Leita í fréttum mbl.is

Aðgerðaáætlun ríkisstjórnar

Maður hefur beðið spenntur eftir aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í málum sem skipta almenning í þessu landi einhverju máli. Ber þar auðvitað hæst aðgerðir til hjálpar heimilum og fyrirtækjum, svo fólk þurfi ekki að gista og mæla göturnar í nánustu framtíð. Nú hefur ríkisstjórnin kynnt mikilvæga aðgerðaáætlun sem lýtur að því að opinberir starfsmenn á ferð í útlöndum megi ekki skemmta sér að eigin smekk, að loka skuli næturklúbbum og banna nektardans, sem engri vestrænni ríkisstjórn hefur hugkvæmst, og alls ekki í því skyni að treysta efnahagsgrundvöll lands og þjóðar. Svo á auðvitað að banna mönnum að greiða konum fyrir smávægilegt poterí og gera refsivert. Það er álíka vitlaust og að refsa mönnum fyrir að kaupa tiltekna vöru, þótt hún sé til sölu og seljandinn oti henni mjög að mönnum.

Að sönnu er mansal skelfileg starfsemi, en aldrei hef ég vitað til þess að nokkur karl eða kona sé hér á landi þvert gegn vilja sínum starfandi við eitthvað miður fallegt, auk þess sem lög eru í landinu gegn mansali. Einhvern veginn læðist sá grunur að manni að þessi aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar sé frekar til þess fallin að draga athygli almennings frá því sem raunverulega skiptir máli, og því að ríkisstjórnin er óhæf með öllu.


mbl.is Kaup á vændi verði refsivert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Þar sem mannsal finnst á netinu ættum við að banna internetið samkvæmt þessari röksemdarfærslu ... þvílíkur fíflagangur hjá Ástu, enda fékk hún það sem hún átti skilið í prófkjörinu, og ef hún heldur að þetta smali atkvæðum þá tel ég það afar hæpið.

Og svo er mannsal allt annars eðlis en kynlífsþjónusta, en mannsal hljómar svona „Mansal felur í sér allar tilraunir eða aðgerðir sem fela í sér að þvinga fólk í vinnu, flytja fólkið innan lands eða yfir landamæri. Að kaupa eða selja fólk, flytja, taka á móti eða hýsa einhvern sem notar blekkingar, kúgun eða ofbeldi í þeim tilgangi að koma einstaklingi fyrir eða halda gegn vilja, gegn gjaldi eður ei, í kúgandi aðstæðum með ofbeldi eða hótunum, eða í eins konar þrælabúðum, í öðru samfélagi en manneskjan bjó í þegar hún var blekkt, kúguð eða þvinguð til að flytja í nýtt umhverfi.“

Sævar Einarsson, 17.3.2009 kl. 19:34

2 identicon

Algjörlega sammála þér. Flott blogg.

Eiríkur (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 20:02

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Sannleikurinn er sá að stjórnmálamennirnir grauta öllu saman, mansali, vændi, nektardanski og fíkniefnasölu, þótt finna megi ýmsa snertifleti þessara fyrirbæra.

Gústaf Níelsson, 17.3.2009 kl. 20:06

4 identicon

Aumingja Íslenska þjóðin!
Búin að reka af sér ríkisstjórn braskara og bankaræningja.
Í staðinn fær hún ríkisstjórn "Talibana feminista" og jafnréttisfasista.
Nú verður bráðum farið að höggva hendur og fætur af fólki sem, ekki getur fylgt kreddum vinstri grænu Talibanapáfanna.
Fram með potta og pönnur.
Burt með þetta skítapakk!

Jón (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 21:01

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Reagan sagði einhvern tima, pólitík á að vera næst elsta atvinnugrein í heimi. Mér sýnist hún eiga margt sameiginlegt með þeirri elstu.

Villi Asgeirsson, 19.3.2009 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband