Leita í fréttum mbl.is

Hengirúmakynslóð allra landa sameinist.

Íslenska fæðingarorlofskerfið er einsdæmi í veröldinni og í reynd afsprengi gervilífskjaranna sem urðu til í bankabólunni, sem nú er sprungin. Enginn stjórnmálamaður þorir þó að leggja til að þetta velferðarsplæs verði aflagt af ótta við að missa atkvæði. Sú kynslóð Íslendinga, sem hefur notið þessa rausnarskapar stjórnmálamannanna er sú sama og nú er að kikna undan gylliboðum bankanna, og enginn stjórnmálamaður varaði við af nokkrum þunga, nema Einar Oddur heitinn. Þetta er íslenska hengirúmakynslóðinn, sem aldrei hafði fundið samdrátt og minnkandi tekjur á eigin skinni, svo nokkru næmi, en fær höggið af slíku afli, að hún dettur fram úr hengirúminu, og æpir á hjálp.

Óskandi er að finnskir skattgreiðendur taki þá íslensku sér til fyrirmyndar af örlæti sínu, því Finnland hlýtur að eiga sína hengirúmakynslóð, líkt og við, og kreppan er vonandi ekki jafndjúp.

Fæðingaorfofshugmyndin er eitthvert magnaðast velferðarsplæs, sem stjórnmálamenn hafa fundið upp til að úthluta peningum til hátekjumanna í jafnréttisskyni.


mbl.is Vill tvöfalda íslenska orlofið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Einhverntíma heirði ég að komið hefði verið á þaki á greiðslur úr fæðingarorlofssjóði.

Og svo heirði ég jafnframt að einstaklingar með tekjur umframeitthvað ákveðið fengju lægra hlutfall greitt eða jafnvel hefðu engann rétt til greiðslna.

En þar sem ég hef verið þess aðnjótandi að fá greitt úr þessum sjóði, get ég ekki verið allveg sammála pistli þínum.

Þó mun þetta hafa verið ágætispeningur fyrir mig og reddaði eingöngu því nauðsynlegasta fyrir fjölskylduna.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 9.2.2009 kl. 23:20

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það er nú bara þannig Ólafur Björn, að þeir sem fá eitthvað fyrir ekki neitt vilja ógjarnan láta taka það af sér. Ekki satt? Jú, þakið var sett þegar útrásarvíkingarnir voru að tæma fæðingarorlofssjóðinn. Væri ekki nær að tekjutengja greiðslurnar, þannig að velferðin færi þangað sem hennar væri frekar þörf? Mér finnst til skammar þegar hátekjumenn taka við takmörkuðum skattpeningum. Það er bara eins og hver önnur græðgi, sem við erum að gagnrýna nú.

Gústaf Níelsson, 9.2.2009 kl. 23:37

3 identicon

fyrirgefðu Ólafur... en ég skil ekki alveg hvort þú ert bara að tala um upphæðina sem fer í fæðingarorlof eða hvort þú ert að tala um lengd orlofsins líka....

 Mig langar síðan að benda þér á að þetta er nú ekki alveg svona einfalt og þú vilt halda fram... nema þér finnst bara ekki nokkur maður/kona eiga rétt á fæðingarorlofi yfir höfuð...

Hvað eiga t.d. einstæðar mæður að gera?... sem kanski hafa engan aðgang að feðrum barnanna... þær geta nú bara ekkert alltaf lifað á þessum orlofum... og hvað eiga þær svo að gera þegar að orlofið er búið eftir 6 mánuði og barnið kemst hvergi inn á leikskóla.... mér þætti allaveganna gaman að heyra betri lausn á þeim málum.

Hvað varðar útrásarvíkingana er ég hinsvegar sammála því að það þarf að vera takmörk fyrir því hversu háarupphæðir fólk getur fengið úr þessum sjóðum en engu að síður finnst mér ekki rétt að tala um þetta eins og þeir sem að fá úr þessum sjóðum séu bara einhver kynslóð sem að vill fá allt upp í hendurnar... þó að eflaust margir misnoti kerfið á einhvern hátt... en ég veit allaveganna fyrir víst að það eru ekki allir sem geta misnotað það og eiga í raun erfitt með að fá það sem þeir eiga samt rétt á.

Jónína (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 02:14

4 identicon

afsakið aftur... en orðum mínum var víst beint til Gústafs en ekki Ólafs... :)

Jónína (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 02:16

5 Smámynd: Gústaf Níelsson

Já Jónína mín. Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti því að stjórnvöld styðji við bakið á ungum barnafjölskyldum, en framkvæmdin er röng. Það er tóm vitleysa að senda unga menn á besta starfsaldri heim til sín í því skyni að horfa á sofandi barn í vöggu, þar sem þeir hefur engu sérstöku hlutverki að gegna. Standi vilji stjórnvalda til þes að styrkja barnafjölskyldur væri nær að afhenda þeim reiðufé, í stað þess að vera að klæða fjáraustur í einhver jafnréttisföt.

Og svo Jónína mín urðu einstæðar mæður til löngu fyrir tilkomu fæðingarorfofsins.

Gústaf Níelsson, 10.2.2009 kl. 13:01

6 identicon

Já er sammála þér Gústaf, eins og Guðní Ágústsson sagði í ævisögu sinni að ef það hefði verið komið á fæðingarorllof þegar móðir hans var að byrja sína fjölskydlu þá hefði hún veriði í rúm 20 ár í fæðingarorlofi og Pabbi hans hefði ekki getað setið á þingi því börnun urðu nú 16 talsins

Jón Ellert Tryggvason (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 15:38

7 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það hefði verið þokkalegt fyrir Brúnastaðabóndann að stússa heimavið í barnaumönnun lungann úr starfsævinni. Best væri ef stjórnmálamennirnir færu nú að átta sig á því hugmyndin um þetta ýkta jafnréttisfæðingarorlof, sem kostar 6-7 þúsund milljónir á ári, ef ég man þetta rétt, er skilgetið afkvæmi bankabóluuppsveiflunnar. Hún er nú sprungin og fé skortir.

Gústaf Níelsson, 10.2.2009 kl. 15:50

8 identicon

auðvitað voru einstæðar mæður til fyrir tilkomu fæðingarorlofs... en það gerir tilkomu fæðingarorlofs ekkert ranga... áður fyrr vour líka sumar konur hálf neyddar í sambönd sem þær vildu ekki vera í bara því þær voru óléttar... ekki finnst mér það hljóma e-ð réttara.  Og svo var þetta gríðarleg skömm og þær konur ekki í góðum málum þá.

Ég verð að segja að mér finnst þetta mikil þröngsýni að tala svona... maður þekkir ekki allar sögur og allt sem fólk getur lent í...

Og hvað varðar fæðingarorlof fyrir feður... þeir eru ekki skyldugir til að taka það, þetta er tilkomið fyrir þá sem vilja geta eytt meiri tíma með börnunum sínum og ekki get ég séð neitt að því að feður vilji taka þátt í því líka.  Það er alveg hrillilega gamaldags hugsun að eingöngu mæðurnar geti gert e-ð fyrir börnin sín... í dag geta foreldrar valið hver tekur fæðingarorlof hvenær og hvor tekur meira... það er alveg til í dæminu að það henti einhverjum betur að faðir taki lengra orlof en móðir..... og hvað er þá að því???

Og svo fyrir utan það sem ég sagði áður, þá er þetta ekki allt svona einfalt og auðvelt, það eru sumar reglur fyrir því að fá fæðingarorlof svo fáránlega strangar að sumir hafa varla rétt til þess að fá fæðingarorlof og hafa þá jafnvel ekkert annað í stöðunni en að búa inn á einhverjum öðrum og lifa af öðrum, og ekki eru allir svo heppnir að geta það samt....

Ég bara get því miður ekki kallað þessi orð ykkar annað en virkilega gamaldags þröngsýni....

Jónína (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband