30.11.2009 | 15:23
Neikvætt lýðræði?
Það var að vonum að hinn sænski Carl Bildt og ýmsir aðrir úr evrópsku manngæskufélögunum gæfu lítið fyrir fordómafullt lýðræði Svisslendinga, sem ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja bann við byggingu bænakallsturna við moskur í landi sínu. Þeim hefur tekist að þróa beint lýðræði öðrum Evrópubúum betur með því að beita þjóðaratkvæðagreiðslum í ríkari mæli en gerist og gengur hjá öðrum þjóðum, sem kenna sig við lýðræði, og fá þannig fram raunverulegan þjóðarvilja. En stundum er vilji almennings annar en stjórnmálaelítunnar og þá telja stjórnmálamenn sig þurfa að hafa vit fyrir heimskum og illa upplýstum lýðnum. Síendurteknar þjóðaratkvæðagreiðslur um sömu málin í löndum ESB, þar til þóknanleg niðurstaða fæst fyrir stjórnmálastéttina, er til marks um það.
Niðurstaða þessarar kosningar er væntanlega söguleg til framtíðar litið. Hún markar upphaf andstöðu við yfirgang múslima í löndum kristinna í Evrópu, sem mun breiðast út víða um lönd. Almenningur sendir þeim skýr skilaboð: "Við ætlum ekki að vakna við bænakall ykkar klukkan fimm á morgnana, vesgú". Friðkaupastefnan gagnvart íslam hefur runnið sitt skeið á enda. Og ekki er nú eins og að múslimar hafi flutt til Sviss í gær, þeir hafa í nokkra áratugi komist ágætlega af án bænakallsturna við moskur sínar. Gætu þeir ekki boðað til bænakalls með sms skeyti, sem myndi þá bara vekja þá sem þurfa að beina sjónum sínum til Mekka.
Bildt gagnrýnir Svisslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:26 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur
Af mbl.is
Viðskipti
- Hverjir eru fjárfestar?
- Verðbólguspá næstu mánaða hefur hækkað
- Markmið að vera fjárfestingarhæft
- Afgangur á viðskiptajöfnuði 45,7 milljarðar
- Skel hlýtur viðskiptaverðlaun
- Hagstofan og gervigreindin
- Heimilin vel í stakk búin
- Kaldbakur kaupir fyrir 400 milljónir í Högum
- Helmingur erlendrar netverslunar kemur frá Eistlandi
- Samræming hönnunargagna
Athugasemdir
"Friðkaupastefna" er ágætis hugtak um þetta. Vandamálið er að við skjótum okkur í fótum með því að leggja kristni og islam að jöfnu. Ef við eigum að geta sagt nei við múslima krefjast þeir að sama verði gert við kristna. Þarna geta þeir beitt jafnræðisreglunni og "trúleysingjar" hafa stutt þennan málflutning.
Gísli Ingvarsson, 30.11.2009 kl. 16:08
ég er hlynntur trúfrelsi. því í mínum huga eru islam og kristin sama tóbakið. ef fólki líður betur með aðra útgáfu af trúarbrögðum, þá er það í lagi mín vegna.
moskvur eru í lagi en ég skil andstöðuna við þessa klukkuturna. þegar fólk flytur í annað land, verður það að aðlagast að því landi og iðka sitt líf og trúarbrögð að hætti heimamanna.
el-Toro, 30.11.2009 kl. 23:39
Sæll Gústaf! Skilaboðin, sem almenningur í Sviss sendi, voru að vísu ekki þau sem þú nefnir, því að bænaköll frá turnum af þessu tagi eru þegar bönnuð í Sviss samkvæmt öðrum lögum. Nýju reglurnar lúta þannig eingöngu að byggingu turnanna. Þetta er því fremur undarlegt bann og samsvarar því að banna kirkjuturna en ekki kirkjur.
Birnuson, 1.12.2009 kl. 13:13
Til hvers þá að byggja turnana Birnuson?
Gústaf Níelsson, 6.12.2009 kl. 17:07
Ég er ekki viss um að ég skilji spurninguna? Er það ekki þeirra, sem vilja byggja, að svara því til hvers turnarnir eru?
Birnuson, 7.12.2009 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.