Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Hvað er uppbyggileg lausn?

Stundum tala stjórnmálamenn eins og véfrétt og slungið kann að vera að ráða í merkingu orða þeirra. Nú er það nýjasta að tala um uppbyggilega lausn á Icesave deilunni. Veit einhver hvað það þýðir? Ekki veit ég það, en held að það hafi eitthvað með það að gera að íslenskir skattgreiðendur borgi fyrir það fljótræði breskra og hollenskra stjórnmálamanna að greiða innistæðueigendum landa sinna tjónið sem þeir urðu fyrir er einkabankinn Landsbanki Íslands féll í trausti þess að hægt væri að senda reikninginn til Íslands. Sannleikurinn er sá að fall Landsbanka Íslands, þrátt fyrir nafnið, er bara alls ekkert á vegum Íslands og þess fólks sem greiðir skatta til íslenska ríkisins.

Breskir og hollenskir stjórnmálamenn verða bara að súpa seiðið af fljótfærni sinni. Ég og mín fjölskylda viljum ekkert hafa með það að gera að uppbyggileg lausn Icesave deilunnar felist í því að greiða skuldir óreiðumanna í útlöndum. Flest eigum við fullt í fangi með okkar eigin, eða er það ekki?


mbl.is Vilja finna uppbyggilega lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband