7.2.2009 | 17:03
Hvers eiga hundarnir að gjalda?
Það er eins gott að heilbrigðiseftirlitið stendur vaktina. Annar væri sko illt í efni. Gott er að hafa reglugerðirnar að vopni og beita þeim, svo hundarnir geti ekki skemmt sér á bíósýningum og farið sjálfum sér og öðrum að voða.
Vill einhver geta sér til um hvaða tjón, vá eða voði hefði getað skapast vegna bíóferðar kjölturakka? Bæði bíóeigandinn og eigendur hundanna voru alveg sammála um að gera hundunum glaðan dag. Engin verðlaun eru í boði fyrir rétt svar, en ég giska á að hér séu hagsmunir hundanna hafðir í fyrirrúmi. Er einhver með betra gisk?
Hundarnir máttu ekki koma í bíó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:13 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur
Athugasemdir
Þú átt að lúta sömu reglum um hundahald hvort sem þú átt sankti-bernard eða chiauahua hund..
Mér finnst óþolandi að sjá þegar fólk er að mæta með hundana út í banka, búðir eða aðra staði sem má ekki vera með hunda.
Vona að þessir smáhundar fari að detta úr tísku bráðum..
jón (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 17:14
sammála
Birgir Hrafn Sigurðsson, 7.2.2009 kl. 17:22
Sammála
Þór (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 17:34
Ég er mikil dýravinur og á svo sérstakan og kláran kött að þið munduð ekki trúa því. Mér finnst samt of langt gengið með þessu bíói fyrir hunda, skiptir engu máli af hvaða tegund þeir eru. Hundar eru ekki menn, en mörgum dýraeigendum, sérstaklega hundaeigendum hættir til að gæða dýrin sín mannlegum eiginleikum. Getur einhver sagt mér, HVAÐA ánægju hundur hefði af því að fara í bíó, sér er nú hver vitleysan.
Jónína (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 17:43
Sérkennilegt hvað þið eru einum rómi um það að hundur sé hundur óháð því hvort hann sé af kyni heilags Bernharðs eða chiauahua og því skuli sömu reglur gilda um þá. En var einhver að bjóða Stóra Dana eða öðrum slefandi stórhundum í bíó? Er þetta eitthvert hundajafnréttismál? Má ég ekki bjóða Hófí í bíó ef ég vil ekki taka Gilitrutt með?
Umburðarlyndið er alltaf á flótta undan ímynduðum jafnræðisreglum
Gústaf Níelsson, 7.2.2009 kl. 17:45
Mikið rétt, það gilda lög og reglur um hundahald og fólk á að virða það.
TARA, 7.2.2009 kl. 17:49
Fólk með ofnæmi gæti mætt í bíósalinn á eftir öllum þessum hundum og þá myndu þær manneskjur verða fyrir skaða. Þess vegna er mjög mikilvægt að farið sé að reglum um hundahald á stöðum sem eiga að vera öllum opnir t.d. verlsanir, bíósalir, sumarbústaðir (er reyndar hægt að leigja bústaði þar sem ´má vera með dýr).
Sonja (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 17:50
Ég skil nú ekki þessa hysteríu varðandi hunda hér á landi, sérstaklega þar sem hér er ekki að finna þessa alvarlegustu sjúkdóma sem geta smitast á milli manna og hunda. En þetta eru kannski leifar hræðslu vegna sullaveikinnar...
Úti í Gautaborg sér maður hunda út um allt, meðal annars í sporvögnunum.
Bella (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 17:56
En að því sögðu þá sé ég nú ekki alveg tilganginn með því fara með hunda í bíó... :)
Bella (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 18:03
Ég spyr nú hreinlega, hvað er að í heilabúinu á fólki sem að ætlar með hundana sína í bíó? Þeim til hughreystingar þá held ég að hundarnir missi ekki af neinu því að ég stórefast um að hundarnir horfi á sýninguna.
Jóhann Pétur Pétursson, 7.2.2009 kl. 18:06
Sonja hitti naglann á höfuðið með ofnæmið. Ofnæmisvaldurinn er í loftinu í marga daga á eftir og t.d. ég yrði fárveikur af því að fara í salinn, hversu vel sem hann hefði verið þrifinn.
Haukur Viðar, 7.2.2009 kl. 19:22
Að fara í bíó með dýr er ein vitleysan, en að vera með þessa sakleysingja lausa í bílum við akstur, jafnvel í fanginu eins og sést stundum, finnst mér einkar heimskulegt og óþarfa ógn við samferðafólk í umferðinni.
Kotik, 8.2.2009 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.