Leita í fréttum mbl.is

Lifir ríkisstjórnin af gjaldeyris- og bankakreppu?

Ýmislegt bendir til þess að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks muni ekki lifa af djúpa gjaldeyris- og bankakreppu. Í stað þess að vera samstíga í því að leita allra mögulegra leiða til þess að  leysa vandann í bráð, einblínir annar samstarfsflokkurinn á framtíðarlausn, ef lausn skyldi kalla, sem liggur í inngöngu í EB og upptöku evru. Í þeim kringumstæðum sem nú ríkja er allt tal um inngöngu í EB og upptöku evru, helbert lýðskrum, til þess fallið að gefa almenningi falsvonir. Vandi Íslands er bráðavandi, en ekki framtíðarvandi. Greini stjórnmálamennirnir ekki þarna á milli mun illa fara.

Sjálfstæðisflokkurinn á strax að taka upp leynilegar trúnaðarviðræður við Vg, Framsóknarflokk og Frjálslyndaflokkinn í því skyni að leysa bráðavandann. Samfylkingin ætlar ekki að leggjast á árarnar með þjóðinni; hún ætlar að nota ástandið til þess að sigla okkur til Brussell.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er komin mikil þreyta í þetta "samstarf"

Sigurður Þórðarson, 14.10.2008 kl. 22:07

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Mér sýnist vanta samstöðu í áralagið Sigurður og það er alltaf að verða augljósara að Sf vill nota erfiðleikana til þess að troða okkur í EB. Slík ákvörðun má aldrei vera neyðarlending. Innganga þarf að vera á forsendum styrkleika, en ekki veikleika, og þarf víðtæka þjóðfélagsumræðu fyrirfram.

Gústaf Níelsson, 14.10.2008 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband