Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
11.1.2011 | 22:13
Hvernig á að orða spurninguna?
Hin heimskunna íslenska auðkona, Björk Guðmundsdóttir, fékk Norræna húsið lánað undir hugðarefni sitt, sem er að koma auðlindum landsins undir ráðstöfunarvald stjórnmálamanna. Í því ágæta húsi fékk fólk tækifæri til þess að syngja uppáhöldslögin sín ásamt því að skrá sig á vefsíðu, sem boðar ríkiseign á auðlindum í þeirri trú að þar með væru þær í almannaeign, eða þjóðareign, eins og gjarnan er um talað.
Eins og eðlilegt er má Jóhanna Sigurðardóttir, verkstjóri ríkisstjórarinnar, vart vatni halda af hrifningu yfir framtakinu, enda færir það stjórnmálmönnum áður óþekkt völd í þessu landi, ef svo illa tækist til að fólk yrði platað til þess að afhenda stjórnmálamönnum á silfurfati eignir sem ættu að vera í dreifðri eignaraðild almennings. Sumir stjórnmálamenn svífast einskis til þess að auka vald sitt og miðstjórnarvald ríkisins. En hvernig gæti þjóðaratkvæðagreiðala um eignarhald á orkuauðlindum og nýtingu þeirra farið fram? Hver ætti spurningin að vera, sem lögð yrði fyrir almenning? Ætti hún að hljóða svona: Vilt þú að auðlindir Íslands verði í almannaeigu, eða þjóðareign? Eða ætti hún að hljóða svona: Vilt þú að stjórnmálamenn í umboði ríkisins hafi algert ráðstöfunarvald á auðlindum Íslands, hvort sem þær eru á sjó eða landi? Eða ætti spurningin að hljóða einhvern veginn öðru vísi?
Eru stjórnmálmenn ekki orðnir svolítið frekir til valdsins í þessu landi? Og hættulegastir eru þeir sem bæði bera fyrir sig þjóðina og almenning og telja sig vera í sérstöku umboði hans. Það umboð á sér eðlilega takmörk, þótt sumir stjórnmálamenn vilji hafa það takmarkalaust.
Jóhanna fagnar undirskriftum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur