Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Ingibjörg Sólrún axlar ábyrgð?

Flokksmönnum Samfylkingarinnar hefur tekist að sannfæra formann sinn Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur um að slíta samstarfinu við Sjálfstæðisflokk, þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar hennar um hið gagnstæða. Allt er þetta gert fyrir mögulegan pólitískan skyndiávinning, sem samfylkingarfólkið metur líklegan í stöðunni og muni innheimtast í næstu kosningum. En matið er trúlega rangt. Ábyrgð Sf á Hruninu er ekkert minni en Sjálfstæðisflokks og fjarri því að öll kurl séu komin til grafar í því efni. Spyrjum að leikslokum og þá kann sitthvað sérkennilegt að koma upp úr pottunum hvað ábyrgðina varðar, því víða liggja leiðir.

Úr því sem komið er á Sjálfstæðisflokkurinn að eftirláta Sf landsstjórnina, draga sig í hlé og ekki ljá máls á því að sitja fram á vor eða haust eftir því sem Sf þóknast að bjóða. Vinstristjórn getur tekið við á morgun í skjóli framsóknar og sitið út kjörtímabilið, ef hún þorir. Að því loknu mun Sjálfstæðisflokkurinn væntanlega þurfa að koma til skjalanna og laga smíðagallana á Nýja Íslandi Sf og Vg. Vonandi að þeir verði ekki mjög alvarlegir


mbl.is Ingibjörg vill kosningar í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er útideildin í Vg almenningur?

Það er alger misskilningur að almenningur eða þjóðin yfirleitt krefjist kosninga, þótt stjórnarandstæðingar láti hátt. Auðvitað eru margir þeirra sem fá byltingarfiðring og sovétbakflæði í kroppinn fylgjandi kosningum, svo líkindi séu til þess að hrun landsins verði enn meira en þegar er orðið. Þá geta þeir hinir sömu staðið yfir höfuðsvörðum lýðveldisins og föndrað við það að smíða nýtt.

Ekkert skil ég í því að forseti vor Ólafur Grímsson skuli ekki vera lagður upp í ferð sína um landið með "Nýja samfélagssáttmálann" í farteskinu, eins og hann boðaði i síðasta nýársávarpi sínu. Það verður líklega framlag hans til kosningabaráttu vinstri aflanna. Hvað dvelur orminn langa? Er velferð þjóðar ekki í húfi?

Þetta byltingartal skólamanna er hálfbarnalegt og bendir til þess að fílabeinsturnar fræðanna séu fullháir í augnablikinu.


mbl.is Íslendingum heitt í hamsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband