Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
16.12.2009 | 21:12
Lýðræðið kært til Mannréttindadómstólsins
Það er nú svosem í stíl við annað að múslimi, fæddur í Alsír, mótaður af menningu sem fyrirlítur frelsi og lýðræði Vesturlanda, skuli hafa orðið til þess að krefjast þess að Mannréttindadómstól Evrópu úrskurði hvort lýðræðið í Sviss sé á skjön við Mannréttindasáttmála Evrópu. Fyrir okkur venjulegt fólk sem erum mótuð af lýðræðislegum stjórnarháttum og hugarfari virkar svona háttarlag eins og hver önnur skrípakrafa og það yrði skelfilegt ef Mannréttindadómstóll kæmist að þeirri niðurstöðu að taka svona kæru til efnislegrar meðferðar, hvað þá meira.
Er einhver sem vill halda því fram með gildum rökum að trúfrelsisákvæði sem komust inn í stjórnarskrár Evrópulanda á 19. öldinni hafi yfirleitt gert ráð fyrir því að menn gætu iðkað Íslam? Nei það gerði enginn ráð fyrir því. Þessi ákvæði hafa verið túlkuð langt umfram það sem upphaflega var ætlað. Það er miður.
Bænaturnabannið kært til Mannréttindadómstólsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (52)
15.12.2009 | 22:25
Fjármálamisferli í Alþjóðahúsi þagað í hel?
Fyrir ekki margt löngu var frá því sagt stuttlega í fréttum að stjórnendur Alþjóðahúss hefðu greitt sér arð af starfseminni og að stjórnarformaðurinn og jafnframt lögmaður starfseminnar hefði verið að störfum um kvöld og helgar fyrir rýmilega þóknun, ásamt annasömum störfum hjá Rauða Krossi Íslands að öðru leyti. Ekki veit ég að fullu hvernig rekstarform Alþjóðahúss er, en samt virðist það geta greitt eigendum sínum út arð, þótt starfsemin sé að stofni til rekin fyrir skattfé, sem stjórnmálamenn láta af hendi. Að stofnun eða fyrirtæki, sem er í þessari stöðu skuli geiða út arð er bara spilling og rán á opinberu fé. Hvers vegna hefur enginn krafist opinberrar rannsóknar á þessum arðgreiðslum? Hvers vegna hefur enginn fréttamaður spurt stjórnarformanninn og lögfræðinginn í þaula um greiðslur Alþjóðahúss til hans eða þá framkvæmdastjóra starfseminnar? Nýkjörinn oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætti að geta svarað auðveldlega, enda starfaði hann þarna í mörg ár.
Er ekki rétt að Femínistafélagið láti til sín taka hér, enda hefur það mjög borið hag Alþjóðahúss fyrir brjósti? Skyldi það vera tóm tilviljun að Reykjavíkurborg treysti sér ekki til að leggja starfseminni til frekara rekstrarfé? Vill ekki einhver fréttamaðurinn skúbba nú rétt fyirr jólin?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.12.2009 | 21:45
Ólafur Ragnar engum líkur
Það verður nú seint sagt um hann Ólaf okkar Ragnar að þann þjáist af lítillæti og hógværð. Hann er dásamlega grobbinn og drýldinn, einkum og sér í lagi þegar útlendingar taka hann tali. Og ekki brást hann vonum okkar í viðtali við Arabian Business (vonandi hafa þeir ekki allt vitlaust eftir honum). Þar tjáir hann sig um vanda Obama í embætti sínu og erfiðleika hans að sannfæra þjóðarleiðtoga heimsins um sameiginlega niðurstöðu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hefst í Kaupmannahöfn á morgun. Um hvaða sameiginlegu niðurstöðu á eiginlega að sannfæra þjóðarleiðtoga heimsins? Allt svindlið og svínaríið kringum þennan loftslagsiðnað? Ráðstefnan verður auðvitað haldin í skugga skipulegs svindls um staðreyndir veðurfræðinnar. Hin pólitíska veðurfræði hefur orðið fyrir áfalli. En Ólafur Ragnar veit líka eftir að hafa unnið í 30 ár með bandarískum leiðtogum (svo segir mbl.is) að það tekur tíma að breyta stefnu Bandaríkjastjórnar, enda eigi Obama nóg með að fást við efnahagskreppu, Írak, Afganistan og heilbrigðismál.
Hvernig væri nú að Ólafur Ragnar tæki sig til í andlitinu, hætti þessu grobbi, og byrjaði á því að koma samskiptum Íslands og Bandaríkjanna í sæmilegt horf. Það er ekki vansalaust að Íslendingar skuli sitja uppi með forseta sem er uppvís af því að móðga Bandaríkin með fordæmislausri framkomu við sendiherra þeirra.
Segir Obama þurfa lengri tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2009 | 14:48
Með milljarða afsal í farteskinu
Fer Svandís Svarvarsdóttir umhverfisráðherra Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn með umboð þings og þjóðar til þess að afsala landinu íslenska ákvæðinu sem svo hefur verið kallað og er milljarða virði? Svandísi þykir sem Íslendingar eigi í engu að njóta þess að hafa nýtt vistvæna orkugjafa í marga áratugi. Frekar vill hún þóknast röngum málstað, en íslenskum hagsmunum. Það er ekki ein báran stök í samskiptum þessarar ríkistjórnar við þjóð sína. Fyrst á að hneppa þjóðina í skuldafjötra til þess að þóknast útlendingum, breyta landinu í örreitis kotbýli, sem þiggur lífsbjörgina úr lófa Evrópusambandsins, og síðan gefa frá sér hagmuni í alþjóðlegum samningum.
Í hvers umboði er Svandís að afsala Íslandi milljarða hagsmunum?
Íslendingar munu draga úr losun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2009 | 12:09
Misskilningur prófessorsins
Eitthvað er nú Guðmundi Hálfdánarsyni prófessor farið að skjöplast í fræðunum. Að vísu má halda því fram með rökum að ríki sem ekki getur risið undir réttmætum og sanngjörnum skuldbindingum sínum við aðrar þjóðir, búi við skert fullveldi. En engu slíku er til að dreifa varðandi Ísland. Svo maður nú láti pólitíska ágreininginn til hliðar að sinni, er fullkominn lögfræðileg óvissa um réttmæti þess að íslenskir skattgreiðendur greiði fyrir mistök í störfum íslenskra manna í útlöndum. Öllum leikendum í þessum Icesave-sirkus ætti að vera það ljóst, bæði innlendum og útlendum, að alþingi er ekki afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið, sem gerir vondan samning við útlendinga er gæti að sönnu ógnað fullveldi þjóðarinnar. Nær væri að þingið, sem ber ríka ábyrgð á því að vernda tilveru íslenska ríkisins, reki framkvæmdavaldið til baka með Icesave-samninginn með þeim orðum að samningurinn eins og hann liggi fyrir, ógni tilverugrundvelli íslenska ríkisins. Telur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttru að henni beri engin skylda til þess að vernda íslenska ríkið? Telur hún sig hafa heimildir til þess að gera samninga við útlendinga sem gætu hæglega fellt ríkið?
Í sexhundruð ár stóðu íslendingar álútir með húfuna í hendinni, tvístígandi af óöryggi fyrir fram höfuðbólið, sáttir við það sem að þeim var rétt. Nú á að kenna þeim siðinn að nýju.
Tekist á um fullveldið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2009 | 22:56
Skynsamur og réttsýnn maður Ögmundur
Ég hef nú ekki lagt í vana minn að hæla Ögmundi Jónassyni eða lofa í hástert, en nú mælir hann af skynsamlegu viti. Hvaða heilbrigða skynsemi liggur að baki þeirri ákvörðun Norræna fjárfestingarbankans að hækka vexti á Íslendinga? Blasir það ekki við öllum að þjóðin er í nauðvörn, alein yfirgefin og vinalaus? Er það kannski þess vegna sem níðst er á henni af annars góðum grönnum? Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að við erum niðursetningurinn í norrænu fjölskyldunni og pólitíkt munaðarlaus á alþjóðavettvangi eftir klaufaleg og klúðursleg sambandsslit vestur um haf.
Vonandi verða þær aðstæður sem nú eru uppi í okkar samtíð til þess að íslenskum bönkum og fjármálastofnunum lærist að rýja hóflega, en ekki flá bæði einstaklinga og fyrirtæki. Hvernig væri að afnema, þótt ekki væri nema tímabundið, dráttarvexti? Er eitthvert lögmál hagfræðinnar sem segir að þeir skuli vera 25%?
Ranglæti gagnvart Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2009 | 11:26
Eru fjárfestingar múslima af trúarlegum toga?
Ef eitthvað er að marka Egemen Bagis, aðstoðarmann forsætisráðherra Tyrklands og aðalsamningamann landsins við ESB um aðild þess að bandalaginu góða, má ætla að trúbræður hans svari kalli og taki fé sitt út úr svissneskum bönkum og fjárfestingasjóðum, vegna þeirrar ósvinnu almennings í Sviss að koma í veg fyrir að allir landsmenn séu vaktir með íslömsku bænakalli við sólarupprás árið um kring í kristnu landi. Yfirgangurinn og frekjan í talsmönnum múslima er orðin slík, að vestrænir stjórnmálamenn eru farnir að hegða sér eins og konur í ofbeldissambandi, tipla á tánum í kringum ofstækismanninn af ótta við refsingu. En verði þeim að góðu. Vart eru innlánsreikningar þeirra digrari en svo í Sviss að þeir nemi meiru en 1-5% af innistæðum. Og ekki munu allir svara kalli trúbróðursins í Tyrklandi eða trúbræðra í öðrum miðaldaríkjum múslima.
Fullyrðingar um að niðurstaðan í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Sviss sé einhver birtingarmynd vaxandi fordóma Evrópubúa í garð íslam á ekki við nokkur rök að styðjast. Þetta er aðeins birtingarmynd þess að múslimum mun ekki takast að ganga um Evrópu á skítugum skónum hótandi öllu illu verði ekki látið að vilja þeirra. Verið er að reisa skorður við yfirgangi, vonum seinna. Fjörið er rétt að byrja gott fólk, því nú munum við sjá hin réttu andlit veikgeðja stjórnmálastéttar á vinstrivængnum og sömuleiðis fésið og innihaldið á Múhameð spámanni.
Hvetur múslima til að tæma bankareikninga í Sviss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.12.2009 kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
1.12.2009 | 21:14
"Við höfum áhyggjur af þessari niðurstöðu..."
Það var að vonum að Samfylkingarutanríkisráðherra Sviss hefði áhyggjur af niðurstöðum lýðræðisins í landi sínu og teldi það beinlínis grafa undan öryggi landsmanna, að banna byggingu fleiri bænaturna í landinu. Ég hélt að múslimar í Sviss væru friðsemdarfólk sem hefði skilning á gangverki lýðræðisþjóðfélags, en því virðist vart vera til að dreifa ef áhyggjur af þessum toga trufla stjórnmálastéttina á vinstrikantinum.
Þessi ágæti utanríkisráðherra lét sig ekki muna um að sveipa sig slæðu, að hætti múslimakvenna, er hún gekk á fund forseta Írans í fyrravor, til þess auðvitað að þóknast þeim gallagrip. Þessi undirlægjuháttur vestrænna stjórnmálamanna, kvenkyns, gagnvart ráðamönnum í löndum múslima, sem allt eru auðvitað karlar, er að verða hálfhallærislegur.
Bænaturnabann grefur undan öryggi Svisslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- axelaxelsson
- baldher
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- baenamaer
- carlgranz
- egill
- frjalshyggjufelagid
- gesturgudjonsson
- gudni-is
- duna54
- zeriaph
- halldorjonsson
- hannesgi
- blekpenni
- hildurhelgas
- astromix
- enoch
- johannst
- jonmagnusson
- kolbrunerin
- credo
- krist
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- ragnhildurkolka
- fullvalda
- fullveldi
- siggileelewis
- valdimarjohannesson
- vey
- thjodarheidur