13.3.2009 | 15:09
Mikilvæg þingmál?
Á meðan almenningur þessa lands og atvinnurekendur róa lífróður til þess að bjarga því sem bjargað verður um lífskjör í þessu landi, sitja stjórnarþingmenn á Alþingi og fjalla um dægurmál og ýmis hjartansmál sín, sem koma engum til bjargar í núverandi aðstæðum. Bann við nektarsýningum getur vart talist til mikilvægra forgangsmála í störfum Alþingis og engri vestrænni þjóð hefur dottið í hug að lögleiða slíkt bann, nema íslenskum þingmönnum, sem lætur betur að fást við hin léttvægari mál, fremur en þau sem skipta einhverju um lífsafkomu heillar þjóðar.
Alveg er það furðulegt að þingmenn skuli leggja stétt nektardansmeyja í einelti með þessum hætti, en vandinn er kannski sá að þær eiga sér ekki stéttarfélag og eru ekki í BSRB eða ASÍ og flestar af erlendu bergi brotnar. Hér leggja þingmenn freklega til atlögu við atvinnufrelsi kvenna og frelsi þeirra til að fletta sig klæðum í atvinnuskyni. Ég hélt að konur réðu líkama sínum að öllu leyti og það væri ekki á vegum löggjafans að ákvarða almennt um klæðaburð og skemmtanir fólks. Það hefur verið grunnstef í frelsisbaráttu kvenna á undanförnum áratugum, t.d. um frjálsar fóstureyðingar, að þær réðu líkama sínum. En þegar kemur að því að fækka fötum á þessum sama líkama, þá ráða stjórnmálamenn för.
Hvaða vitleysa er þetta eiginlega? Og ekki bjóða uppá nauðungarrökin. Þau halda ekki.
Fortakslaust bann lagt við að bjóða upp á nektarsýningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.