20.11.2008 | 17:57
Aðför að Ólafi Ragnari og heiðri forsetafrúarinnar?
Það er nú meiri aðförin, sem liggur í þagnargildi árum saman og ekki er upplýst um fyrr en í bók um Bessastaðaparið, eftir sérlegan ævisöguritara. Og í hverju liggur nú aðförin, jú í því að forsætisráðherrann skyldi leyfa sér að hafa uppi efasemdir um lögmæti hjónabands Dorritar og Ólafs Ragnars, en þær byggðust á því að frúin hefði ekki lagt fram gilt opinbert vottorð um hjúskaparstöðu sína, sem lög þó standa til.
Slík vottorð þurfa þó allir að leggja fram óháð stétt og stöðu og gildir jafnt um Dorrit og Ólaf Ragnar, sem annað fólk. Þau eru ekki hafin yfir lögin, þótt þau kannski haldi það og óþarft að móðgast þótt á það sé kurteislega bent.
Ljúfmennið Guðmundur Sophusson, sýslumaður, sem framkvæmdi athöfnina hafði greinilega ekki brjóst í sér til þess að skemma þá gleði og ánægju ástfangna parsins, að ganga í hjónaband á sextugsafmæli Ólafs Ragnars 14. maí 2003, þótt öllum skilyrðum laga væri ekki fullnægt þá er dagurinn rann upp.
Hér var syndgað upp á náðina í trausti þess að forminu yrði fullnægt síðar. En ævisöguritarinn hefði augljóslega átt að nota önnur orð en "aðför" í þessu samhengi, þótt orðið sé krassandi í augnablikinu og benda þess í stað á það að forsætisráðherrann hefði haft réttmætar áhyggjur af hjónavigslunni vegna formgalla.
En því miður var ekki hægt að fresta brúðkaupinu, því Ólafur Ragnar verður bara sextugur einu sinni á ævinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.11.2008 kl. 01:07 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur
Athugasemdir
Hver er guðfaðir Samfylkingarinnar?
Júlíus Björnsson, 21.11.2008 kl. 13:10
Ég átta mig nú ekki alveg á samhenginu í spurningu þinni Júlíus. Samfylkingin var að vísu draumsýn margra vinstrimanna um breiðfylkingu, en þeir eru nú í óðaönn að eyðileggja hana.
Gústaf Níelsson, 21.11.2008 kl. 20:51
Sæll Gústaf,
Ég lít svo á að Jón B. sé guðfaðir hennar nr. frá Alþýðuflokki og Hr.Ólafur R. að sama skapi frá Alþýðubandalagi. Draumsýn var breið samfylking sósíalista eða Jafnaðarmanna eins og þeir kjósa að kalla sig.
Ég lít svo á að þeir sem stofnuðu VG hafi verið þeir sósíalistar sem voru minnst international. Sem hafi markað set sig sem umhverfissinna [Inn í USA] og þjóðernissina til að ná fram sínum hugmyndum um sósíalisma [Ríkisforsjá fyrsta áhersla] og tryggja sér þingsetu. Það að þeir eru alltaf í stjórnarandstöðu og tala yfirleitt ekki tveimur tungum höfðar til þess unga fólksins sem eins og áður hefur þörf á að vera móti ríkjandi stjórnum sem og foreldrum. Fer sá hópur því miður vaxandi í augnablikinu.
Samfylking hinsvegar hofðar til ungu tækisfærisinnanna bíður sig fram sem [í sömu ungu augum] sannfærandi afl um að geta leyst Sjálfstæðisflokkinn af hólmi sem stórflokk sem á endanum sitji einn í ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn sem var flokkur allra stétta, siðgóður og þjóðernissinaður með trú á að allir einstakilingar ættu að eiga sömu tækifæri hefur því ekki náð til ungu tækisfærissinanna í sama mæli vegna þess að hugmyndin um frjálsan markað án heilbrigðar samkeppni [tækifæri fjöldans] er það sem margir kenna honum um. Það kann að vera líka þar sem hann talar yfirleitt ekki tveimur tungum að það sé erfit að trekkja að nema hann geri sýnilegra hann að sé valsins: það er nefnlilega margt annað en bankastarfsemi sem skilar gróða; Stétt með stétt.
Það er að sjálfsögðu erfit að standa við orð sín ef þau byggja á tvíhyggju og það verður Samfylkingunni að falli þegar þjóðinn kemur aftur á jörðina og sér að sósíalisminn er tækifæralaus drepleiðinleg forsjárhyggja með tilheyrandi skrifræði sumir segja: Skítlegt eðli.
Svo tala menn um að skjóta sig í löppina.
Eðli flestra Sjálfstæðimanna er vera sparir á stóru orðin en standa við þau. Í því felst styrkur hans.
Komúnisminn er dauður arftaki hans er kallaður kapitalismi með ríkisforsjá. Sbr. Rússland og Kína.
Samhengið er að árás á Davíð Oddsson er árás á bestu gildi Sjálfstæðismanna. Því miður er honum kennt um það sem sumir sem segja sig góða sjálfstæðismenn hafa framið. Davíð er fyrirmynd en ekki foreldrið og á því er munur. Valið er okkar. Davíð talar sínu máli.
Júlíus Björnsson, 21.11.2008 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.