13.9.2010 | 14:45
Kristalsnótt vinstri manna í aðsígi?
Stundum freistast menn, sem fara með pólitísk völd til þess að misnota þau og fara illa með þau. Neita að fylgja skráðum og óskráðum reglum mannlegs samfélags í því skyni að ná sér niðri á pólitískum andstæðingum sínum. Í þann fúla pytt er Vg að falla núna með fulltingi Samfylkingarinnar. Öllu hugsandi og velmeinandi fólki er ljóst að landsdómur er arfur fortíðar og ekki nothæfur til þess að koma lögum yfir þá valdsmenn sem misfara með vald eða eru taldir hafa tekið rangar ákvarðanir, sem skaða það samfélag sem þeim var trúað fyrir að stjórna í lýðræðislegum kosningum.
Allir þeir sem sátu í svokallaðri "Hrunstjórn" (þ.e. þeir sem komu að hinum raunverulegu ákvörðunum) hafa axlað pólitíska ábyrgð og horfið af vettvangi, nema Össur og Jóhanna. Nú gala þessir tveir hanar hæst á pólitíska skítahaugnum, ásamt Atla Gíslasyni og Lilju Mósesdóttur og telja sig þess umkomin að kveða upp pólitíska dauðadóma yfir mönnum og málefnum.
Fróðlegt verður að fylgjast með því hvernig hin pólitíska hefnd verður útfærð af meirihluta Alþingis. Ég giska á að Geir H. Haarde og Árna Matt. verði stefnt fyrir landsdóminn (ef ekki dregnir þangað, svo notað sé vinsælt orðalag), sem er í reynd ekkert annað en galdrabrennudómstóll. Verði það ekki gert er hefndin ekki nógu sæt og sanniði til - þetta mun nást samstaða um hjá ríkisstjórnarflokkunum.
Svona tækifæri láta menn sér ekki úr greip ganga
![]() |
Telur ákæru standast mannréttindareglur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:56 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
-
jonvalurjensson
-
axelaxelsson
-
baldher
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
gattin
-
baenamaer
-
carlgranz
-
egill
-
frjalshyggjufelagid
-
gesturgudjonsson
-
gudni-is
-
duna54
-
zeriaph
-
halldorjonsson
-
hannesgi
-
blekpenni
-
hildurhelgas
-
astromix
-
enoch
-
johannst
-
jonmagnusson
-
kolbrunerin
-
credo
-
krist
-
magnusthor
-
martagudjonsdottir
-
ragnhildurkolka
-
fullvalda
-
fullveldi
-
siggileelewis
-
valdimarjohannesson
-
vey
-
thjodarheidur
Athugasemdir
Heill og sæll Gústaf; æfinlega !
Jú; íslenzkir stjórnmálamenn, eru þeir, sem einna helzt hafa leikið land og lýð og fénað allan, afar grátt, og sér því miður ekki enn, fyrir enda á.
Undir harðýðginnar dómstól; mætti einnig færa : Davíð Oddsson - Jón Baldvin Hannibalsson - Halldór Ásgrímsson - Valgerði Sverris dóttur - Steingrím J. Sigfússon og Svavar Gestsson, svo allrar sanngirni yrði gætt, fornvinur góður.
Far þú svo; að afhjúpast flokks klæðunum Gústaf minn, og sjá;; þér mun líða mun betur, ekki sízt í ljósi þess, að þá sérð þú, hversu hrakmenni hinna 4ra glæpa flokka, hafa leikið okkur grátt, og tekur 1400 - 1500 ár hið minnsta, að hreinsa almennilega upp, sora þeirra allra, í íslenzku samfélagi.
Síðan; ættu þjóðfrelsissinnar allir, að sameinast um, að banna starfsemi glæpa flokkanna, ALGJÖRLEGA (B - D - S og V lista) !
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem jafnan /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 15:56
Er þá ekki rétt Óskar Helgi að við förum að gera upp sakirnar við Gissur jarl?
Gústaf Níelsson, 13.9.2010 kl. 16:25
Heill; á ný, Gústaf !
Jah; til er ég. En; veist þú, um nógu góðan miðil, sem gæti orðið okkur, til halds og trausts, með þá samfundi ?
Svona; án gamans. Ég verð að viðurkenna; að ég skil ekki alveg samhengið, í að draga einn mesta fúaraft 13. aldarinnar, inn í þessa umræðu, Gústaf minn, nema þá, til nokkurs konar hliðar brauta umræðu, mögulega.
En; það má víst ennþá, slá á létta strengi, í drunga hversdagsins, sagna þulur vísi.
Með; sízt lakari kveðjum, en þeim fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 16:35
Það er óþarft að kalla til miðla Óskar Helgi. Gissur jarl er ábyggilega löngu búinn að gera sér grein fyrir villu síns vegar, þótt jarlinn af Brussel sé ekki búinn að því.
Við verðum að viðurkenna að landsdómurinn er gamall og úreltur arfur frá þeirri tíð er þingræðið var ófullburða og menn vildu hafa vaðið fyrir neðan sig þegar valdagráðugir stjórnmálamenn voru annars vegar. Í okkar samtíð er landsdómur aðeins vopn í höndum hrakmenna í pólitík.
Hinir bestu menn og fremstu meðal jafningja í lögmannastétt hafa bent á, að lögin um landsdóm séu úrelt og samrýmist ekki nútíma skilningi um skýrleika refsiheimilda. Þurftum við frekari vitnanna við?
Ég held ekki.
Gústaf Níelsson, 13.9.2010 kl. 16:56
Komdu sæll; að nýju, Gústaf !
Vafalaust; má finna ýmsa annmarka, á Landsdóms fyrir komulaginu, frá árinu 1905, en eftir stendur samt, að þeir tjóna valdar, sem íslenzkir stjórnmálamenn hafa sannað sig í, að vera - ásamt Banka- og embættismanna kerfunum, ættu að þola grimmilegustu refsingar, sem plöguðust, á fyrri öldum - eða þá ;að öðrum kosti, æfilanga útlegð, frá Íslands ströndum, með allri þeirri smán, sem þeir hafa stuðlað að, að verðskulda, fyllilega.
Margt; þess tjóns, sem þetta fólk hefir valdið, mun óbætanlegt vera - og verða, um ókominn aldur.
Með; þeim hinum sömu kveðjum, sem öðrum fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 17:31
Er þá ekki rétt Óskar Helgi að við tökum upp að nýju Skóggangssök og fjörbaugsgarð? Útrásarvíkingar hafa í aðalatriðum valið sér skóggang og má eiginlega segja að nú ríki "óöld í útrás" eins og fyrrum var í heiðni. Nú eru útrásarmenn farnir að kaupa sér refsileysi með því að vitna gegn öðrum.
Er sú tíð að koma að vinstrisinnaðir stjórnmálamenn kaupi sér pólitísk aflátsbréf? Það skyldi þó ekki vera?
Gústaf Níelsson, 13.9.2010 kl. 17:54
Heill; sem fyrr, Gústaf !
Skóggangssök og fjörbaugsgarð; mætti alveg taka upp, á ný.
En; hvort sem af því yrði, eður ei, vil ég árétta fyrri orð mín, um nauðsyn þess, að óaldar fólkið, fái makleg málagjöld - hver leiða; sem ofan á kynni að verða, í þeim efnum.
Vinstrisinnaðir stjórnmálamenn; eru á svona viðlíka villu stigum, og helvítis miðjumoðið einnig, sem við höfum búið við, að nokkru.
Okkur skortir enn; HÆGRI sinnaða hernaðar hreyfingu, til þess að losa okkur endanlega, við hvítflibba- og blúndukerlinga stjórnar hættina, sem hér hafa ríkt.
Vonandi; mun bót verða þar á, þó síðar verði, Gústaf minn.
Með beztu kveðjum; sem þeim áður og fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 18:30
Já ekkert viljum við blúndukellinga- og hvítflibbapakkið hafa, en hægrisinnuð hernaðarhreyfing er nú trúlega ekki til bóta í litlu samfélagi friðsamra Íslendinga Óskar Helgi.
Gústaf Níelsson, 13.9.2010 kl. 19:07
Komdu sæll enn; Gústaf !
Jú; hernaðarlegt fámennis stjórnarfar, er hið eina rétta, í þeirri stöðu sem nú er upp komin, í samfélaginu.
Tækist ekki; að koma á fót fámennri innlendri herdeild, að þá ættum við aðra kosti til - hvoru tveggju; hina vandræðalegustu, til lengri tíma litið.
Annars vegar; viðvarandi óöld, sem spillingardýki, með núverandi fyrirkomulagi - eða þá; að landið yrði einskonar lén, í einhverju vinveittu Norður- Ameríku, eða þá Asíu ríki.
Með; þeim sömu kveðjum - sem hinum fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 20:18
Og hvaða vinveittu Norður-Ameríku og Asíuríki teldir þú heppilegt að tækju okkur að léni? Og hver ætti að taka við afgjaldinu fyrir lénið Óskar Helgi?
Gústaf Níelsson, 13.9.2010 kl. 20:30
Heill; á ný !
Að vestanverðu; gætu það verið Kanada eða Mexíkó - að austan; Rússland - Kazakhstan - Mongólía eða Kína.
Byltingarráð þjóðfrelsissinna; tæki við afgjaldinu, að sjálfsögðu.
Þarf ég nokkuð; að fara frekar, út í hugmyndafræðilega útlistun Gústaf; jafn andskoti ritlatur maðurinn, og ég hefi reynst vera ?
Og það; óvirkur félaginn; í Hinu íslenzka Bókmenntafjelagi, svo og Sögufélaginu; jafnframt ?
Með; ekki lakari kveðjum - en áður /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 21:03
Jamm. Þú ert eiginlega kominn hringinn í kringum hnöttinn Óskar Helgi. Mér hafði eiginlega yfirsést þetta með Byltingarráð þjóðfrelsissinna. Nú þarft þú eiginlega að afleggja alla ritleti drengur sæll og hefja brandinn hátt á loft í þágu íslenskrar stórsóknar á heimsvísu, þótt við köllum það ekki útrás, sem er bannorð nú um stundir.
Gústaf Níelsson, 13.9.2010 kl. 21:23
Sæll; enn sem áður !
Allir kostir; nánast, eru vænlegri í stöðunni, fremur en að tengjast frekar Evrópsku nýlenduvelda rummungunum, Gústaf.
Um það; getum við verið sammála, að minnsta kosti.
Öngvu mun ég lofa; um stórvægilegar ritsmíðar á næstunni - þó svo; ekki sé alveg loku fyrir skotið, nokkru síðar, jafnvel, vil samt, áfram halda einhverju pári, hér í netveröldinni, um hríð.
Með sömu kveðjum; sem fyrr /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.