11.3.2009 | 21:18
Ætlar Jóhanna þverhaus að gefa sig?
Þegar þetta er ritað hefur ekki birst nein opinber yfirlýsing frá Jóhönnu forsætis um það að hún hafi látið undan þrýstingi samflokksmanna sinna. Hún var að vísu búin að segja að hún ætlaði ekki að taka að sér formennsku í Samfylkingunni, en enginn vill hlusta á það. Nú dugar auðvitað ekkert annað en blysför að heimili hennar eða vinnustað, eftir því á hvorum staðnum hún ver kvöldunum. Nú skal þverhausinn fá að finna fyrir raunverulegum vilja almennings í landinu, að sögn skipuleggjenda göngunnar. Mér er að vísu nokk sama hvort Jóhanna lætur undan þrýstingi eða ekki, en vona samt að hún geri það á endanum, þótt ég sé nú enginn sérstakur almenningur í þessu landi, eiginlega frekar slakur almenningur, held ég. Von mín á eftirgjöf Jóhönnu byggist á því að hún er raunverulega versti forustukosturinn. Hún hefur aldrei verið til forustu fallin í stjórnmálum, þótt pólitískt langlífi hennar sé nokkurt.
Ég segi því: Áfram Jóhanna - fram til sigurs - þinn tími er kominn!!
Blysför til Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur
Athugasemdir
Maður sér á nýjustu fréttum að það hefur verið gríðarleg mæting í þessa blessuðu blysför hjá Samfó...
http://www.visir.is/article/20090311/FRETTIR01/122609953
Ingólfur Þór Guðmundsson, 11.3.2009 kl. 23:36
Hinar gríðarlegu vinsældir Jóhönnu forsætis eru auðvitað ýktar og tilfallandi tilbúningur í skyndikönnunum. Enginn hugur fylgir máli eins og ráða má af þátttöku í blysförinni og ekki hamlaði óveður, og fyrir þessu hefur Jóhanna tilfinningu. Þess vegna hefur hún ekki treyst sér til að taka kostaboðinu. En fjölmiðlar láta auðvitað áfram blekkja sig.
Gústaf Níelsson, 11.3.2009 kl. 23:58
Við erum náttúrulega að sjá Samfylkinguna stunda það sem að hún er einna best í, það er að setja upp leikrit, og þá helst farsa.
Ingólfur Þór Guðmundsson, 12.3.2009 kl. 07:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.