Leita í fréttum mbl.is

Má ég fara á nautaat?

Að sönnu er nautaat áhugaverð íþrótt, sem stendur djúpum rótum í menningu Spánverja og þeim löndum sem þeir hafa numið. Þegar keppnistímabilinu líkur (því þetta er að sönnu keppni á milli nauts og manns) á Spáni á haustin, halda nautabanarnir til Suður-Ameríku þar sem vorið er að ganga í garð. Nú vilja femínistar og aðrir kommúnistar og afleiður þeirra krefjast þess í nafni dýraverndar að nautaat verði aflagt, en síestan, verði þess í stað vernduð sem listform í þágu letingja, sem vilja geta lagt sig í bedda á vegum hins opinbera á götum úti. En síestan var ekki hönnuð fyrir letinga; hún er menningarfyrirbæri í heitu landi, tilkomin af praktískum ástæðum, og var aldrei listform. Nautaatið er hvort tveggja í senn, list og íþrótt, líkt og manntaflið. Er útlátamikið fyrir þá sem hafa skömm á nautaati og vilja ekki horfa á slíka menningaríþrótt, að láta staðar numið við andúðina, en láta átölulaust þótt aðrir horfi? Má ég ekki fara á nautaat, þótt þú viljir ekki fara?
mbl.is Vilja friða síðdegisblundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Þér finnst þetta vera íþrótt. Mér ekki.Þetta er slátrun.Ójafn leikur annar vopnaður hinn ekki.Hvað er menningarlegt við þetta?

Látum mennina fara í hringinn með rauða klæðið einungis.Þora þeir því þessir hetjudindlar? Sennilega ekki.

Þetta er einhver mesti viðbjóður sem til er. Hvernig fyndist þér að misþyrma manni svona?

Hamarinn, 15.3.2010 kl. 21:57

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það hefur kannski farið fram hjá þér Hamar góður (nafnlaus?) að íþróttin heitir nautaat en ekki mannat. Íþróttin gengur út á slátrun nautsins (þú verður að skilja leikinn). Þeir gætu alveg farið í hringinn með rauða klæðið eingöngu og þora, en leikurinn gengur ekki út á það. Þessi jöfnun þín á milli manns og nauts er fáránleg. Þó geri ég ekki flugu mein.

Gústaf Níelsson, 15.3.2010 kl. 22:26

3 Smámynd: Hamarinn

Þetta á ekkert skylt við íþróttir. Enga veit ég um íþrótt sem gengur út á að drepa eitthvað. Það er slátrun. Þetta er einhver mesti og AUMASTI viðbjóður sem til er og ætti að banna með lögum.

Er ekki nafnlaus, ef þú nennir ekki að gá að nafni mínu, þá villt þú ekki vita það.

Slátrun á að fara fram í sláturhúsum.

Hamarinn, 15.3.2010 kl. 22:52

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hamarinn er að misskilja tilgang nautaatsins. Nautaat er ekki eitthvað billegt eftirmiðdagsgaman; poppkorn og kók. Nautaat er dauðans alvara. Það byggir á einni af frumhvötum mannsins, þ.e. óttanum við dauðann, þörfinni til að umbera eigin dauðleika. Harmleikir Grikkja til forna þjónuðu þessari sömu þörf..

Tilfinningarnar sem nautaat kalla fram eru hátíðleiki í bland við ótta í nærveru óumræðanlegrar fegurðar. Hver einasta hreyfing nautabanans er úthugsuð en frumkrafturinn sem nautið býr yfir er hið óútreiknanlega. Nautið er hin hlið fegurðarinnar; fegurðin sem leiðir til dauða. Samskonar fegurð og Rainer Maria Rilke fjallar um í Dúínó tregaljóðum sínum:

"Því hin fagra ásýnd er aðeins/ upphaf skelfilegs sem við þess vegna þolum/ og dáum svo mjög að það álengdar lætur það ógert/ að tortíma okkur". (þýð. Kr. Árnason)

Nútíma Evrópumenn eru ekki tilbúnir til að horfast í augu við dauðann. Læknavísindin og líkamsræktin eiga að sjá um að halda í okkur lífi út í það óendanlega. Dauðinn hefur verið gerður brottrækur úr samfélagi manna. Í dag getur Evrópa ekki lengur haldið úti herjum til að verja sig því enginn er tilbúinn til að fórna lífi sínu fyrir föðurlandið og enginn málsstaður réttlætir fórnina.

Verst er að það eru bara ekki allir jafn "þroskaðir" og við.

Ragnhildur Kolka, 15.3.2010 kl. 23:46

5 Smámynd: Hamarinn

Hvers konar andskotans bull er í þér Ragnhildur.

Þetta er leikur kattarins að músinni. Þetta er VIÐBJÓÐSLEG slátrun sem steingeldir aumingjar horfa á.

Þvílíkur viðbjóður. Hvað er fagurt við að PÍNA saklaust dýr og láta það þjást. Hefur dýrið gert eitthvað af sér?

Fyrr lægi ég DAUÐUR en að fara að horfa á svona VIÐBJÓÐ.

Hamarinn, 16.3.2010 kl. 00:08

6 Smámynd: Hamarinn

Finnst þér bara hinn eðlilegasti hluti að fara svona með lifandi skepnu Ragnhildur?

Hamarinn, 16.3.2010 kl. 00:09

7 identicon

Ragnhildur og Gústaf, þið eruð alveg að gleyma ykkur. Menningararfur Spánverja skiptir hér engu máli, heldur snýst þetta um viðunandi meðferð dýra. Finnst ykkur kannski hvað sem er vera réttlætanlegt svo lengi sem það er gert í þágu menningar? Í mörgum löndum Afríku er umskurður stúlkna mjög sterkur þáttur í menningunni - þið hljótið þá að vera fylgjandi honum eða hvað? Hundaat er líka hluti af menningu margra landa, t.d. í Suður-Ameríku. Ef hundarnir drepast ekki í fyrstu atrennu eru þeir látnir berjast aftur og aftur, missa augu og eyru, fá sýkingar o.s.frv. þar til þeir drepast eða verða ónothæfir (og þá er þeim lógað). Þetta er menning - flott, ekki satt? Ég geri ráð fyrir að þið séuð fylgjandi þessu líka.

Hluti af almennum mannúðarsjónarmiðum og dýraverndunarlögum (í þeim löndum sem hafa slík lög) ganga út á það að slátrun dýra skuli alltaf far fram með sem skjótustum og sársaukalausum hætti og framast er unnt. Finnst ykkur þessum atriðum vera fullnægt í nautaati?

Hvar ætlið þið að draga mörkin? Hvenær er í lagi að leggja siðferðisleg gildi til hliðar svo við getum nú stutt við menninguna?

Mitt svar er aldrei. Ég vona svo sannarlega að ég verði aldrei svo blind að mér finnist í lagi hunsa gildi mannúðar til þess eins að heiðra einhvers konar hefð...

Lena (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 02:34

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú átt að berjast við íslenzku nautin, þessi á Alþingi og í vissum ráðuneytum (jafnvel yfir-ráðuneytanaut), Gústaf minn góður, ekki spandera orku þinni í annað.

Svo er þetta góður félagsskapur fyrir menn eins og þig og raunar megnið af sönnum Íslendingum: Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave.

Jón Valur Jensson, 16.3.2010 kl. 03:04

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Annars er þetta hreint magnaður texti frá henni Ragnhildi, skáldlegt innsæið og skörp sýnin. Það er allir vel sæmdir að henni sem bloggvin.

Jón Valur Jensson, 16.3.2010 kl. 03:10

10 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Jújú, Ragnhildur kemst þokkalega að orði, en ég get ekki tekið undir með henni. Aftur á móti segir Lena allt sem ég hefði viljað segja. Nautaat er ekki annað en grimmd og m.a.s. dýraverndandi Spánverjar sjá ekkert fagurt við þennan ógeðfellda arf sem þeir vilja útrýma. Flott tillaga hjá þeim með síestuna og kemur ráðamönnum vonandi í opna skjöldu.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 16.3.2010 kl. 10:35

11 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ragnhildur segir í reynd allt sem segja þarf um þessa vitlausu banntillögu kommúnista í gervi dýraverndunarsinna. Væri þetta mál ekki alveg dragupplagt til að leggja fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu á Spáni? Spurningin er einföld: Á að banna nautaat á Spáni með lögum? Já eða nei. Sjálfur er ég ekki í neinum vafa um niðurstöðuna.

Gústaf Níelsson, 16.3.2010 kl. 11:24

12 Smámynd: Hamarinn

Enda ert þú hlynntur þessum viðbjóði, að níðast á saklausum dýrum. Þetta lýsir þér nákvæmlega hvern mann þú hefur að geyma.

Þó að þetta hafi verið gert á árum áður þegar villimennskan var sem verst, þá hljóta allir HUGSANDI menn að sjá hvers lags viðbjóður og AUMINGJASKAPUR þetta er.

VILLT ÞÚ SJÁLFUR EIGA VON UM SVONA KVALARFULLAN DAUÐDAGa?

Ekki óska ég þér þess.

Hamarinn, 16.3.2010 kl. 11:38

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég tek fram, að ég hef ekki goldi nautaati atkvæði mitt ennþá.

En sannarlega greiði ég atkvæði gegn femínískri síestu á Íslandi!

Okkur ber að halda við okkar vinnusiðferði; ekkert grískt hangs hér!

Jón Valur Jensson, 16.3.2010 kl. 12:14

14 identicon

Sammála síðasta ræðumanni, vel sagt. Myndi aldrei vilja vera vitni að nautaati og styð ekki svona óþarfa grimmd gegn dýrum.

Svava Hlín Hilmarsdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 14:01

15 identicon

Ég átti að sjálfsögðu við Lenu..

Svava Hlín Hilmarsdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 14:06

16 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hamarinn getur frussað að vild, en dauðinn fylgir okkur öllum. Við getum valið hvort við tökum á móti honum með opin augu og sæmd eða hvort við skríðum undir feldinn og látum misvitra stjórnmálamenn banna hann.

Hver skyldi nú hafa betur í þeirri viðureign?

Ragnhildur Kolka, 16.3.2010 kl. 18:10

17 Smámynd: Hamarinn

Ragnhildur.

Finst þér nautaat vera íþrótt?

Vilt þú deyja eins og naut í nautaati?

Svaraðu nú.

Hamarinn, 16.3.2010 kl. 18:31

18 Smámynd: Hamarinn

Þetta er mesti viðbjóður sem til er, og ég skil ekki af hverju ESB er ekki búið að banna þetta eins og ýmislegt annað.

Niðurlæging fyrir´saklaust dýrið, sem mannkvikindi skemmta sér yfir. Það eru bara AUMINGJAR sem horfa á svona hrylling og samþykkja hann.

Þetta kemur dauðanum raunar ekkert við, nema að þarna er verið að misþyrma dýri þar til það deyr.

Hamarinn, 16.3.2010 kl. 18:34

19 Smámynd: Kama Sutra

Nautunum líður sjálfsagt miklu betur - vitandi að þessi pyntingarathöfn telst vera "menningarlegt listform" - á meðan verið er að kvelja úr þeim líftóruna, hægt og bítandi.

Viðbjóður.

Kama Sutra, 16.3.2010 kl. 18:39

20 Smámynd: Hamarinn

Mannkvikindið sem fer í nautaatshringinn hefur val um það hvort hann vilji taka þátt í þessum viðbjóði.

En hvaða val hefur nautið?

Hamarinn, 16.3.2010 kl. 18:43

21 identicon

Mér finnst Lena koma inní umræðuna með vel framsett og vel ígrundað innlegg.

Hún ávarpar bæði þig Gústaf og eins þig Ragnhildur!

Mér þætti gaman að sjá ykkur svara henni málefnalega ef þið sæjuð ykkur það fært.

Mér persónulega finnst nautaat vera hreint og klárt dýraníð.

En ég bíð spenntur eftir að heyra svör ykkar við spurningum Lenu.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 20:17

22 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þú Eggert minn og Hamarinn eruð eins og hverjar aðrar kellingar, aðframkomnar af andnauð vegna illsku heimsins. Skoðun ykkar á nautaati er aðeins sjónarmið, sem þið getið haft, en óþarft er að leiða það í lög. Hundaat, hanaat og hestaat, er af öðrum toga en nautaatið. Þar er dýrum att saman í ógeðfelldum og óspennandi leik. Í nautaatinu takast þau á nautið og maðurinn og má ekkert út af bregða, þá fellur nautabaninn og ófáir hafa fallið.

Og ekkert skil ég í því að Lena skuli kalla fáfræði og ómenningu, eins og umskurð kvenna, menningu. Samanburður af þessu tagi er auðvitað út í bláinn.

Gústaf Níelsson, 16.3.2010 kl. 21:44

23 identicon

Veistu það Gústaf minn.
Sumar kellingar sýna meiri manndóm og reisn en margur karlpeningurinn. Ekki leitt að líkjast þeim.

Annars ertu komin í skemmtilega mótsögn við sjálfan hvað varðar samlíkinguna á nauta- og hanaati etc.
Er það ógeðfellt og óspennandi en nautaatið ekki!!!
Hvað er geðfellt við það að maður sé að leika sér að því að kvelja skepnu sjálfum sér til skemmtunar og dægrastyttingar og ekki reyna einu sinni að réttlæta það sem menningu fremur en umskurðarviðbjóðinn því samanburðurinn hjá Lenu er fullgildur í því samhengi.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 22:31

24 Smámynd: Hamarinn

Misþyrmingar á dýrum, sama hvaða nafni þær nefnast eru viðurstyggð.

Gústaf, karlmenni.

Hvaða val hefur nautið um að fara eða fara ekki í nautaatið?Getur þú svarað því?

Hamarinn, 16.3.2010 kl. 22:48

25 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Eigum við að vera að dæma um menningararf annarra þjóða? Eigum við ekki að láta Spánverja um þetta? Ég hef sjálfur ekki myndað mér skoðun á þessu en eiga ekki sömu rök við hvalveiðar okkar Íslendinga. Miskunnalaus dráp á spendýri sem deyr hægum og kvalafullum dauðdaga? Horfum okkur nær.

Guðmundur St Ragnarsson, 17.3.2010 kl. 00:12

26 Smámynd: Hamarinn

Eru hvalveiðar stundaðar sem skemmtun?Þær eru reyndar sama ógeðið, nema það er ekki gert með þúsundir áhorfenda sem skemmta sér við kvalarfullan dauða dýrsins.

Reyndar skil ég ekki þessa samlíkingu. Getum við þá ekki líka farið út í hreyndýra og fuglaveiðar?

Hamarinn, 17.3.2010 kl. 00:33

27 Smámynd: Hamarinn

Guðmundur.

Það er ekkert verið að dæma einhvern menningararf. Það er verið að dæma hér misþyrmingar á saklausum dýrum. Það á ekkert skylt við menningu.

Hamarinn, 17.3.2010 kl. 00:35

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hamar, vilt þú deyja sjálfur sem naut til að fara á pönnuna ...? Eða er það kannski þitt val að láta nautin eitt af öðru deyja til þess að þau komist á pönnuna, svo að þú getir satt þig á hamborgurum? Segðu mér: Felst yfirburðasiðferði þitt í því?

Jón Valur Jensson, 17.3.2010 kl. 00:59

29 Smámynd: Hamarinn

Jón

Ég get ekki dáið sem naut.

Hvað ert þú að rugla. Ég er að gagnrýna illa meðferð á dýrum.

Hvaða útúrsnúningar eru þetta hjá þér herra

Hamarinn, 17.3.2010 kl. 01:14

30 Smámynd: Hamarinn

Ég vil heldur ekki hljóta svona dauðdag sem nautin þurfa að þola í þessu nautaati.

Hamarinn, 17.3.2010 kl. 01:15

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hamar, þú spurðir sjálfur Ragnhildi kl. 18:31, hvort hún vildi deyja eins og naut í nautaati. Ég spyr þig: Vilt þú deyja eins og naut í sláturhúsi? Eða finnst þér allt í lagi að láta ófá naut deyja þar, svo að þú fáir þína hamborgara? Eða ertu kannski nýhættur að borða hamborgara?

Jón Valur Jensson, 17.3.2010 kl. 02:08

32 Smámynd: Hamarinn

Ég ét kjöt. Ef ég fengi einhverju ráðið um minn dauða, þá væri ekki slæmt að það tæki svo fljótt af sem að slátrun í sláturhúsi er.

En að sjálfsögðu misskilur þú spurninguna. Ég á við það, hvort hún vilji fá jafn KVALARFULLAN dauða og nautin í nautaatinu.

Það er mikill munur á dauða dýra í sláturhúsi, heldur en pintingardauða  nauta í nautaatinu, það hlýtur þú að vita Jón Valur.

Vilt þú að þinn dauðdagi verði jafn kvalarfullur og nautanna í nautaatinu?

Hamarinn, 17.3.2010 kl. 02:23

33 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, ég er ekkert að óska eftir neinni kvöl þessara nauta.

En ertu viss um, að þau kveljist frekar þarna en í sláturhúsinu?

Éturðu bara hamborgara af deyfðum nautum? – ég bara spyr.

Jón Valur Jensson, 17.3.2010 kl. 02:32

34 Smámynd: Hamarinn

Hættu nú þessum útúrsnúningum Jón Valur.

Þú veist það jafnvel og ég að í nautaatinu, eru þau margstungin með einhverskonar spjótum, hlaupa um með þau í skrokknum, þar til mannkvikindinu sem pínir þau dettur í hug að aflífa greyið loksins með sverðstungu. (þvílík hetja)

En í sláturhúsum tekur þetta af eins fljótt og hægt er.Þetta er ekkert sambærilegt.

Hamarinn, 17.3.2010 kl. 09:22

35 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nautabaninn leggur þó líf sitt í hættu – ekki sá, sem étur sinn hamborgara!

Og varla er auðvelt að drepa naut sársaukalaust án deyfingar.

En þú hefur sem sé ekki gengið úr skugga um það, skilst mér!

Jón Valur Jensson, 17.3.2010 kl. 10:44

36 Smámynd: Hamarinn

Jón.

Hvaða val hefur nautið í nautaatinu?

Eru nautin ekki skotinn í hausinn í sláturhúsunum?

Eigum við kanski að fara að ræða slátrun á kjúklingum?

Hamarinn, 17.3.2010 kl. 11:03

37 identicon

Máttu vera dýraníðingur ef þú leggur líf þitt í hættu við athæfið Jón Valur!!! Þvílík endemis helv.. hundalógík. Varstu lengi að hugsa áður en þú skrifaðir þetta.
Og almennt eru mjög strangar reglur um slátrun/aflífanir á dýrum hér á vesturlöndum.
Þarf að fræða þig um það eitthvað frekar?

Annars kemur þetta hamborgarakjaftæði í þér umræðunni ekkert við!

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 12:00

38 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég var hvergi að tala um, að ég mætti vera "dýraníðingur" (er það nú orðbragð!). Ég tók það sérstaklega fram, að ennþá hefði ég ekki goldið nautaati atkvæði mitt. En Eggert er svo æstur, að mig grunar að hann éti hamborgara annað veifið.

"Hvaða val hefur nautið í nautaatinu?" spyr Hamarinn. – Hvaða val hefur nautið í sláturhúsinu? – Jú, Hamar, sennilega er það rétt hjá þér, að nautin séu skotin í hausinn við slátrun. Telurðu sennilegt, að skotið sé sársaukalaust? Og áttu ekki eftir að svara mér (og Eggert með): Éturðu bara hamborgara af deyfðum eða svæfðum nautum? Ef ekki, eruð þið þá ekki meðsekir um skotið?

Er kannski hamborgaraætan hetjan, meðan nautabaninn er það alls ekki?

Annars er ég ekki með neina hetjudýrkun á þessu sviði.

Jón Valur Jensson, 17.3.2010 kl. 13:23

39 identicon

Einstaka sinnum snæðir maður hamborgara en hvaða meinloka er þetta hjá þér með þessa blessuðu hamborgara. Og hver verður hetja við hamborgaraát?
Það fylgir lífinu að fólk verður að neyta einhverrar fæðu ef það ætlar að lifa. Það ætti ekki að vefjast fyrir þér. Hvort sem það er nautakjöt eða annað kjöt þá er það í góðu lagi svo lengi sem dýrin eru alin upp við eðlilega aðstæður og aflífuð á eðlilegan og sársaukalausan hátt.
Þannig að enn og aftur. Hvaða helv... orðhengilskjaftæði er þetta um einhverja meðsekt varðandi skot í haus. Hvernig tengist það skipulögðum pyntungum á nautgripum eins og nautaatið klárlega er.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 13:42

40 Smámynd: Jón Valur Jensson

En eru nautin og lömbin, sem við borðum, aflífuð á sársaukalausan hátt, Eggert? Þú skalt hugleiða það, á meðan ég hugleiði hitt frá þér, hvort nautaat feli í sér skipulagðar pyntingar. Ég sé þó, að þetta er sterk röksemd frá þér, og breytir þar engu um, að tilgangurinn kunni að vera einhver allt annar.

Jón Valur Jensson, 17.3.2010 kl. 14:21

41 identicon

Þetta er forneskja og viðbjóður.....dýrin hafa tilfinningar eins og við hin! Punktur.

Margrét Sig (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 16:07

42 identicon

Sportveiðar eru veiðar þar sem menn fara og skjóta dýr sér til skemmtunar og stoppa þau síðan upp, ég sé ekki muninn á því og nautaati. Sumum finnst gaman að drepa dýr, sumir eru á móti því. Svona er heimurinn skrítinn.

Bjöggi (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 16:10

43 identicon

Dýr hafa ekki tilfinningar eins og maðurinn, þau hafa kannski eitthverskonar tilfinningar en þær eru ekki eins og hjá okkur mönnunum.

Bjöggi (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 16:11

44 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það er augljóst af öllu að hið frjálsa, opna og umburðarlynda þjóðfélag sem við flest vilja byggja, á undir högg að sækja. Allt of margir gera þá kröfu að það sem þeim mislíkar eða er þeim ekki að skapi skuli bannað með lögum. Með sama áframhaldi munum við byggja undanþáguþjóðfélagið, þar sem allt verður bannað, nema að yfirvöldin leyfi með undanþágu frá lögum og reglum.

Gústaf Níelsson, 17.3.2010 kl. 17:10

45 Smámynd: Hamarinn

Það á ekki að þurfa að setja lög sem banna misþyrmingar á dýrum.Mennirnir eiga að sjá það sjálfir að svoleiðis viðbjóður á ekki rétt á sér, ef þeir sjá það ekki þá er eitthvað verulega mikið að hjá þeim.

Hvernig fór fyrir hinu FRJÁLSA, opna og umburðarlynda þjóðfélagi sem okkur var sagt að væri hér? Er það ekki rústir einar núna?

Sportveiðar (svokallaðar) eru bölvaður viðbjóður líka.

Bjöggi, Hvað veist þú um það hvort dýrin hafi tilfinningar. Hefur þú ekki séð kýr með nýborinn kálf. Eru engar tilfinningar þar?

Hamarinn, 17.3.2010 kl. 18:04

46 Smámynd: Gústaf Níelsson

Jæja Hamar góður. Þér hefur ekkert hugkvæmst að leita til læknis með vanda þinn, sem er öllum augljóst sem lesa nöldrið og endaskiptaviðhorf þín hér. Ég held að þú botnir hvorki í sjálfum þér, né því samfélagi, sem þú lifir í. Veistu að bæði hér á landi og á Spáni eru í gildi dýraverndunarlög, sem banna illa meðferð á dýrum. Málið er bara það að viðhorf þín og Spánverja um dýravernd fara ekki saman.

Gústaf Níelsson, 17.3.2010 kl. 18:33

47 Smámynd: Hamarinn

Getur þú bent mér á góðan lækni?

Það eru nú ekki allir spánverjar sem aðhyllast pintingar á dýrum eins og þú FÁRSJÚKUR maðurinn.

Spánverjar hafa sumir greinilega gaman af því að misþyrma dýrum sér til skemmtunar, og þú einnig. Það lýsir hugarástandi þínu og þeirra sem það aðhyllast. Þið eruð FÁRSJÚKIR.

Hamarinn, 17.3.2010 kl. 19:04

48 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þvílíkt endemis rugl er þetta. Það mætti ætla að þessir yfirlýstu dýravinir sem æsa sig sem mest séu ólæsir. Hvergi hef ég sagt að nautaat sé íþrótt eða skemmtun, þvert á móti gerði ég grein fyrir fyrirbærinu sem hluta menningararfs. Spánverjar vita hvað í athöfnin felst. Það eru aðeins slettirekur sem líta á nautaat sem VIÐBJÓÐSLEGT stundargaman eins og Hamarinn virðist hafa neglt sig á.

Nautaat er athöfn, það má jafnvel segja að það sé helgiathöfn. Áhorfandinn vottar bæði nauti og nautabana virðingu sína. Sýni nautið hugrekki eða takist því að koma höggi á andstæðinginn hylla áhorfendur nautið og gefa því líf. Og það eru áhorfendur sem dæma frammistöðu nautabanans. Standi hann sig vel uppsker hann hylli áhorfenda, en standi hann sig illa eða klúðri hann málum er hann púaður niður. 

Það er ekki auðvelt að ákveða fyrstu ferð á nautaat, en það er ein leið til að skilja hvað mótar þjóð. Spánn hefu verið suðupottur ólíkra þjóða og trúarbragða sem skilið hafa eftir sig spor. Spánverjar voru stríðsherrar og Spánn var nýlenduveldi.

Í dag sendir Spánn flota sína til að ryksuga fiskislóðir annarra þjóða. Það er eins gott að gera sér grein fyrir hverjum við stöndum andspænis skyldi svo fara að Samfylkingunni takist að þjösna okkur inn í Evrópusambandið. 

Við eigum ekki að vera með afskipti af því hvernig aðrir haga sínum málum. Fyrir mörgum árum bauðst févana íslenskum bændum að selja hrúta sína á góðu verði til Sádi Arabíu. Þar stóð til að þeim yrði slátrað. Þegar bændur komust að því í hverju halal-slátrun felst höfnuðu þeir kostaboðinu og sendu hrútana í sláturhús í sinni sveit.

Engin tilraun var gerð af hálfu bænda til að breyta trúarvenjum múslima né veit ég ekki til að íslenskir DÝRAVINIR hafi tekið upp þann fána síðan.

Ragnhildur Kolka, 17.3.2010 kl. 19:04

49 Smámynd: Hamarinn

Ég er ekki að reyna að breyta venjum spánverja í þessum málum, en ég hlýt að meiga lýsa því yfir að þetta sé viðbjóðsleg misþyrming á dýrum, sem menn stunda sér til skemmtunar. Ef þetta væri ekki skemmtun í þeirra augum þá myndu þeir ekki mæta á atið.Þvílík helgiathöfn að misþyrma dýri. Þetta er sjúkt.

Gústaf. Hver er vandi manns sem lýsir yfir því að nautaat sé viðbjóðsleg misþyrming á dýrum?

Að mínu mati er það sjúkur maður sem getur farið og horft á þennan viðbjóð og skemmt sér við það.Það fólk ætti að leita sér hjálpar.

Hamarinn, 17.3.2010 kl. 19:17

50 Smámynd: Hamarinn

Ef nautið fellir manninn, er því þá leyft að djöflast á honum eins og það vill???????????????  Varla er það????

Hamarinn, 17.3.2010 kl. 19:22

51 identicon

Hluti menningararfs Ragnhildur Kolka.
Athöfn.
Helgiathöfn.
Ekki vantar réttlætingarnar fyrir því sem er í sjálfu sér ekkert annað en skemmtun fyrir áhorfendur. Þetta tíðkaðist t.a.m. á tímu Rómverja þegar menn og skepnur voru látin berjast í hringleikahúsinu fólki til skemmtunar. 

Vissulega má kalla eitt og annað menningararf bæði varðandi meðferð á skepnum, börnum og kvenfólki svo á eitthvað sé minnst.
En illa meðferð og misþyrmingu af hvaða tagi sem er er ekki hægt að réttlæta sem menningararfi og láta sem ekkert sé.

Eða finnst þér Ragnhildur Kolka að maður eigi bara að láta sem ekkert sé ef hægt að að réttlæta einhvern óþverran sem menningararf?

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 19:46

52 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Eru þeir sem hér eru á móti nautaati t.d. líka á móti hvalveiðum okkar Íslendinga? Þar höfum við tekið þá afstöðu að hvalveiðar sé okkar réttur - jafnvel hluti menningararfs okkar. Ég veit að hvalveiðtar eru ekki skemmtun en Spánverjar líta á nautaat sem meira en skemmtun. Margir skilgreina nautaat sem list hvort sem Hamrinum líkar betur eða verr. Margar aðrar þjóðir líta ekki þannig á heldur telja okkur kaldrifjaða slátrara fallegra spendýra. Aftur: Ég er ekki að taka afstöðu með eða móti nautaati en tel vafasamt að við eigum að setja okkur í dómarasæti gagnvart aldagamalli hefð í öðru landi, jafnvel þótt þar sé viðhaft athæfi sem okkur er á móti skapi.

Guðmundur St Ragnarsson, 17.3.2010 kl. 19:51

53 Smámynd: Hamarinn

Ég leyfi mér að lýsa skoðun minni á þessum viðbjóði.Sama hvað þér finnst Guðmundur.

Hamarinn, 17.3.2010 kl. 19:54

54 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þú misskilur mig Hamar. Hef ekkert á móti skoðun þinni. Þín skoðun mun samt ekki breyta menningu heillar þjóðar.

Guðmundur St Ragnarsson, 17.3.2010 kl. 20:05

55 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þú ert að verða eins og hvet annað skemmtiatriði hér á athugasemdasíðunni Hamar minn góður. Og ekki nóg með það að þú sést eins og kelling í andnauð yfir illsku heimsins, eins og ég hef nefnt áður, heldur ertu hálfmannýg pempía. Og ég sem hélt að bara nautin væru mannýg. Þú myndir kannski gauka því að þingmanninum þínum að flytja frumvarp á alþingi um bann við nautaati á Íslandi. Það væri kannski hægt að flétta það saman við bannið á næturklúbbum og nektardansi, þeirri hættulegu iðju gæsikvenna, sem eru náttúrulega í sömu fórnarlambsstöðu og nautið.

Gústaf Níelsson, 17.3.2010 kl. 20:30

56 identicon

Ég fór einu sinni á nautaat en sá ekki neitt.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 21:19

57 Smámynd: Hamarinn

Það er alltaf gaman að geta skemmt sjúkum mönnum. Það léttir þeim tilveruna aðeins.

Guðmundur þú misskilur. Hvernig dettur þér í hug að ég ætli að breyta níðingsskap þjóðar á dýrum? Þó ég sé eitthvað skrýtinn, þá dettur mér ekki í hug að ég geti það, þó feginn vildi.

Hamarinn, 17.3.2010 kl. 21:27

58 Smámynd: Hamarinn

Gústaf.

til hvers á að banna þennan níðingsskap gagnvart dýrum á Íslandi?

Það dettur sennilega engum í hug hér nema þér sjúkum manninum að stunda svona soraiðju.

Hamarinn, 17.3.2010 kl. 21:29

59 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvaðan kemur þessi hugmynd, að nautaat sé "skemmtiatriði"? Eru menn ekki fremur að horfa á eitthvað afar realistískt og harmrænt, tákn upp á baráttu lífsins og eitthvað sem getur vakið sanna kennd um dýrmæti þess? Fara menn ekki á marga staði til að sjá fegurð, tign, helgidóm, hrikaleika landslags jökla og eyðisanda, hlusta á magnað tónverk o.s.frv. án þess að þeim stökkvi bros, en samt ríkir að reynslu og áhrifum á eftir?

Svo verð ég – eftir að hafa þakkað Ragnhildi enn einu sinni upplýsandi texta frá henni – að auka við eitt svar mitt hér ofar (og hafði fengið þá hugmynd áðan við endurlestur, en þó áður en ég las orð Ragnhildar sem minna á það sama):

"Hvaða val hefur nautið í nautaatinu?" spyr Hamarinn. – Valið á því að berjast við nautabanann á vígvelli, jafnvel hafa hann undir í keppni þar sem aðstaða þeirra var jöfn og nautið fær að njóta þess. – Hvaða val hefur nautið í sláturhúsinu?" – o.s.frv.

Jón Valur Jensson, 18.3.2010 kl. 05:23

60 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er það er ekki dagljóst, að í sláturhúsinu er nautið EKKI á þessum sama "jafnstöðugrundvelli" eins og á nautaatsvellinum?

Jón Valur Jensson, 18.3.2010 kl. 05:26

61 Smámynd: Jón Magnússon

Ég verð að lýsa aðdáun á fyrstu færslu Ragnhildar Kolka í þessari athugasemdahrinu. Hún kemst í stuttri kjarnyrtri athugasemd að kjarna málsins. Réttrúnaðarhópurinn sem mælir með fjölmenningu á Íslandi hefur iðulega ekki umburðarlyndi fyrir fjölmenningu sumra í sínu eigin landi eins og þeirri sem þú gerir hér að umtalsefni kæri vinur.

Jón Magnússon, 18.3.2010 kl. 11:23

62 Smámynd: Hamarinn

Er það menning að pynta og Drepa dýr?

Eins og oft áður lendir Jón Valur á villigötum. Slátrun í sláturhúsi tekur fljótt af, en nautaat er pynting sem tekur mun lengri tíma, dýrið hleypur um allt alblóðugt og sárkvalið .

Ef það er menning að pynta dýr til dauða, þá ber að leggja menningu niður strax.

Jón . Hvað gerist þegar naut fellir níðinginn? Getur þú upplýst okkur um það? Fær dýrið að drepa níðing sinn í ró og næði?

Það sem ég á við þegar ég segi. Hvaða val hefur nautið. Er það að nautið er ekki spurt að því hvort það vilji taka þátt, en níðingurinn hefur val um það. Um það snýst málið.

Er aðstaða nauts og níðings jöfn? Hvernig þá? Níðingurinn er vopnaður ekki nautið.Hvernig getur það verið jafn leikur?

Svaraðu nú Jón Valur.

Hamarinn, 18.3.2010 kl. 11:41

63 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Hvað með að veiða fisk á öngul, eða í net, sér til skemmtunar...

Haraldur Rafn Ingvason, 18.3.2010 kl. 12:19

64 identicon

Maður á bara að vera góður við dýrin. Málið dautt.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 16:32

65 identicon

Hamar, ég tala ekki um að dýr hafi ekki tilfinningar, ég tala um að þær séu ekki eins og hjá okkur mönnunum. Fékk nýjasta blað lifandi vísinda inn um bréfalúguna í dag. Þar er einmitt verið að tala um að sum dýr upplifa líklega einhverskonar tilfinningar, geta sýnt umhyggju og sum dýr velja sér maka ævilangt og sýna mökum sýnum umhyggju, það er samt ólíklegt að þau finni fyrir ást eins og maðurinn gerir.

Við erum tilfinningalega þróaðri en dýrin, það er staðreynd.

Og auðvitað á að koma vel fram við dýr, sérstaklega ef þau eru sæt. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 18:33

66 identicon

Grefill hittir á kjarna málsins. "Maður á bara að vera góður við dýrin. Málið dautt". Og ég leyfi mér að bæta við, "Maður á bara að vera góður við allt og alla. Málið dautt".

Mér finnst þetta vera ógeðfelld íþrótt, þótt þetta sé einhver þjóðararfur. Það að drepa dýr til að sýna lotningu gagnvart dauðanum er bara bull, það er alveg hægt að virða hann án þess að drepa eitthvað.

Menn eiga frekar að virða lífið og leyfa öllum og öllu að lifa sem það geta.

Annars er þetta viðhorf sem höfundur þessarar síðu hefur, því miður, alltof algengt að mínu mati.

Björn R (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 19:34

67 Smámynd: hilmar  jónsson

Það var þá umræðuefnið,,,,

hilmar jónsson, 18.3.2010 kl. 21:18

68 identicon

Í hvaða trúflokki er Ragnhildur ?

núll (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 20:15

69 Smámynd: Gústaf Níelsson

Hvað heldur þú, ágæta núll?

Gústaf Níelsson, 23.3.2010 kl. 23:05

70 Smámynd: Hamarinn

Bendi þér á frétt á mbl í dag um mótmæli SPÁNVERJA við nautaatinu. Þeir kalla það dýraníð.

Hamarinn, 29.3.2010 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband