Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Tæknilegar ábendingar. Hvað er það?

Jóhanna er á nálum. Er búinn að átta sig á því að Davíð Oddsson, seðlabankastjóri ætlar að halda henni upptekinni við brottreksturinn langleiðina framundir kosningar. Það er auðvitað að renna upp fyrir forsætisráðherranum, að hreinsanamentalítet nýrra valdhafa á Íslandi er ekki alveg í takti við venjur réttarríkisins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun ekki gefa út heilbrigðisvottorð á hreinsanir. Hinar tæknilegu ábendingar geta vart snúist um annað. Eða hvað?

Vill ríkisstjórnin, í anda upplýsingar og gagnsæis, ekki upplýsa þjóðina um hinar tæknilegu ábendingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins???


mbl.is Tæknilegar ábendingar í trúnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers eiga hundarnir að gjalda?

Það er eins gott að heilbrigðiseftirlitið stendur vaktina. Annar væri sko illt í efni. Gott er að hafa reglugerðirnar að vopni og beita þeim, svo hundarnir geti ekki skemmt sér á bíósýningum og farið sjálfum sér og öðrum að voða.

Vill einhver geta sér til um hvaða tjón, vá eða voði hefði getað skapast vegna bíóferðar kjölturakka? Bæði bíóeigandinn og eigendur hundanna voru alveg sammála um að gera hundunum glaðan dag. Engin verðlaun eru í boði fyrir rétt svar, en ég giska á að hér séu hagsmunir hundanna hafðir í fyrirrúmi. Er einhver með betra gisk? 


mbl.is Hundarnir máttu ekki koma í bíó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynjabylting hvað?

Merkilegt hvað sumir útlendir blaðamenn eru oft glámskyggnir á íslensk málefni. Roger Boyes á The Times er einn þeirra. Hann hlustar auðvitað á rausið í íslenskum vinstrimönnum um að nú sé tími kvenna kominn í stjórnun þjóðfélagsins og öld testósterónsins sé fyrir bí. Kannski er testósterónið í Elínu Landsbankastjóra meira en í Landsbankastjórnanum Ásmundi Stefánssyni, en henni var skipt út fyrir hann.

Svo mikil áhersla er nú lögð á að skipa konur til ráðherrastarfa, að valið er að setja óhæfar kerlingar á stólana í sumum tilvikum, þó ekki öllum. Til dæmis var valið að skipa konu í dómsmálaráðuneytið, vegna þess að allir karlarnir sem komu þó til greina, út frá sjónarmiðum "fagmennskunnar" töldust með öllu óhæfir út frá femíniskum sjónarmiðum, og þau réðu, en þeir segja ekki neitt. Kúgaðir greyin?

Ríkisstjórninni er auðvitað miklu meiri sómi af hvíslaranum og leikkonunni Kolbrúnu Halldórsdóttur í embætti umhverfisráðherra, en lögfræðingnum og fyrrum forsætisráðherranum til fjórtán ára Davíð Oddssyni í  Seðlabankanum, svo ekki sé nú minnst á reynsluboltann og lesbísku flugfreyjuna Jóhönnu Sigurðardóttur. Öll veraldarinnar Samtök 78 standa nú á öndinni af hrifningu, eins og hæfni forsætisráðherra ráðist af valinu á sambýlingi og rekkjunaut.

Ef kynjabyltingin snýst um það að velja óhæft fólk til ábyrgðarstarfa, þá vil ég helst fá að standa utan við þá ágætu byltingu.


mbl.is Öld testósterónsins lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver ræður?

Þegar viðskiptabankarnir féllu komust þeir í forsjá ríkisins. Þeim voru skipuð bankaráð, sem eru svo góð með sig að þau gefa stjórnmálamönnum bara langt nef og nú hefur Landsbankaráðið skipað formann sinn til bankastjórastarfanna fram á haustið, þvert gegn vilja ráðherra bankamálanna, forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Ráðherrarnir eru að vera hálfhlægilegir stadistar í þessu þjóðlífi hér, sem enginn hlustar á.

Þetta skyldi þó ekki verða grafskrift þessarar ríkisstjórnar: Hún stjórnaði öllum nema bönkunum, en þeim stjórnuðu gamlir verkalýðsforingjar og stjórnmálaleiðtogar. Hallæris- og vandræðagangur ríkistjórnarinnar er orðið hálfniðurlægjandi fyrir allt þetta fína fagfólk, sem þar vermir stóla. Vill einhver giska á hvers vegna ríkisstjórnin vill ekki bíða fram á haustið með að auglýsa lausar bankastjórastöður? Engin verðlaun í boði fyrir rétt svar. 


Galdrafár hið síðara

Hinn faglegi forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir bíður nú spennt eftir því að bankastjórar Seðlabankans kasti sér á bálið sem hún og félagar hennar á vinstri kanti stjórnmálanna hafa kynt að undanförnu. Nú skipta lög og reglur og lýðræðislegir stjórnarhættir engu máli og því síður lög um sjálfstæði Seðlabanka, heldur hefndin, illa þefjandi pólitísk hefnd. Stjaksetja og brenna skal fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins og engu skiptir þótt tveir ópólitískir kollegar hans í bankanum brenni með. Þeirra ólán er að hafa starfað með honum. Það eitt gerir sök þeirra mikla.

Þótt maðurinn Davíð Oddsson, sé ekki hafinn yfir gagnrýni, fremur en aðrir dauðlegir menn, er þetta pólitíska einelti gagnvart honum skammarlegt og lágkúrulegt og mun standa sem eilífur minnisvarði um stjórnarhætti íslenskra vinstrimanna.


mbl.is Bankastjórn hugsar sig enn um
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Gústaf Níelsson
Gústaf Níelsson
Er andvígur hvers kyns gervilýðræði og lýðskrumi stjórnmálamanna, óháð flokkum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband