1.12.2009 | 21:14
"Við höfum áhyggjur af þessari niðurstöðu..."
Það var að vonum að Samfylkingarutanríkisráðherra Sviss hefði áhyggjur af niðurstöðum lýðræðisins í landi sínu og teldi það beinlínis grafa undan öryggi landsmanna, að banna byggingu fleiri bænaturna í landinu. Ég hélt að múslimar í Sviss væru friðsemdarfólk sem hefði skilning á gangverki lýðræðisþjóðfélags, en því virðist vart vera til að dreifa ef áhyggjur af þessum toga trufla stjórnmálastéttina á vinstrikantinum.
Þessi ágæti utanríkisráðherra lét sig ekki muna um að sveipa sig slæðu, að hætti múslimakvenna, er hún gekk á fund forseta Írans í fyrravor, til þess auðvitað að þóknast þeim gallagrip. Þessi undirlægjuháttur vestrænna stjórnmálamanna, kvenkyns, gagnvart ráðamönnum í löndum múslima, sem allt eru auðvitað karlar, er að verða hálfhallærislegur.
Bænaturnabann grefur undan öryggi Svisslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur
Athugasemdir
GJALLARHORNIN ÆRANDI OG ÓÞOLANDI.
Um árið 1980, var skrifari þessara lína í sumarfríi í múslímaríkinu Morokkó, í borg sem heitir Agadír. Þar nokkuð frá Hótel Evrópu þar sem ég bjó, var mikil turnspíra með risastórum gjallarhornum, sem snéru í allar áttir. Út úr þessum háfaða hornum íslams gjall kallið til bæna strax klukkan 04.22 að morgni og ætlaði alveg að rífa úr manni hljóðhimnurnar. Ekkert undarlegt að múslímar afkasti ekki miklu verklega á daginn að þurfa að sitja undir þessu í ríkjum sínum. Það tekur þó steininn úr þegar farið er að flytja þennan ófögnuð inn í Evrópu. Ég segi fyrir mig ,,Hingað og Ekki Lengra“ einhvers staðar setur maður mörkin, skárra er það nú umburðarlyndið ef það þarf að sitja undir þessu
Hér eru frekari upplýsingar um málið. Eða á þessari slóð ef tegillinn virkar ekki:
http://hrydjuverk.wordpress.com/2009/12/02/minarettur-fornt-frjosemistakn-2/
Helga Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 09:53
Helga. Ég hef líka verið í Marokkó og heyrt í þessum turnum. Í raun venst maður þeim fljótt, helst pirrandi þegar maður er að horfa á mynd og köllinn yfirgnæfa hljóðin í myndinni, en þá þarf maður bara að loka glugganum og hækka í sjónvarpinu. Og þar fyrir utan þá var hávaðinn í þessu engu meiri en til dæmis hávaðinn í Reykjavíkurflugvelli. Og ofan á þetta þá var víst bannað að nota þessa turna svo að rökstuðningurinn um hljóðmengun er ógildur. Ég meina, hallgrímskirkjuturnin hefur líka sín læti og að ekki sé minnst á nýju Hringbrautina.
Og Gústaf. Þriðja ríkið var líka lýðræðisþjóð frameftir. Áttu minnihlutahópar þar bara að bíta í það súra epli að þarna voru lýðræðisleg öfl að verki. Það sama má segja um kúgun evrópskra kynstofna á indíánum í Ameríku (sem enn er í gangi sunnan Texas) í krafti lýðræðisins. Að ekki sé minnst á stolnu kynslóðina í Ástralíu. Nei. Hvort sem það sé lýðræðislegt eða ekki þá er kúgun alltaf kúgun.
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 13:24
Rúnar,
Ég varð ekki var við þetta í öðrum borgum Marokkó en í Agadír.
Þeir voru sko aldrei hljóðir á tímum bænakallsins.
Varstu bara ekki í einhvrju öðru múslímalandi t.d. Túnis. Stundum fer fólk landavillt. Ég varð ekkert var við þannan ófögnuð þar.
Helga Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 15:45
Ágæti Rúnar Berg:"Þriðja ríkið var líka lýðræðisríki frameftir", skrifar þú af mikilli speki. Frameftir hverju? Menn sem láta hafa eftir sér svona vitleysu eiga alveg að sleppa því að taka þátt í opinberri umræðu. Nema þeir vilji koma á sig óorði. Þetta er bara vinsamleg ábending, ekki gerð í þeim tilgangi að taka af þér málfrelsið, en stundum er eins og að sambandið á milli tungu og heila rofni, þegar sumt fólk opnar munninn. Þú virðist fylla þann flokk. En þú getur auðvitað tekið þig á.
Gústaf Níelsson, 2.12.2009 kl. 16:01
Jæja ókei, ég sagði vitleysu varðandi þriðja ríkið en var víst lýðræðislegt í mjög stuttan tíma, en nasistaflokkurinn komst samt til valda á lýðræðislegum forsendum. En þetta fellir samt ekki rökin mín um að það að eitthvað sé lýðræðislegt, það þarf ekki endilega að þýða að það sé sanngjarnt né að það uppfylli almenn mannréttindi.
Og Helga: ég heyrði þessi hljóð úr bænaturnunum m.a. í Er-Rachidia, Marakesh, Fez, Rabat og á fleiri stöðum. Ég var ekki að segja að þau væru lágvær heldur aðeins að maður upplifir svipaða háværð við t.d. stærri umferðagötur, flugvelli eða kirkjur. En það að bænaköll hafi hvort eð er verið bönnuð í Sviss segir manni að væntanlega hefur ástæða bannsins ekki verið út af þessari hávaðamengun.
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.