
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
gattin
-
baenamaer
-
carlgranz
-
egill
-
frjalshyggjufelagid
-
gesturgudjonsson
-
gudni-is
-
duna54
-
zeriaph
-
halldorjonsson
-
hannesgi
-
blekpenni
-
hildurhelgas
-
astromix
-
enoch
-
johannst
-
jonmagnusson
-
kolbrunerin
-
credo
-
krist
-
magnusthor
-
martagudjonsdottir
-
ragnhildurkolka
-
fullvalda
-
fullveldi
-
siggileelewis
-
valdimarjohannesson
-
vey
-
thjodarheidur
Athugasemdir
Er ekki allt í lagi að koma böndum á glæpamenn? Þú talar um nornaveiðar ? Hvar hefur þú verið síðustu mánuðina? Eru allir hægrimenn svona orðljótir? Sá sem talar eins og þú, hann minnkar aðeins sjálfan sig...
Ína (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 21:44
Mín vegna mætti setja alla þessa risastóru fjárstuðningsaðila Samfylkingarinnar á bak við lás og slá. En það verður að gera með lögum. Og enn skilar Sf ekki framlögum, eins og Sjálfstæðisflokkurinn.
Gústaf Níelsson, 9.6.2009 kl. 21:52
Icesave
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Icesave var spariþjónusta í eigu Landsbankans sem starfaði á Bretlandi og Hollandi. Fyrirtækið var í starfsemi frá 2006 til 2008, og hrundi með efnahagskreppunni árið 2008 þegar Landsbanki hrundi líka. Spariþjónustan hefur valdið deilu á milli Íslands og Bretlands og Hollands. Um það bil 400.000 manns á Englandi og Hollandi gat ekki fengið aðgang að reikningi sínum í 6–8 vikur.
Icesave-reikningar voru reikningar hjá Landsbankanum í London og Amsterdam.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.6.2009 kl. 22:12
BNP hefur bætt við sig, á kostnað miðflokka, bæði Labor og Conservative.
BNP er ekkert meira en fasismi, þeir eru algjörir erkihálfvitar.
Rödd almennrar skynsemi (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 23:06
Já, rödd almennrar skynsemi er víst stundum hjáróma og úti á þekju. Við því er sjálfsagt lítið að gera.
Gústaf Níelsson, 9.6.2009 kl. 23:15
Er Eva Joly eins og Myndin í sjónvarpinu lýsir henni ? Er hún bara einhver pseudomenntuð tófa sem kjaftaði sig inná okkar Reykása, hirðir milljónir fyrir að gera ekki neitt nema kjafta ? Gústaf minn, segðu mér hvað þu veist um hana .
Halldór Jónsson, 9.6.2009 kl. 23:56
Ég held þú lýsir henni ágætlega Halldór og sjónvarpsmyndir eru ekki alltaf ólygnar. Margt fróðlegt á eftir að koma í ljós um þessa ágætu konu, og ég spái því að hún muni hverfa hljóðlegar út úr réttarfari Íslands, en innkoman bar með sér.
Gústaf Níelsson, 10.6.2009 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.