Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
9.2.2009 | 20:57
Tæknilegar ábendingar. Hvað er það?
Jóhanna er á nálum. Er búinn að átta sig á því að Davíð Oddsson, seðlabankastjóri ætlar að halda henni upptekinni við brottreksturinn langleiðina framundir kosningar. Það er auðvitað að renna upp fyrir forsætisráðherranum, að hreinsanamentalítet nýrra valdhafa á Íslandi er ekki alveg í takti við venjur réttarríkisins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun ekki gefa út heilbrigðisvottorð á hreinsanir. Hinar tæknilegu ábendingar geta vart snúist um annað. Eða hvað?
Vill ríkisstjórnin, í anda upplýsingar og gagnsæis, ekki upplýsa þjóðina um hinar tæknilegu ábendingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins???
![]() |
Tæknilegar ábendingar í trúnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.2.2009 | 17:03
Hvers eiga hundarnir að gjalda?
Það er eins gott að heilbrigðiseftirlitið stendur vaktina. Annar væri sko illt í efni. Gott er að hafa reglugerðirnar að vopni og beita þeim, svo hundarnir geti ekki skemmt sér á bíósýningum og farið sjálfum sér og öðrum að voða.
Vill einhver geta sér til um hvaða tjón, vá eða voði hefði getað skapast vegna bíóferðar kjölturakka? Bæði bíóeigandinn og eigendur hundanna voru alveg sammála um að gera hundunum glaðan dag. Engin verðlaun eru í boði fyrir rétt svar, en ég giska á að hér séu hagsmunir hundanna hafðir í fyrirrúmi. Er einhver með betra gisk?
![]() |
Hundarnir máttu ekki koma í bíó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
7.2.2009 | 16:00
Kynjabylting hvað?
Merkilegt hvað sumir útlendir blaðamenn eru oft glámskyggnir á íslensk málefni. Roger Boyes á The Times er einn þeirra. Hann hlustar auðvitað á rausið í íslenskum vinstrimönnum um að nú sé tími kvenna kominn í stjórnun þjóðfélagsins og öld testósterónsins sé fyrir bí. Kannski er testósterónið í Elínu Landsbankastjóra meira en í Landsbankastjórnanum Ásmundi Stefánssyni, en henni var skipt út fyrir hann.
Svo mikil áhersla er nú lögð á að skipa konur til ráðherrastarfa, að valið er að setja óhæfar kerlingar á stólana í sumum tilvikum, þó ekki öllum. Til dæmis var valið að skipa konu í dómsmálaráðuneytið, vegna þess að allir karlarnir sem komu þó til greina, út frá sjónarmiðum "fagmennskunnar" töldust með öllu óhæfir út frá femíniskum sjónarmiðum, og þau réðu, en þeir segja ekki neitt. Kúgaðir greyin?
Ríkisstjórninni er auðvitað miklu meiri sómi af hvíslaranum og leikkonunni Kolbrúnu Halldórsdóttur í embætti umhverfisráðherra, en lögfræðingnum og fyrrum forsætisráðherranum til fjórtán ára Davíð Oddssyni í Seðlabankanum, svo ekki sé nú minnst á reynsluboltann og lesbísku flugfreyjuna Jóhönnu Sigurðardóttur. Öll veraldarinnar Samtök 78 standa nú á öndinni af hrifningu, eins og hæfni forsætisráðherra ráðist af valinu á sambýlingi og rekkjunaut.
Ef kynjabyltingin snýst um það að velja óhæft fólk til ábyrgðarstarfa, þá vil ég helst fá að standa utan við þá ágætu byltingu.
![]() |
Öld testósterónsins lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2009 | 22:17
Hver ræður?
Þegar viðskiptabankarnir féllu komust þeir í forsjá ríkisins. Þeim voru skipuð bankaráð, sem eru svo góð með sig að þau gefa stjórnmálamönnum bara langt nef og nú hefur Landsbankaráðið skipað formann sinn til bankastjórastarfanna fram á haustið, þvert gegn vilja ráðherra bankamálanna, forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Ráðherrarnir eru að vera hálfhlægilegir stadistar í þessu þjóðlífi hér, sem enginn hlustar á.
Þetta skyldi þó ekki verða grafskrift þessarar ríkisstjórnar: Hún stjórnaði öllum nema bönkunum, en þeim stjórnuðu gamlir verkalýðsforingjar og stjórnmálaleiðtogar. Hallæris- og vandræðagangur ríkistjórnarinnar er orðið hálfniðurlægjandi fyrir allt þetta fína fagfólk, sem þar vermir stóla. Vill einhver giska á hvers vegna ríkisstjórnin vill ekki bíða fram á haustið með að auglýsa lausar bankastjórastöður? Engin verðlaun í boði fyrir rétt svar.
5.2.2009 | 16:41
Galdrafár hið síðara
Hinn faglegi forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir bíður nú spennt eftir því að bankastjórar Seðlabankans kasti sér á bálið sem hún og félagar hennar á vinstri kanti stjórnmálanna hafa kynt að undanförnu. Nú skipta lög og reglur og lýðræðislegir stjórnarhættir engu máli og því síður lög um sjálfstæði Seðlabanka, heldur hefndin, illa þefjandi pólitísk hefnd. Stjaksetja og brenna skal fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins og engu skiptir þótt tveir ópólitískir kollegar hans í bankanum brenni með. Þeirra ólán er að hafa starfað með honum. Það eitt gerir sök þeirra mikla.
Þótt maðurinn Davíð Oddsson, sé ekki hafinn yfir gagnrýni, fremur en aðrir dauðlegir menn, er þetta pólitíska einelti gagnvart honum skammarlegt og lágkúrulegt og mun standa sem eilífur minnisvarði um stjórnarhætti íslenskra vinstrimanna.
![]() |
Bankastjórn hugsar sig enn um |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2009 | 23:26
Ingibjörg Sólrún axlar ábyrgð?
Flokksmönnum Samfylkingarinnar hefur tekist að sannfæra formann sinn Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur um að slíta samstarfinu við Sjálfstæðisflokk, þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar hennar um hið gagnstæða. Allt er þetta gert fyrir mögulegan pólitískan skyndiávinning, sem samfylkingarfólkið metur líklegan í stöðunni og muni innheimtast í næstu kosningum. En matið er trúlega rangt. Ábyrgð Sf á Hruninu er ekkert minni en Sjálfstæðisflokks og fjarri því að öll kurl séu komin til grafar í því efni. Spyrjum að leikslokum og þá kann sitthvað sérkennilegt að koma upp úr pottunum hvað ábyrgðina varðar, því víða liggja leiðir.
Úr því sem komið er á Sjálfstæðisflokkurinn að eftirláta Sf landsstjórnina, draga sig í hlé og ekki ljá máls á því að sitja fram á vor eða haust eftir því sem Sf þóknast að bjóða. Vinstristjórn getur tekið við á morgun í skjóli framsóknar og sitið út kjörtímabilið, ef hún þorir. Að því loknu mun Sjálfstæðisflokkurinn væntanlega þurfa að koma til skjalanna og laga smíðagallana á Nýja Íslandi Sf og Vg. Vonandi að þeir verði ekki mjög alvarlegir
![]() |
Ingibjörg vill kosningar í vor |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2009 | 22:17
Er útideildin í Vg almenningur?
Það er alger misskilningur að almenningur eða þjóðin yfirleitt krefjist kosninga, þótt stjórnarandstæðingar láti hátt. Auðvitað eru margir þeirra sem fá byltingarfiðring og sovétbakflæði í kroppinn fylgjandi kosningum, svo líkindi séu til þess að hrun landsins verði enn meira en þegar er orðið. Þá geta þeir hinir sömu staðið yfir höfuðsvörðum lýðveldisins og föndrað við það að smíða nýtt.
Ekkert skil ég í því að forseti vor Ólafur Grímsson skuli ekki vera lagður upp í ferð sína um landið með "Nýja samfélagssáttmálann" í farteskinu, eins og hann boðaði i síðasta nýársávarpi sínu. Það verður líklega framlag hans til kosningabaráttu vinstri aflanna. Hvað dvelur orminn langa? Er velferð þjóðar ekki í húfi?
Þetta byltingartal skólamanna er hálfbarnalegt og bendir til þess að fílabeinsturnar fræðanna séu fullháir í augnablikinu.
![]() |
Íslendingum heitt í hamsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.11.2008 | 22:20
Sannleiksnefnd Alþingis
Það er vonum seinna að Alþingi skipi með lögum sannleiksnefnd, sem hefur með yfirgripsmiklu erindisbréfi það hlutverk að leita "sannleikans um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða". Að vísu liggur þetta fyrir í aðalatriðum, en engu að síður sjá alþingismenn ástæðu til þess að eyða nokkur hundruð milljónum af skattfé í þessu skyni. Væntanlega til að róa liðið.
Við fengum að sjá formann þingflokks Samfylkingarinnar í sjónvarpinu í kvöld lýsa yfir því að hér væri "brotið í blað"og aldrei hefði neitt af þessu taginu bara gerst í þingsögunni áður. Hinum kappsfulla þingflokksformanni yfirsást í öllum hamagangnum að Alþingi samþykkti á aðfangadag (svo mikið lá við) 1985 lög um rannsóknarnefnd í málefnum Útvegsbankans og Hafskips. Lítið bitastætt kom út úr starfi nefndarinnar og svo óheppilega vildi til að niðurstöður hennar láku til fjölmiðla áður en þær voru afhentar þinginu.
Vonandi hendir ekkert slíkt sannleiksnefndina
26.11.2008 | 21:41
Íslenskt Guantanamo?
Réttarríkið er viðkvæmt fyrirbæri og alls ekki sjálfgefið að það haldi velli þegar lýðskrumarar stjórnmálanna taka sig til og vilja breyta reglum þess í nafni réttlætisins. Slíkt réttlæti hefur tilhneigingu til að breytast í ranglæti, eins og sagan kennir okkur. Réttarríkið hefur margoft þurft að láta í minnipokann. Kunn eru afdrif þess í Þýskalandi nazismans og kommúnisma Austur-Evrópu og ætluðu menn þó að byggja réttlátt þjóðfélag. Allt snerist það í andhverfu sína.
Hinn ástsæli fjölmiðlamaður Egill Helgason bísnast yfir því á bloggi sínu, að kunnur lögmaður haldi uppi vörnum fyrir réttarríkið, í stórviðrum samtíðar okkar, og vari við vanhugsuðum lagasetningum, þar sem hefðbundnar leikreglur réttarríkisins eru teknar úr sambandi. Er engu líkara en að Egill hvetji til þess að íslensk stjórnvöld komi sér upp sínu eigin Guantanamo, þar sem stöndugu fólki er safnað saman, það lokað inni og tilkynnt að síðar verði rannsakað hvort iðjusemi þess varði við lög.
Það hefur verið blettur á bandarísku réttarfari að halda árum saman, án ákæru, hundruðum meintra hryðjuverkamanna í fangabúðum í Guantanamo á Kúbu. Réttilega hefur framkvæmdin verið harðlega gagnrýnd. Nýr forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, hefur lýst yfir því, að búðunum verði lokað. Hann kann að eiga í vanda með að skila föngunum til síns heima, því einhverjir voru bara teknir á götuhornum á leið út í búð. Kannski þarf hann að setja á laggirnar skilanefnd.
Maður þakkar sínu sæla að menn á borð við Egil Helgason fara ekki með pólitísk völd núna þegar það gefur á bátinn; nóg er nú af flónunum samt.
23.11.2008 | 17:26
Hagfræðingur með vit á stjórnmálum?
Það lýsir miklu pólitísku innsæi Þorvaldar Gylfasonar, hagfræðings, að draga þá ályktun af niðurstöðum skoðanakönnunar, að hér á landi ríki stjórnmálakreppa og ríkisstjórnin eigi því að víkja.
Þorvaldur, sem mér hefur alltaf þótt skemmtilegur og áheyrilegur, hefur verið manna ötulastur að hvetja til þess að menn sýsluðu við það sem færi þeim best og þeir hefðu eitthvert vit á. Hagfræðin hefur kannski ekki farið honum sérlega illa, en stjórnmálin greinilega síður.
Þótt nú um stundarsakir sé tími upphlaupsmannanna, eru formenn stjórnarflokkanna þó sammála um það að varhugavert sé að stofna til stjórnmálaóvissu ofaná efnahagsvandræðin, sem þarf að greiða úr. Allt hófsamt, velviljað og raunsætt fólk tekur undir það.
![]() |
Stjórnmálakreppa ríkir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2012
- Október 2011
- September 2011
- Apríl 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Nóvember 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Apríl 2006
Bloggvinir
-
jonvalurjensson
-
axelaxelsson
-
baldher
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
gattin
-
baenamaer
-
carlgranz
-
egill
-
frjalshyggjufelagid
-
gesturgudjonsson
-
gudni-is
-
duna54
-
zeriaph
-
halldorjonsson
-
hannesgi
-
blekpenni
-
hildurhelgas
-
astromix
-
enoch
-
johannst
-
jonmagnusson
-
kolbrunerin
-
credo
-
krist
-
magnusthor
-
martagudjonsdottir
-
ragnhildurkolka
-
fullvalda
-
fullveldi
-
siggileelewis
-
valdimarjohannesson
-
vey
-
thjodarheidur
Af mbl.is
Erlent
- Þekkti ekki fórnarlömbin
- Draga helming herliðsins til baka frá Sýrlandi
- Einn látinn eftir óeirðir á KFC-matsölustað
- 10 ára barni rænt af manni sem það kynntist á Roblox
- Trump jákvæðari en Rubio
- Tveir Bretar létust í kláfsslysinu
- Á þriðja tug drepnir eftir að upp úr slitnaði í viðræðum
- 909 lík flutt til Kænugarðs
Fólk
- Ryan Gosling í nýrri Stjörnustríðsmynd
- Ísland vekur athygli í nýju tónlistarmyndbandi
- Finnst ég í raun ekki tilheyra neins staðar
- Amanda Bynes mætt á OnlyFans
- Fyrrverandi eiginkona Scottie Pippens velur sér annan yngri
- Amma Rutar í ástarleit á Tinder
- Opnar sig um skilnaðinn við Bill Gates
- Gekkst undir aðgerð eftir sigurinn