Leita í fréttum mbl.is

Hvað ef ...?

Bretarnir hefðu nú ekki verið búnir að setja hryðjuverkalögin. Til hvaða úrræða hefðu þeir þá gripið? Stjórnmálamenn í vanda eiga það til að grípa til óyndisúrræða, eins og þeir kumpánar Brown og Darling gerðu núna. Almenningur ætti að gæta vandlega að því hvaða tól eru gefin stjórnmálamönnum til að vinna með, til að forðast misnotkun, eins og nú hefur gerst.

Það hlýtur að styttast í það að við slítum stjórnmálasambandi við Breta og segjum okkur úr Nato. Loftrýmiseftirlitið látum við svo sitja á hakanum yfir myrkustu og köldustu mánuðina og biðjum Rússa um að láta okkur vita hyggi þeir á langferðir.


mbl.is Gott dæmi um misnotkun laga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki lag núna að við setjum breta á hryðjuverkalistan góða og tökum sendinefndina í gíslingu og krefjumst lausnargjalds. En svona að öllu gamni slepptu þá er ekki spurning um að þeir knéfelldu Kaupþing með því að setja Singer & fridlander í greiðslustöðun og fyrir það verðum við að rukka þá um stríðskaðabætur.

Jón Ellert Tryggvason (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 14:18

2 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Ekki líst mér á það Gústaf ef þú vilt fá kommana til að pústa hérna yfir landinu, og ekki eigum við að segja okkur úr Nato. Alls ekki. En Brown skeit upp á bakið á sér með því að beita okkur hryðjuverkalögum enda skammast almenningur sig í U.K núna. Eða svo hef ég heyrt.

Siggi Lee Lewis, 23.10.2008 kl. 17:35

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Hvað höfum við Siggi minn að gera í félagsskap með þjóðum sem er slétt sama um öryggi Íslands og beita okkur ólögum og leggja alla þá steina í götu okkar sem hægt er?

Gústaf Níelsson, 23.10.2008 kl. 19:39

4 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Það liggur visst öryggi í því að hafa aðild að Nato. Bandaþjóðum okkar er nú reyndar ekki sama um öryggi okkar. Þær keppast um að fá að koma og hafa loftferðareftirlit með Íslandi.

Ef rússarnir sem dæmi, fara að venja hringsól sitt í lofthelgi okkar, er betra að hafa orrustuþotur hér til að leiða þá út. Ég tek rússa sem dæmi því þeir eru til alls líklegir. Missa sprengjur og megna svæðið okkar með allskona hætti.

Og svo hafa rússar lítinn eða takmarkaðan áhuga á að fá aðstöðu hér meðan Nato þotur fylgjast með lofthelginni. Ekki er á okkur ráðist meðan við erum í Nato.

Siggi Lee Lewis, 23.10.2008 kl. 22:31

5 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Reyndar væri draumastaðan sú að við hefðum ráð á því að halda út 6-8 F-16 þotur á Keflavíkurvelli með tilheyrandi nokkur hundruð manna mannskap. En það er úr sögunni.

Siggi Lee Lewis, 23.10.2008 kl. 22:33

6 Smámynd: Gústaf Níelsson

Já Siggi minn, draumastöðurnar eru ekki alltaf í boði.

Gústaf Níelsson, 23.10.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband