Leita í fréttum mbl.is

Skynsamur og réttsýnn maður Ögmundur

Ég hef nú ekki lagt í vana minn að hæla Ögmundi Jónassyni eða lofa í hástert, en nú mælir hann af skynsamlegu viti. Hvaða heilbrigða skynsemi liggur að baki þeirri ákvörðun Norræna fjárfestingarbankans að hækka vexti á Íslendinga? Blasir það ekki við öllum að þjóðin er í nauðvörn, alein yfirgefin og vinalaus? Er það kannski þess vegna sem níðst er á henni af annars góðum grönnum? Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að við erum niðursetningurinn í norrænu fjölskyldunni og pólitíkt munaðarlaus á alþjóðavettvangi eftir klaufaleg og klúðursleg sambandsslit vestur um haf.

Vonandi verða þær aðstæður sem nú eru uppi í okkar samtíð til þess að íslenskum bönkum og fjármálastofnunum lærist að rýja hóflega, en ekki flá bæði einstaklinga og fyrirtæki. Hvernig væri að afnema, þótt ekki væri nema tímabundið, dráttarvexti? Er eitthvert lögmál hagfræðinnar sem segir að þeir skuli vera 25%?


mbl.is Ranglæti gagnvart Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gústaf, ég spurði hagfróðan mann í gær og hann tjáði mér að þetta væri skynsamlegt mat á stöðu þeirra fyrirtækja sem lánið rennur til. Er það ekki rétt munað hjá mér að helmingur af lánatöpum Norrræna Fjárfestingarbankans hafi verið til Íslendinga? Bankar verða að hafa skynsemina og kalt mat að leiðarljósi í öllum sínum ákvörðunum, ekki bara vináttu og frændsemi.

Baldur Hermannsson, 4.12.2009 kl. 23:42

2 identicon

Lánastofnanir skynsamar? Þær sömu og töpuðu? Þvílík greining.

Doddi D (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 00:01

3 Smámynd: Ólafur Als

Sæll Gústaf,

Athugasemd Baldurs er réttmæt og löngu kominn tími á að Íslendingar hætti að horfa með betlihugarfari til norrænna grannríkja. Þar á bæ þykir stundum skemmtilegt að flíka góðvild í garð Íslendinga en þegar á reynir eru kaldir hagsmunir hafðir að leiðarljósi. Eru dæmin ekki næg til þess að kenna Íslendingum þá lexíu?

En athugasemd þín, Gústaf, um meint sambandsslit vestur um haf er ekki einasta réttmæt heldur áhyggjuefni. Það væri akkur í því ef tækist að efla tengsl Íslands og Bandaríkjanna á ný en það er ærið verkefni, sem mig grunar að þessari stjórn er ofvaxið - ef til vill er ekki einu sinni áhugi fyrir slíku.

Kveðja,

Ólafur Als, 5.12.2009 kl. 00:32

4 Smámynd: Gústaf Níelsson

Herrar mínir, allir tannlæknar eru sammála um það að tönn verður ekki dregin úr tannlausum kjafti. Þannig er fyrir Íslandi komið. Það gildir ekkert "kalt mat" eða þá "skynsamlegt mat" á aðstæðum þjóðar sem er að niðurlotum komin. Hverjir myndu standa á hafnarbakkanum og ræða um útlit bjarghringsins sem kasta þyrfti til drukknandi manns? Enginn. En hagfræðingastóðið situr og reiknar gjaldþol þjóðarinnar slefandi oní skjölin eins og hungraðir úlfar. Menn verða að rakna úr rotinu og leiða Evrópu fyrir sjónir að undir Icesave verður ekki staðið, enda stofnaði íslenskur almenningur ekki til þeirra skuldbindinga.

Og auðvitað eigum við Ólafur að beina sjónum okkar vestur um haf í stað þess að festast í smáríkjabandalagi Evrópuþjóða þar sem aðeins 6 af 27 aðildarríkjum telja umfram 10-15 milljónir íbúa.

Gústaf Níelsson, 5.12.2009 kl. 00:52

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gott og vel, en þú ert að tala um pólitíska lausn en ekki bankatæknilega. Norrænu bankarnir sýsla með sparifé almennings og þeir verða að vaka yfir því vendilega. Við urðum að krefjast pólitískra lausna sumarið 2008, áður en hrunið varð. Nennir einhver að tala við okkur núna?

Baldur Hermannsson, 5.12.2009 kl. 01:02

6 Smámynd: Gústaf Níelsson

Efnahagslegur vandi Íslands frá stríðslokum og langt frameftir 20. öldinni var varðaður pólitískum lausnum, vegna þess að þá höfðum við pólitíska vigt, Baldur. Nú er öldin önnur og mér er til efs, ef fram heldur sem horfir, að við náum að standa vörð um sjálfstæði okkar. Mér sýnist ríkisstjórnin ætla að standa vörð um allt annað en það sem skiptir máli í lífi íslenskrar þjóðar.

Gústaf Níelsson, 5.12.2009 kl. 01:09

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

ég skil, kjölfestan hvarf með kananum

Baldur Hermannsson, 5.12.2009 kl. 01:13

8 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þú hittir naglann á höfuðið Baldur.

Gústaf Níelsson, 5.12.2009 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband