18.10.2008 | 00:12
Hagfræðingarnir og Evrópusambandið
Þeir eru ekki mjög margir hagfræðingarnir, sem við almúgafólkið fáum að hlusta á í fjölmiðlum landsins þessa daga um efnahagsvandann. Þeir eru satt best að segja misjafnir að gæðunum finnst mér (enda er hagfræðin nú engin raunvísindi) og má einn ónefndur þó eiga það að hann ber af öðrum. Hagfræðingarnir hafa flestir, á einhvern undarlegan hátt, verið sammála um það að einn af þremur bankastjórum Seðlabankans, sé alveg sérstakt efnahagsvandamál. Er engu líkara en að í þeim ágæta banka starfi engir hagfræðingar, eða þá í bönkum yfirleitt. En sannleikurinn er auðvitað sá að allir bankar heimsins og stjórnarstofnanir hafa verið kjaftfullir af hámenntuðum hagfræðingum. Samt er svona illa komið fyrir efnahagslífi veraldarinnar. Um orsakir skal ég ekki dæma, en við blasir að það er ekki vegna eina seðlabankastjórans á Íslandi nú, sem ekki státar af háskólagráðu í hagfræði.
Einkum hafa háskólahagfræðingarnir talið til bjargræðis, að Íslendingar þiggi strax aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lýsi yfir tafarlausri umsókn um EB aðild. Það er eins og að í þeirra hópi hafi gripið um sig múgsefjun og engin önnur sjónarmið eða rök beri að hlýða á. Meira að segja nestor íslensku hagfræðinganna, Jónas Haralz, tekur undir.
Í þessu samhengi er ágætt að rifja upp orð hans í Klemensarbók, en þar minnist hann á þann "lærdómshroka, sem greip um sig meðal hagfræðinga á fjórða og fimmta áratug aldarinnar." En þetta voru efnahagslega erfiðustu ár tuttugustu aldarinnar, ef góssentíð stríðsins er undaskilin. Nú vilja hagfræðingarnir taka ómakið af stjórnmálamönnunum, líkt og þá, er þeir lögðu bara til höft og áætlunarbúskap, sem einu færu leiðina, og segja EB aðild og stöðu í skjóli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins einu færu leiðina. Hvers konar hugmyndaskortur er þetta eiginlega?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:15 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.