25.4.2007 | 21:36
Prestastefna stendur í ístaðinu.
Þau ánægjulegu tíðindi hafa borist frá Húsavík, að prestastefna hafi hafnað tillögu félagsfræðiprestanna um heimild forstöðumanna trúarsafnaða og presta þjóðkirkjunnar til að gefa saman í hjónaband samkynhneigð pör. Þessi afstaða prestastefnu er mjög afdráttarlaus. Það var aumkunarvert að horfa á þann myndralega, og að manni virtist hraustlega homma og öryrkja, Sigurstein Másson, halda því fram í Kastljósi sjónvarpsins að hér hefði jafnréttið verið fyrir borð borið. Þessi sami Sigursteinn er eftir því sem ég best veit kvæntur, eða giftur, eftir atvikum, og nýtur allra þeirra réttinda sem löggerningurinn hjónaband veitir hjónunum karli og konu, að íslenskum lögum. Hvað vill hann meira? Jú jafnrétti, en jafnrétti um hvað? Þjóðkirkjan er ekki einhver félagsfræðikirkja, sem hægt er sníða að aldarfari samtíðar hverju sinni. Þó hefur biskupinn gengið svo langt til sáttargjörðar, að blessa það sem Drottinn hefur forboðið. Er ekki kominn tími til að fjölkynhneigðir láti kirkjuna í friði, því hún er seinþreytt til vandræða og vill gæta allra sinna barna. Sú afstaða á sér rætur í kærleiksboðskapnum. Delluhugmyndir öðlast enga staðfestu þótt á þær séu hengd hugtökin jafnrétti og mannréttindi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:46 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur
Athugasemdir
Ágæti Jón Arnar. Þú ert skemmtilega "píkulegur" í dressinu á myndinni. Svo ertu líka búsettur í Danaveldi. Þá þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur af útgjöldum þínum til íslensku þjóðkirkjunnar. Sú danska getur ábyggilega huggað þig á ögurstund og það frítt. Og bara þér til upplýsingar þá er íslenska þjóðkirkjan ekki ríkisrekin í sama skilningi og t.d. Landhelgisgæslan eða hver önnur stofnun ríkisins. Það er of langt mál að rekja fyrir þér fjárhagstengsl ríkis og kirkju, en þú getur alveg sofið rólegur, og þjóðkirkjan er ágætlega komin án þín.
Gústaf Níelsson, 25.4.2007 kl. 22:50
Vá,þú ert beittur hnífur, ætla fá að fylgjast með þínum skrifum áfram. Petur postuli hefði fílað þig í botn og ekki má gleyma Páli, báðir voru þessir menn beittir liðsmenn Frelsarans Jesú.
Linda, 26.4.2007 kl. 04:02
Kynórar þínir Gústaf ríða nú ekki við eynteyming! Finnst maðurinn "píkulegur"... Hómófóbían er að koma í ljós eins og sálfræðingar hafa löngum vitað. Gústaf er semsagt hommi með bælda samkynhneigð... þeir eru nú reyndar svo frústreraðir hómófóbísku greyin að góð sálfræðimeðferð er þeim hollust, svo ekki hljóti skaði af. Því bældar kynhneigðir geta fengið "bestu" menn til að bregða brandi á þá sem helst skyldi hlífa.
Og hrokafull afstaða þín til Dansk samfélags er vart "kristilegt hugarfar"... en lengi skal manninn reyna.
Viðar Eggertsson, 26.4.2007 kl. 18:16
Glæsilegt framtak hjá þér Gústaf, sammála þessari grein þinni. Guð blessi þig fyrir það.
Viðar, hvernig væri að þú færir að kynna þér málin betur áður en þú ræðst á fólk eins og hér. LESTU áður en þú gagnrýnir, en þú sannar þá kenningu að heimskustu mennirnir kynna sér ekki andstæðingin áður en ráðist er á hann.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.4.2007 kl. 20:10
Sæll Viðar. Ég fagna innliti þínu á síðu mína. Auðvitað er gagnlegt að vera málefnalegur, en þú hefur valið hið gagnstæða. Á meðan ég vel konur til fylgilags velur þú karla. Margt má sjálfsagt um okkur báða segja, en snefil af bældri samkynhneigð hef ég ekki, þótt þú sjálfsagt gælir við þá hugmynd. Dream on honey. Þegar ég nota orðið "píkulegur" í því samhengi sem það var sagt vísar það til þess að mér finnst Jón Arnar á myndinni kvenlegur eða dömulegur. Nú er ég alls ókunnur öllu skrafi við sálfræðinga, en þakka góð ráð. Þú ert sjálfsagt gagnkunnugur á þeim bæum. Mér er það hulin ráðgáta hvernig þú finnur út hrokafulla afstöðu mína til dansks samfélags, Danir eru mínir uppáhaldsútlendingar. Átti meira að segja einu sinni danska kærustu, kvenkyns. Hugleiddu svo betur stofnun sérkirkju samkynhneigðra. Bara til að halda friðinn. Verðum í sambandi. Bestu kveðjur.
Gústaf Níelsson, 26.4.2007 kl. 20:10
Sæll Guðsteinn Haukur. Þakka þér hlý orð í minn garð. Ég er rétt að byrja og fagna allri málefnalegri umræða. Það er gaman þegar rökin takast á, en leiðigjarn, þegar slegið er undir belti.
Gústaf Níelsson, 26.4.2007 kl. 20:28
Einmitt Gústaf, mér fannst Viðar vega illa að þér, þess vegna talaði ég svona til hans á máta sem ég er ekki vanur að nota. En ég kann virkilega vel við þau hnífbeittu rök sem þú notar. Það væri mér heiður að fá þig sem blogvin minn. Guð blessi þig bróðir.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.4.2007 kl. 21:31
Gústaf. Þú ert dónalegur. Kannt ekki mannasiði. Talar niður til fólks og undir þetta skrifar þú Guðsteinn! Hvernig þú talar niðrandi til Jóns Arnars er með ólíkindum. Verði ykkur hinum svokölluðu "sannkristnu" að góðu! Það er sko greinilegt að skrattinn heldur í skottið á ykkur og hlær.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 28.4.2007 kl. 01:33
Margrét,eða má ég kannski kalla þig Möggu, mér finnst eiginlega eins og að við séum orðnir pennavinir. Veistu, ef hún mamma sæi hvernig þú skrifar myndi henni ekki lítast á blikuna. Hún sem kenndi mér mannasiðina. Svo segir hún Begga mín að ég sé alltaf svo penn og elegant. Ég er eiginlega hálfringlaður af öllum þessum ósköpum í þér Magga mín. Heldurðu að honum Jóni Arnari líði eitthvað illa? Ég held ekki. En það er þó snöfurkvenlegt hjá þér að taka upp þykkjuna fyrir hann. Og svo máttu ekki tala svo til hans Guðsteins, þótt hann taki undir orð mín. Ég held að hann sé vænsti drengur. Heldurðu það ekki? Og þetta með skrattann, ertu nokkuð með skott? En þú ert alveg yndisleg; þér hefur bærilega tekist að þjóna lund þinni hér á síðunni minni og þú ert alltaf velkominn aufúsugestur
Gústaf Níelsson, 28.4.2007 kl. 03:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.