Leita í fréttum mbl.is

"Félagsfræðiprestarnir láta til skarar skríða.

Fjörutíu og einn prestur (19 konur og 22 karlar) leggur til að prestastefna, sem haldin verður á Húsavík um næstu helgi, beini því til Alþingis að vígslumönnum þjóðkirkjunnar og skráðra trúfélaga verði heimilað að annast hjónavígslu samkynhneigðra. Hér er gerð tilraun til þess að fá Alþingi til þess að heimila það sem biskupinn vill ekki leyfa og því síður nær allir aðrir forstöðumenn trúfélaga. Með þessu á að læða sér inn bakdyramegin, svo einstaka prestar geti gefið kirkjuyfirvöldunum langt nef. Það vekur athygli mína að hér er ekki á ferðinni breiður hópur íslenskra presta, heldur að mestu fólk, sem ýmist er bundið fjölskylduböndum eða hjónaböndum. Prestum á að vera það ljóst, öðrum fremur, að "hjónaband" tveggja karla og tveggja kvenna felur í sér tiltekinn guðfræðilegan ómöguleika. Tillögumennirnir virðast líta þannig á að Kristindómurinn sé eitthvert félagsfræðilegt fyrirbæri, sem hægt sé að sveigja að vild í takt við tíðaranda og aldarfar. Svo er auðvitað ekki. Þau rök að hér sé um mannréttindamál að ræða halda ekki. Hjónabandið er öðrum þræði veraldleg stofnun og samfélagið hefur að fullu komið til móts við þá karla og þær konur,sem vilja deila borði og sæng, sem hjónin karla og kona. Tillöguflutningur af þessu tagi er bara fallinn til þess að vekja upp óeiningu og úlfúð og skemmta skrattanum. Auk þess er það hreint álitamál hvort tillöguflutningur af þessu tagi eigi yfirhöfuð erindi á prestastefnu. Einstaka alþingismenn geta auðvitað tekið upp málið og hafið stríð við þjóðkirkjuna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband