Leita í fréttum mbl.is

Pattstaða hvað?

Hún er svolítið sérkennileg þessi frétt um pattstöðu á alþingi vegna Icesave-deilunnar. Málið snýst um það hvort ríkisstjórnin hafi meirihluta á alþingi eða ekki. Flóknara er málið nú ekki. Ríkisstjórnin skipaði samninganefnd. Samninganefndin skilaði niðurstöðu til ríkisstjórnarinnar, sem hún samþykkti fyrir sitt leyti. Gera verður ráð fyrir því að samningurinn hafi verið kynntur í þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna og hlotið náð fyrir augum þeirra. Ef ekki, eru stjórnarflokkarnir að innleiða ný vinnubrögð til öndvegis í pólitíkinni, einhvers konar skandinavískt módel, þar sem ríkisstjórnin situr stundum í minnihluta í einstaka málum, en heldur þó velli.

Það þarf að reyna á það hvort hvort ríkisstjórnin hefur meirihluta í málinu eða ekki og hvort hún getur varist vantrausti í kjölfarið, fari svo að Icesave ríkisábyrgðin falli í þinginu.


mbl.is Financial Times fjallar um Icesave-deiluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Lilja Mósesdóttir greindi frá því í Vikulokunum fyrr í sumar að á þingflokkskynningu um Icesave samninginn hafi þrír þingmenn Vg hafnað honum. Engu að síður hafi Steingrímur Joð gefið samninganefndinni grænt ljós á undirskrift. Hún sagðist hafa verið mjög undrandi á vinnubrögðunum.

Já svo sannarlega eru þetta ný vinnu brögð. Þetta eru "hausinn undir sig" þjösnagangur sem undirmálsfólk beitir gjarnan fyrir sig þegar það vill knýja fram vilja sinn.

Vegna stöðu sinnar í ríkisstjórn mun þessi þjösnagangur Steingríms Joð og Jóhönnu þó líklega vera nær því að nefnast "Hnefaréttur".

Ragnhildur Kolka, 11.8.2009 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband