5.6.2007 | 20:49
Í fótspor Steingríms Hermannssonar.
Okkar ágæti utanríkisráðherra hyggst gera sér ferð til Mið-Austurlanda og leggja lóð sitt á vogarskálar friðar og mannréttinda. Margt þarfara getur hún nú gert fyrir íslenska hagsmuni og mín vegna má hún éta svið með hryðjuverkamönnum, líkt og Steingrímur Hermannsson forðum með Yassir Arafat, þeim mikla mannréttindafrömuði, sem ráðstafaði hverri gjafakrónu ríku þjóðana til bágstaddra. Ég treysti því að hún leggi til við heimastjórnina að Hamasliðar verði afvopnaðir, sem og aðrir hópar, sem eru undir vopnum og ógna friði á þessu svæði. En kannski fer hún bara eins og asni klifjaður gulli, svo létta megi byrðar makráðrar yfirstéttar staðarins.
Ingibjörg Sólrún vill heimsækja Miðausturlönd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur
Athugasemdir
Ég er alveg sammála Gústaf með það að nauðsynlegt er að afvopna vopnaðar sveitir í Miðausturlöndum, sem ógna friði á því svæði. Mikilvægast af öllu er að afvopna ísraelska herinn, grimmustu og miskunarlausustu hryðjuverkasamtökin á þessu svæði.
Skúli. Þeir, sem mest skortir bakgrunnsþekkingu á ástandinu í Miðausturlöndum séu þeir, sem halda að ofbeldið þarna sé fyrst og fremst Aröbum að kenna. Þar er verið að kenna fórnarlömbum ofbeldis um ofbeldið. Einnig er það mikill skortur á bakgrunnsþekkingu að halda að barátta Palestínumanna hafi eitthvað með trúgarbrögð að gera. Þetta eri einfaldlega barátta gegn hernámi.
Sigurður M Grétarsson, 5.6.2007 kl. 21:42
Þú verður að gera greinarmun á því Sigurður, að ísraelski herinn lýtur lögmætum stjórnvöldum, en hryðjuverkahópar á borð við Hamas og Al Fatha og ýmsir fleiri, gera það ekki. Í öllum ríkjum reyna stjórnvöld að afvopna hópa, sem ekki lúta réttum og löglegum yfirvöldum.
Gústaf Níelsson, 5.6.2007 kl. 21:54
Sæll Félagi, það hefur komið mér á óvart að þú hefur ekki bloggað um velferðafasisman, alias reykingarbannið. Hefur Lýðheilsustöð náð að drepa í þér ? Kveðja Jón Ellert
Jón Ellert Tryggvason (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 16:52
Ég sæi það gerast að einhver næði að drepa í honum Gústa, reykingarkappanum sjálfum. :D En ég er sammála honum Jóni Ellert, væri til í að sjá einhver skrif um velferðafasisman.
með kveðju Árný
Árný (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 08:28
Það er ekki öllum auðvelt að skilja muninn á hermanni og hryðjuverkamanni margur sem getur ekki séð muninn trúir því líka að BNA menn hafa sjálfir sprengd "tvíburaturnana " í New York.
Linda, 10.6.2007 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.