Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Samtökunum 78 er brugðið

Talsmönnum Samtakanna 78 var verðulega brugðið við afdráttarlausa niðurstöðu prestastefnu. Þjóðkirkjan ætlar ekki að taka að sér hjónavígslur samkynhneigðra. Samkynhneigðir hafa árum saman gengið með betlistaf í hendi og vísað til þess að þeir standi í erfiðri mannréttinda- og jafnréttisbaráttu, hraktir og forsmáðir. Svo árangursrík hefur baráttan verið að stjórnmálamenn og hið umburðarlynda íslenska samfélag, hefur komið til móts við allar kröfur þeirra, nema eina. Svo ágengir og sjálfumglaðir voru þeir orðnir að halda að hægt væri að leggja að fótum sér traustasta vígi íslensks samfélags til margra alda, sjálfa kirkjuna. Þar brást þeim bogalistin. Þótt stjórnmálamenn og forustumenn fjármálastofnana hafi verið hafðir að ginningarfíflum í endalausri eftirlátssemi við tiltölulega fámennan hóp fólks með sérþarfir (þótt það sé að öðru leyti stálhraust), brugðust varðmenn þjóðkirkjunnar ekki. “Félagsfræðiprestarnir” eru miður sín og trúa vart augum sínum og eyrum. Sumir þeirra segjast blygðast sín fyrir hönd kirkjunnar. Þeir verða að svara þeirri spurningu hvers vegna þeir gengust þessari kirkju á hönd. Forustumenn Samtakanna 78 verða sjálfsagt að búa sig undir það að fjárstreymi skattpeninga og örlæti auðmanna minnki, enda þarfara að líkna þeim sem eiga um sárt að binda, en fílhraustu fólki með sérþarfir.  


Prestastefna stendur í ístaðinu.

Þau ánægjulegu tíðindi hafa borist frá Húsavík, að prestastefna hafi hafnað tillögu “félagsfræðiprestanna” um heimild forstöðumanna trúarsafnaða og presta þjóðkirkjunnar til að gefa saman í hjónaband samkynhneigð pör. Þessi afstaða prestastefnu er mjög afdráttarlaus. Það var aumkunarvert að horfa á þann myndralega, og að manni virtist hraustlega homma og öryrkja, Sigurstein Másson, halda því fram í Kastljósi sjónvarpsins að hér hefði “jafnréttið” verið fyrir borð borið. Þessi sami Sigursteinn er eftir því sem ég best veit kvæntur, eða giftur, eftir atvikum, og nýtur allra þeirra réttinda sem löggerningurinn hjónaband veitir hjónunum karli og konu, að íslenskum lögum. Hvað vill hann meira? Jú jafnrétti, en jafnrétti um hvað? Þjóðkirkjan er ekki einhver “félagsfræðikirkja”, sem hægt er sníða að aldarfari samtíðar hverju sinni. Þó hefur biskupinn gengið svo langt til sáttargjörðar, að blessa það sem Drottinn hefur forboðið. Er ekki kominn tími til að “fjölkynhneigðir” láti kirkjuna í friði, því hún er seinþreytt til vandræða og vill gæta allra sinna barna. Sú afstaða á sér rætur í kærleiksboðskapnum. Delluhugmyndir öðlast enga staðfestu þótt á þær séu hengd hugtökin “jafnrétti” og “mannréttindi”.  


"Félagsfræðiprestarnir láta til skarar skríða.

Fjörutíu og einn prestur (19 konur og 22 karlar) leggur til að prestastefna, sem haldin verður á Húsavík um næstu helgi, beini því til Alþingis að vígslumönnum þjóðkirkjunnar og skráðra trúfélaga verði heimilað að annast hjónavígslu samkynhneigðra. Hér er gerð tilraun til þess að fá Alþingi til þess að heimila það sem biskupinn vill ekki leyfa og því síður nær allir aðrir forstöðumenn trúfélaga. Með þessu á að læða sér inn bakdyramegin, svo einstaka prestar geti gefið kirkjuyfirvöldunum langt nef. Það vekur athygli mína að hér er ekki á ferðinni breiður hópur íslenskra presta, heldur að mestu fólk, sem ýmist er bundið fjölskylduböndum eða hjónaböndum. Prestum á að vera það ljóst, öðrum fremur, að "hjónaband" tveggja karla og tveggja kvenna felur í sér tiltekinn guðfræðilegan ómöguleika. Tillögumennirnir virðast líta þannig á að Kristindómurinn sé eitthvert félagsfræðilegt fyrirbæri, sem hægt sé að sveigja að vild í takt við tíðaranda og aldarfar. Svo er auðvitað ekki. Þau rök að hér sé um mannréttindamál að ræða halda ekki. Hjónabandið er öðrum þræði veraldleg stofnun og samfélagið hefur að fullu komið til móts við þá karla og þær konur,sem vilja deila borði og sæng, sem hjónin karla og kona. Tillöguflutningur af þessu tagi er bara fallinn til þess að vekja upp óeiningu og úlfúð og skemmta skrattanum. Auk þess er það hreint álitamál hvort tillöguflutningur af þessu tagi eigi yfirhöfuð erindi á prestastefnu. Einstaka alþingismenn geta auðvitað tekið upp málið og hafið stríð við þjóðkirkjuna.

Dekrað við delluhugmyndir

Hrafn Gunnlaugsson, leikstjóri og kvikmyndagerðamaður, hefur um margt stórsnjalla sýn á skipulagsmál Reykjavíkur. Hefur hann opinberlega viðrað ýmsar áhugaverðar hugmyndir sem vert er að skoða. Kjarninn í skoðunum hans er sá að hyggilegra sé að byggja hátt í stað þess að fletja byggðina út. Þannig mætti skapa nokkurn borgarbrag í henni Reykjavík. Hann hefur talað fyrir því að flytja Árbæjarsafn í Hjómskálagarðinn og jafnvel víðar. Háreist íbúðabyggð á því svæði tel ég koma vel til greina. Hrafn hefur ennfremur talað fyrir flugvelli á Lönguskerjum, sem ég sem leikmaður tel hyggilegra að gera, í stað þess að slengja honum á Hólmsheiði. Best væri auðvitað að flytja innanlandsflug til Keflavíkur, en um þetta verða menn sjálfsagt seint sammála. Hrafn viðraði þá hugmynd að byggja háhýsi á rústum Lækjargötu 2 og Austurstrætis 22, sem urðu eldi að bráð fyrir skömmu. Nær það nokkurri átt að endurbyggja "fornminjar" á vegum skattgreiðenda? Þessi föllnu hús hafa í reynd enga sögulega eða menningarlega skírskotun, það sést auðvitað best á því hvernig húsin voru nýtt. 

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband