Leita í fréttum mbl.is

Að falla í freistni

Frá upphafi vega hefur verið reynt að kenna mannskepnunni að falla ekki fyrir freistingunum, gæta að dómgreindinni, vera sanngjarn í dómum og forðast hleypidóma og illgirni, en alltaf fellur þessi sama skepna á prófinu. Nú síðast meirihluti Alþingis, með því að leggja til að aðeins Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra verði stefnt fyrir landsdóm og það undir óljósum ákæruatriðum. Aðeins hársbreidd munaði að Árni Matthiesen fv. fjármálaráðherra yrði honum samferða. Öllu hugsandi fólki má vera ljóst að niðurstaða þingsins er aðeins af pólitískum toga og satt best að segja þykir mér meirihlutinn hugaður að ráða málum með þessum hætti.

En hvað veldur? Jú freistingin var of mikil. Pólitískur andstæðingur og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins lá svo vel við höggi að freistingin bar meirihluta þingmanna ofurliði. Sú ágæta og gamalkunna regla að kapp sé best með forsjá, fauk út í veður og vind. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins ætluðu sér ekki að brenna af í dauðafæri.

Geir H. Haarde er ekki ákærður vegna afglapa og vanrækslu í starfi sínu sem forsætisráðherra - hann er ákærður vegna þess að hann var formaður Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is Mál höfðað gegn Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband