5.4.2009 | 16:36
Tími akademískra æfinga er liðinn!!
Í hálft ár hafa landsmenn þurft að hlusta á akademískar æfingar hagfræðinga um úrlausnir fyrir Ísland framtíðarinnar, vegna hremminganna sem á okkur hafa dunið. Niðurstaða þeirra er engin. Nú þurfa stjórnmálamennirnir að koma til skjalanna og taka af skarið. Hagfræðin er þó ekki gagnslaus. Hún hefur sýnt fram á að bankakerfið óx okkur yfir höfuð, stjórnmálamennirnir sváfu á verðinum, stjórnendur bankanna fóru óvarlega og tjón landsins er meira en svo að landsmenn fái undir því risið. Í stöðu sem þessari duga engin vettlingatök, enginn undirlægjuháttur eða smjaðurslegur velvilji gagnvart lánadrottnum landsins. Ísland er í nauðvörn og getur ekki staðið við skuldbindingar sínar. Það er beinlínis pólitískur ómöguleiki, svo ekki sé minnst á þann efnahagslega. Sé það til þess fallið að koma óorði á land og þjóð, verður svo að vera. Undir kröfunum verður ekki risið og mannorðið endurheimtist síðar. Bollaleggingar hagfræðinnar duga ekki lengur, nú þurfa að koma fram á leikvöllinn dugdjarfir og vaskir stjórnmálamenn, með framtíðarsýn. Hún liggur ekki í því að læðast uppí fleti Evrópusambandsins, heldur í djörfum ákvörðunum sem heil þjóð þarf að fylkja sér um. Þjóðin þarf að marka sér stöðu sjálfstæðis til lengri tíma litið, því eins og staðan er núna erum við hársbreidd frá því að glata því. En hvernig verður það gert?
Í bráðina eru kostirnir fáir og enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Nærtækasti kosturinn í þröngri stöðu nú, er sá að taka upp bandaríkjadal, öflugasta gjaldmiðil heimsins. Vel kann það að vera að einhverjir ókostir fylgi því, en þeir geta ekki verið fleiri en kostirnir. Að gangast Evrópusambandinu á hönd er eins og að fara úr öskunni í eldinn, ávísun á sundrung og óeiningu og kostir aðildar kæmu jafnvel aldrei fram.
Tveir ungir hagfræðingar hafa leitt rök að því að vel sé gerlegt að taka upp bandaríkjadal, sem gjaldmiðil á Íslandi og fyrir liggur að Bandaríkin muni ekki gera nokkra athugasemd við ráðslagið. Hvað veldur hiki stjórnmálamannanna? Kjarkleysi eða almennt getuleysi stjórnmálanna? Skortur á framtíðarsýn eða ábyrgðarleysi? Látum liggja á milli hluta hvað veldur, en hitt er víst að ekki er hægt að láta sem ekkert sé.
Fyrir liggur hvað Vg og Sf ætla sér eftir næstu kosningar. Sitja að landsstjórninni, án þess að gera nokkurn skapaðan hlut til að laga stöðu heimila og atvinnulífs. Landinu mun blæða út með miklu tjóni, lífskjör munu færast einhverja áratugi aftur í tímann og "búsáhaldabyltingar" verða stjórntæki yfirvaldanna. Þetta má ekki gerast. En hvað er til ráða? Hugdjörf ákvörðun nýkjörins formanns Sjálfstæðisflokksins væri sú að boða í kosningabaráttunni afnám verðtryggingar í kjölfar upptöku bandaríkjadals þrem vikum eftir kosningar. Slíku yrði vel tekið innanland sem utan, nema væntanlega af Evrópukrötum. Og hvað með það, slíkt lá alltaf fyrir.
Nú má engan tíma missa. Skyldan kallar hvellum rómi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur
Athugasemdir
Heill og sæll Gústaf; æfinlega !
Af hverju stjórnmála menn ? Eru þeir ekki búnir, að valda nægum óskunda, samt ?
Því ekki; kúabóndinn - sjómaðurinn - útvegsbóndinn - verkamaðurinn og iðnaðarmaðurinn, hverjir kunna ærlegt handverk, ekki beislaðir einhverjum andskotans spillingar röftum, og yðu, að 3/4, við stjórnvölinn - ásamt nokkrum nothæfum fræðingum ?
Samt ekki verkfræðingum (fyrirgefðu; Halldór minn Jónsson), hverjir míga beint upp í vindinn (svo var mér sagt; á uppeldis árum mínum, heima á Stokkseyri, Gústaf minn) og allra sízt; hagfræðingum, hverjir míga örugglega, á ská, upp í vindinn.
Með; hinum beztu kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 17:17
Stjórnmálamenn stjórnuðu ekki bönkunum Óskar, og best er þegar bændur stunda búskap og sjómenn sjósókn. Stjórnmálamenn þurfa að þora að stunda stjórnmál; láta af þeirri óþurftariðju að vera alltaf sammála síðasta ræðumanni eða fulltrúa síðasta þrýstihópi.
Gústaf Níelsson, 5.4.2009 kl. 17:25
Heill; á ný, Gústaf !
Víst; væri það ákjósanlegast, ef fram gengi.
En; að óbreyttu, getur þetta ekki gengið - og skrumskæling mótmælanna, frá því í vetur, farin að verja óknytta parið, Jóhönnu og Steingrím; AF ÖLLUM. Hélt; að við hefðum ekki þurft - hálfu meiri dauðyfli, en Haarde klíkan var, til valda.
En; sjáum, hverju fram vindur, um hríð, Gústaf minn.
Með beztu kveðjum; sem hinum fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 17:38
Nú reynir á þá, ekki satt? Ertu maður eða mús? Stjórnmálamaður eða leiðtogi. Þótt vonbrigði margra Íslendinga séu mikil um stundir, er deginum ljósara að hvorki Jóhanna Sigurðardóttir né Steingrímur Jóhann svara kalli framtíðar Íslands; þau eru af gamla skóla. Íslandsdrengir og meyjar þurfa nú að fylkja liði til góðra verka.
Gústaf Níelsson, 5.4.2009 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.