12.6.2007 | 22:10
Ingibjörg Sólrún tilkynnir stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar.
Utanríkisráðherra hefur tilkynnt sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi að ný ríkisstjórn harmi stríðsátökin í Írak og lætur hafa eftir sér í því sambandi að hér sé um stefnubreytingu ríkisstjórnar að ræða. Sér er nú hver stefnubreytingin. Mér er ekki kunnugt um annað en að Íslendingar séu enn á lista inna viljugu og staðföstu, eða hefur eitthvað farið fram hjá mér? En auðvitað hörmum við stríðsátök, skárra væri það nú. Utanríkisráðherra er kannski ókunnugt um það að allt frá því að þessi hörmulegu átök hófust 2003 hafa farið fram tvennar alþingiskosningar og kjósendur látið sér nokkuð í léttu rúmi liggja ástandið í Írak. Er hún með þessari merkingarleysu sinni kannski bara að friða róttækasta arminn í Samfylkingunni? Hver veit? Hún gæti líkast til borið klæði á vopnin í blóðugum átökum liðsmanna Hamas og Alfatha sem nú standa yfir í Palestínu, en þangað er för hennar heitið til að styrkja böndin við friðelskandi fólk. Það verður spennandi að fylgjast með næsta útspili ráðherrans til að halda saman eigin hjörð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
-
jonvalurjensson
-
axelaxelsson
-
baldher
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
gattin
-
baenamaer
-
carlgranz
-
egill
-
frjalshyggjufelagid
-
gesturgudjonsson
-
gudni-is
-
duna54
-
zeriaph
-
halldorjonsson
-
hannesgi
-
blekpenni
-
hildurhelgas
-
astromix
-
enoch
-
johannst
-
jonmagnusson
-
kolbrunerin
-
credo
-
krist
-
magnusthor
-
martagudjonsdottir
-
ragnhildurkolka
-
fullvalda
-
fullveldi
-
siggileelewis
-
valdimarjohannesson
-
vey
-
thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.