Leita í fréttum mbl.is

Fjárlög með halla

Embættismenn ráðuneytanna eru núna væntanlega allan sólarhringinn að endurskoða fjárlagafrumvarpið, sem lagt var fram á dögunum með 56 milljarða halla. Ástæðan er augljós - við höfum ekki efni á svona fjárlögum. Skikki verður ekki komið á þjóðarbúskapinn nema myndarlega verði skorið niður í heilbrigðis- og menntamálum landsmanna. Það þarf ekki endilega að þýða að þjóðin verði heilsuverri eða menntunarsnauðari, en í þessum málaflokkum liggja stórútgjöld ríkissjóðsins. Margt annað má gera í sparnaðarskyni, sem ekki er svo sársaukafullt að framkvæma, en þarf lagabreytingar til. Þjóð í krítískum efnahagsvanda getur hæglega lagt niður feðraorlof og sparað nokkra milljarða, þótt mæður haldi orlofsrétti sínum, enda er ungum feðrum hollt að halda sér að vinnu. Afnema má lög um Jafnréttisstofu og spara nokkra tugi milljóna, enda starfar hún á grundvelli pólitískrar hugmyndafræði, sem í reynd er innihaldslaus merkingarleysa, engum til gagn, nema þeim sem þar starfa. Eins má tímabundið afnema lög um umhverfismat, svo gerlegt sé að flýta nauðsynlegum framkvæmdum í landinu, sem kalla á erlenda fjárfestingu.

Og svo er bara að vona að Ísland tapi kapphlaupinu um sæti í Öryggisráðinu, því slík niðurstaða sparar mörg hundruð milljónir af skattfé. Margt annað má spara í útgjöldum hins opinbera, sem er bara fáránlegt splæs og þar gætu sveitarfélögin aldeilis tekið tak.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband