Leita í fréttum mbl.is

Fjármálamisferli í Alþjóðahúsi þagað í hel?

Fyrir ekki margt löngu var frá því sagt stuttlega í fréttum að stjórnendur Alþjóðahúss hefðu greitt sér arð af starfseminni og að stjórnarformaðurinn og jafnframt lögmaður starfseminnar hefði verið að störfum um kvöld og helgar fyrir rýmilega þóknun, ásamt annasömum störfum hjá Rauða Krossi Íslands að öðru leyti. Ekki veit ég að fullu hvernig rekstarform Alþjóðahúss er, en samt virðist það geta greitt eigendum sínum út arð, þótt starfsemin sé að stofni til rekin fyrir skattfé, sem stjórnmálamenn láta af hendi. Að stofnun eða fyrirtæki, sem er í þessari stöðu skuli geiða út arð er bara spilling og rán á opinberu fé. Hvers vegna hefur enginn krafist opinberrar rannsóknar á þessum arðgreiðslum? Hvers vegna hefur enginn fréttamaður spurt stjórnarformanninn og lögfræðinginn í þaula um greiðslur Alþjóðahúss til hans eða þá framkvæmdastjóra starfseminnar? Nýkjörinn oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætti að geta svarað auðveldlega, enda starfaði hann þarna í mörg ár.

Er ekki rétt að Femínistafélagið láti til sín taka hér, enda hefur það mjög borið hag Alþjóðahúss fyrir brjósti? Skyldi það vera tóm tilviljun að Reykjavíkurborg treysti sér ekki til að leggja starfseminni til frekara rekstrarfé? Vill ekki einhver fréttamaðurinn skúbba nú rétt fyirr jólin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er hárrétt Gústaf, hvar eru fréttamennirnir og feminstafélagið núna, er þetta ekki háalvarlegt mál, var konan ekki að taka peninga frá erlendum konum sem voru að flýja ofbeldisfulla eiginmenn, en geta nú ekki leitað hjálpar þar sem stjórnarformaðurinn er búin að tæma sjóðina og jú búin segja af sér ?

Jón E Tryggvason (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband