18.11.2008 | 22:02
Seðlabankastjóri slær til baka
Augljóst er að Davíð Oddsson Seðlabankastjóri ætlar ekki að láta pólitíska andstæðinga sína eiga neitt inni hjá sér. Hann býður stjórnvöldum upp á óháða rannsókn útlendinga á störfum sínum og bankans í aðdraganda bankahrunsins. Svona bjóða strangheiðarlegir kjarkmenn. Ég hef ekki heyrt bankastjóra föllnu viðskiptabankanna bjóða neitt í líkingu við þetta.
Því miður hefur ríkisstjórnin látið nauðbeygð undan kúgunaraðgerðum Evrópusambandsins og ávísað skuldum óreiðumanna á komandi kynslóðir Íslendinga. Þetta er sama Evrópusambandið og Samfylkingin vill ólm að við leggjum lag okkar við. Það gerist vart þjóðhollara eða hvað?
Fyrr skal ég ganga Noregskonungi á hönd, en verða skúffa suðrí Brussell. Það verður aldrei sátt um inngöngu í Evrópusambandið eftir þær trakteringar, sem þjóðin hefur fengið þar að undanförnu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur
Athugasemdir
Snjöll vísa Erlingur um Samfylkinguna og tilraun hennar til að koma okkur í Evrópusambandið. Skil ég þetta ekki rétt?
Gústaf Níelsson, 20.11.2008 kl. 13:58
Bravó Gústaf,
Aldrei skal ég viljugur í þetta aulabandalag ESB. Íslendingar eru meiri Ameríkumenn en Evrópubúar. Vestanhafs eigum við flesta frændfólkið. Það er miklu líkara okkur en rúmenskir sígaunar, Sikileyingar, Baskar eða Belgir svo ég tali ekki Bretana.
Halldór Jónsson, 21.11.2008 kl. 00:43
Stöðuuppleggið hjá Samfylkingunni er kolrangt Halldór. Öllum er orðið ljóst að innganga í ESB og upptaka evru í kjölfarið, er margra ára ferli og gagnast ekki til að takast á við bráðavanda íslenska efnahagslífsins, þótt Sf sé þetta ekki ljóst.
Gústaf Níelsson, 21.11.2008 kl. 02:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.