12.6.2007 | 23:44
Klerkastjórn með kjarnorkuvopn.
Merkilegt hvað þjóðir heimsins ætla að draga lappirnar lengi og heykjast á því að setja írönskum stjórnvöldum stólinn fyrir dyrnar varðandi kjarnorkuvopnavæðingu landsins. Engum dylst hvað fyrir Írönum vakir. En þeir, líkt og ýmsar aðrar illþýðisríkisstjórnir, spila á samstöðuleysi alþjóðasamfélagsins. Getum við gert okkur í hugarlund ástand í veröld, þar sem klerkastjórn ræður kjarnorkuvopnum?
![]() |
Íranar stórauka kjarnorkuframleiðslugetu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
-
jonvalurjensson
-
axelaxelsson
-
baldher
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
gattin
-
baenamaer
-
carlgranz
-
egill
-
frjalshyggjufelagid
-
gesturgudjonsson
-
gudni-is
-
duna54
-
zeriaph
-
halldorjonsson
-
hannesgi
-
blekpenni
-
hildurhelgas
-
astromix
-
enoch
-
johannst
-
jonmagnusson
-
kolbrunerin
-
credo
-
krist
-
magnusthor
-
martagudjonsdottir
-
ragnhildurkolka
-
fullvalda
-
fullveldi
-
siggileelewis
-
valdimarjohannesson
-
vey
-
thjodarheidur
Athugasemdir
Heill og sæll, Gústaf !
Þarna eiga Vesturlönd stærstu sökina, andvaraleysi, samfara smjaðri og óþrjótandi dekri, við klerkaskrattana. Manstu, árið 1979, þegar; reyndar, hinum misvitra keisara þeirra Persa, Reza Pahlavi var steypt af stóli, að þá kepptust leiðtogar á Vesturlöndum við, að komast í vinskap við klerkana. Þetta hefir haldizt síðan.
Og annað Gústaf ! Núna,
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 00:02
Ahh,,, var fullfljótur á takka helvítið,,, jú, þegar hinn glottuleiti utanríkisráðherra Tyrklands (held ég fari rétt, með titilinn) Gul, að nafni reyndi, að smeygja sér í forsetastólinn þar, um daginn, að þá var það herinn, sem sagði hingað og ekki lengra. Hljótum, að bera nokkra virðingu, fyrir þeim Tyrkjum, hverjir halda í heiðri minningu Ataturks heitins, hver reyndi að koma Mekka boðskpnum út úr tyrknesku þjóðlífi.
Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 00:09
Þegar Kohmeini erkiklerkur kom úr áratuga útlegð frá Frakklandi 1979 til þess eins að skjóta þjóð sinni rækilega aftur á miðaldir, léku leiðtogar Vesturlanda marga afleiki. Og það var ábyggilega afleikur líka að treysta stöðu Mohammad Reza Pahlevi eftir að lýðræðishugmyndir tóku að skjóta rótum í Persíu eftir seinna stríð. Þar réðu olíuhagsmunir mestu. Engin stofnun í Tyrklandi hefur eins mikil og rótgróin samskipti við Vesturlönd og herinn, þannig að engan skal undra þótt stjórnendur hans súpi hveljur, þegar stjórnmálamenn þar í landi hyggjast samtvinna veraldlegt vald og trúarbrögðin.
Gústaf Níelsson, 13.6.2007 kl. 00:44
Jú, jú... hefði átt að nefna Mossadegh heitinn, og hans ryckti.
Mbk. / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.