Leita í fréttum mbl.is

Flumbrugangurinn verður æ ljósari

Það kemur æ betur í ljós eftir því sem tíminn líður að illa hefur verið staðið að samkomulaginu við Breta og Hollendinga um skilmála Icesave. Samfylkingin valdi að kosta öllu til svo koma mætti landinu inní ESB og tók með sér Vg í styrkleika augnabliksins, þar sem sameiginlegt hatur flokkanna á Sjálfstæðisflokknum var virkjað til þess að hanga í ríkisstjórn, óháð íslenskum hagsmunum í bráð og lengd.

Samfylkingin veður nú hrakin út í horn með afarkostina, sem hún hefur boðið landsmönnum uppá, og Vg munu ekki bíta á agnið frekar. Semja verður uppá nýtt um skilmála Icesave og koma á koppinn þjóðstjórn í hvelli og leggja til hliðar alla ESB-drauma framyfir næstu kosningar.


mbl.is Skynsamlegt að semja að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Ég vona að þú reynist sannspár með Samfylkinguna að hún hrekist út í horn - Strax..............

Benedikta E, 12.8.2009 kl. 23:04

2 identicon

Heil og sæl; Gústaf og Borghildur - sem og, þið önnur, hér á síðu !

Ég segi nú bara; Svei attann, gott fólk. Glæpaverk; Sjálfstæðis- og Framsóknarflokka, mega aldrei gleymast, og ættu þeir skilið, sama langa fríið - og kollegar þeirra; Samfylking og Kommúnistar.

Allt; sama draslara eiginhagsmuna stóðið, gott fólk.

Bendi enn á; nauðsyn Byltingarráðs þjóðernissinnaðrar Alþýðu, í stað einhverrar grút máttlausrar; svokallaðrar þjóðstjórnar - hver yrði skipuð hvítflibbum og blúndu kerlingum, hvort eð er.

Nei; enga helvítis moðvelgju; nóg er nú komið !

Fólk; úr framleiðslugreinunum, á að skipa Byltingarráðið - hvert; hefir óbjagað jarðsamband, við púls vinnandi stétta !!!

Og; er ekki mengað - af froðu; skýrslu skriffinna, og reglugerða snata !!!

Með; hinum beztu kveðjum, sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband