Leita í fréttum mbl.is

Hvernær er einelti einelti og hvenær ekki?

Hið ástsæla söngvaskáld Hörður Torfason hefur vart opnað munninn áratugum saman án þess að kvarta sáran undan einelti Íslendinga gagnvart sér. Hann hafi meira segja þurft að flýja land vegna þessa. Núna er hann í forsvari þeirra sem halda eineltisfund á Austurvelli gagnvart Davíð Oddssyni. En slíka háttsemi kallar hann ekki einelti, heldur líkir því við að taka tappa úr baði. Manni verður hálf flökurt yfir flónshættinum í manninum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki oft að samstaða eða samkend skapast meðal íslendinga, hvort sem um er að ræða í stéttar og eða réttindabaráttu hins almenna borgara. Síðast þegar fólk þjappaði sér saman, var það var það að frumkvæði Ómars Ragnarssonar til að mótmæla Kárahnjúkavirkjun Þegar tugþúsund manns þrömmuðu með honum um miðbæinn.

Ólíkt nágranþjóðunum finnast okkur mótmæli hallærisleg og setjum þau gjarnan í samhengi við öfgahópa. Í stað þess að leggja saman krafta til breytinga á slæmu ástandi, nöldrum við gjarnan í vinnuni, í sófanum heima og vonum að þetta lagist og að aðrir lagi ástandið. Ef það gerist ekki hengjum við haus í vanmáttugu vonleysi og förum í fýlu, en erum þó einhverra hluta vegna búin að gleyma vandamálinu að 2 dögum liðnum.

Það að fólk komi saman og tjái hug sinn , hvort sem um er að ræða mótmæli gagnvart rangri þróun í virkjunarmálum eða grófum embættisglöpum æðstu ráðamanna þjóðarinnar eru merki um vaknandi vitund einstaklingsins. Þ.e að hann á og getur, með samtakamætti sínum haft áhrif.Mótmælin á Austurvelli höfðu ekkert með einelti að gera, aðeins kröfu um það, að maður sem er að vinna þjóð sinni ógagn fari frá.

En ef við ætlum að tala um einelti, þá eru þeir víst ófáir sem hafa fundið fyrir því af Davíðs hendi á valdatíð hans.

kv hilmar

hilmar (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 21:46

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þú segist í kynningu vera á móti gervilýðræði...ekki finnst mér nú hugmyndir þínar um mótmælasamkomuna bera vott um það...

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 21:55

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það sem þú Gréta mín kallar mótmælasamkomu kalla ég eineltisfund. Hvers vegna geri ég það? Jú, samkoman beinist aðeins að einum manni, sem er holdgervingur alls þess sem vinstrimenn á Íslandi hafa hatað í aldarfjórðung. Ég er ekkert hissa þótt vistrimenn finni til samkenndar þegar færi gefst til þess að láta höggin dynja á Davíð Oddssyni og hann í þeirri stöðu að geta illa borið hönd yfir höfuð sér. Skömm ykkar er bara meiri fyrir vikið.

Gústaf Níelsson, 18.10.2008 kl. 23:48

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Myndir þú fljúga aftur með flugstjóra sem hefði hlekkst á vegna vanhæfni og vankunnáttu? Ég held ekki.

Líklegt verður að teljast að flugfélagið sem hann starfaði fyrir myndi segja honum upp. Ef ekki myndi fólk einfaldlega hætta að fljúga með því flugfélagi. Því miður er það ekki svo að maður geti einfaldlega hætt að vera Íslendingur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 23:54

5 Smámynd: Gústaf Níelsson

Í hverju er Davíð þá bestur? Hvar viltu koma honum fyrir Greta mín? Samlíkingin er auðvitað röng hjá þér, en það varðar ekki við lög að hafa rangt fyrir sér. Ætti jarðfræðingurinn Steingrímur J. kannski að vinna hjá Orkuveitunni og sagnfræðingarnir Ingibjörg Sólrún og Ögmundur Jónasson við kennslu eða fræðagrúsk og fiskilíffræðingarnir Össur Skarphéðinsson og Árni Matthiesen hjá Hafró? Reyndu að vera sanngjörn.

Gústaf Níelsson, 19.10.2008 kl. 00:12

6 identicon

Það þekkist ekki hjá öðrum siðmentuðum þjóðum að maður sem stýrir seðlabanka (central bank)

Hafi ekki menntun sem sem hæfir því starfi. Hvað þá heldur að dýralæknir sinni stöðu fjármálaráðherra.

Við erum að tala um menn sem eru með lífegg þjóðarinnar í höndunum.

Ég held að í ljósi liðinna atburða munum við í framtíðinni gera auknar kröfur um faglega þekkingu stjórnmálamanna í forystuembættum . Enfremur að þeir hagi málfluttningi sínum á þann hátt að ekki hljótist skaði af.

hilmar (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 00:24

7 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þú ýkir nú svolítið Hilmar minn mikilvægi Seðlabankastjóra heimsins og menntun þeirra er af margvíslegum toga. Heldur þú að hægt sé að læra til forsætisráðherra eða þá fjármálaráðherra? Er kannski hægt að læra til þingmanns? Auðvitað ekki. Þegar við veljum fólk til trúnaðarstarfa lítum við ekki endilega á merkimiðana, sem hengdir hafa verið á fólkið, heldur reynum að meta traust og manngildi hvers og eins. Ekki satt?

Gústaf Níelsson, 19.10.2008 kl. 00:41

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Gústaf, viltu sem sagt alfarið neita því að Davíð hafi hlekkst á?

Hvar hefur þú alið manninn undanfarnar vikur?

Eða kannski trúir þú því að þetta sé allt samsæri erlendra seðlabanka að kenna sem vildu ekki lána Íslendingum?

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2008 kl. 01:31

9 Smámynd: Gústaf Níelsson

Jæja Greta mín, þá getum við hafið leikinn að nýju. Úr því að þú nefnir þetta samsæri seðlabankanna - heldurðu að eitthvað sé að marka þetta? Maður veit eiginlega ekki sitt rjúkandi ráð. En þú ert samt alveg viss um að þessum Davíð hafi orðið alvarlega á í messunni. En er hann flugstjóri íslensku þjóðarinnar? Aðstoðarflugstjórinn er örugglega Ingibjörg Sólrún, ekki satt?

Gústaf Níelsson, 19.10.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband