Leita í fréttum mbl.is

Blaðamaður fer fram úr sér

Stundum eru blaðamenn svo ákafir í fréttaflutningi sínum að þeir fara fram úr sér. Það hefur greinilega gerst í frétt mbl.is um jafnaðarmanninn Thilo Sarrazin, sem situr í stjórn þýska Bundesbank. Fréttin segir okkur að Thilo hafi verið ávíttur og leystur undan ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir bankann, vegna ummmæla sem hann viðhafði um Araba og Tyrki. Að vísu eru ummæli hans í aðalatriðum rétt, en þau fara fyrir brjóstið á pólitíska rétttrúnaðarliðinu á vinstri kanti stjórnmálanna, og blaðamaðurinn gerir rétttrúnaðarviðhorfin að sínum og flytur sérkennilega frétt um kynþáttahatur. Viðhorf Herr Sarrazin hafa bara ekkert með kynþáttahatur að gera. Pólitískir andstæðingar hans nota hins vegar ummæli hans til þess að koma á hann höggi.

Blaðamanni mbl.is hefur alveg yfirsést að stjórn Bundesbank getur ekki vikið honum, þar sem hann situr þar fyrir tilverknað almannavaldsins, og sá eini sem getur það er forseti Þýskalands, en litlar líkur eru á því að hann hlaupi eftir kröfum rétttrúnaðarlýðsins.

Skyldi Davíð vita af þessu?


mbl.is Bankamaður ávíttur fyrir kynþáttahatur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo er það spurningin : Hvenær verður sá dagur, er alþingi verður að taka tillit til kynþáttakvóta er það mannar stöður þar innann veggja ?

enok (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband